21.1.2009 | 16:03
Á dauða mínum átti ég fyrr von....!
Ég ákvað að þurka horið í ermina og fara í prófið óundirbúin...þó ekki væri nema til þess að vita þá hvernig þetta gengur fyrir sig fyrir upptökuprófið. Benni fór bara og hafði það kósý hjá Siggu og ég drattaðist í próf, búin að kíkja yfir efnið í 3 klukkutíma og mæta í tvo tíma yfir önnina...
Þetta var munnlegt próf og var maður bæði yfirheyrður um ritgerðina sem við skiluðum inn í desember (sem ég hespaði hroðvirkinsilega af á handahlaupum fyrir íslandsförina) og svo átti maður að geta gert grein fyrir textum annarinnar, sem eru ekki nema....eitthvað á milli 15 og tuttugu fræðigreinar um communication in the workplace, með alskonar theoríum og tilraunum og veseni.
Það fór ekki verr en svo að ég gekk inn með töffarann á erminni, þóttist alveg hafa þetta undir kontról og náði bara að kjafta mig útúr þessu! ....sem og svo mörgu öðru í gegnum tíðina og náði helvítis prófinu!!! Eftir þessa líka rugluðu önn, þar sem tíminn fór í ALLT annað en skólavinnu virðist ég ætla að koma niður standandi...
Niðurstaðan er sú að þetta fag er algerlega gagnslaust....að minnsta kosti fyrirlestrarnir í því, úr því að það er hægt að mæta tvisvar, lesa engan af textunum en líta svo í flýti yfir samantektirnar 3 tímum fyrir próf og ná með glans!
En ég er að vonum fegin Búin að fá staðfest að ég er búin að ná fjórum fögum og á eftir að fá útúr tveimur ennþá......og er loksins komin í FRÍ í alveg eina og hálfa viku
Eyþór er ennþá að standa sig með glans í skólanum...ég alveg get varla gengið því ég er með allar tær sem og fingur krossaða yfir því að þetta haldi svona áfram og geri ekkert nema ausa drenginn hrósi, lofi og tíma og ástúð til þess að hvetja hann áfram
Benni er ennþá með skarlatsótt, hann er sem betur fer orðin hitalaus kallgreyið og getur orðið borðað (pensilín gerir kraftaverk) en hann er að flagna á höndunum og iljunum og er með dökkrauða jarðaberjatungu ennþá.
Málleysi....eða öllu heldur einkatungumál Baldurs er farið að valda mér áhyggjum. Nú hefur málþroski hans næstum staðið í stað í heilt ár og mér er hætt að standa á sama. Hann skilur allt bæði á dönsku og íslensku, og flest á ensku líka en hann á erfitt með að mynda flest hljóð. Ég ætla að reyna að fá lækninn okkar til þess að byrja eitthvað ferli núna í byrjun janúar til þess að athuga hvort að hann hefur þörf á einhverri aðstoð. Ég er löngu búin að láta athuga heyrn og tunguhaft og svona þetta augljósasta, en nú er spurning hvort að ekki þyrfti að athuga byggingu andlitsins með tilliti til loftflæðis á milli munnsins og nefsins. Þar fyrir utan hefur hann það mjög gott er alltaf sama sjarmatröllið
Litli Jón er bara ekkert svo lítill lengur....eða svo finnst mér ekki. Raunar er hann svo ekki lítill að jafnvel eftir tvær snemmsónar heimsóknir vill læknirinn okkar hérna fá mig í sónar til þess að ganga úr skugga um að það sé einungis Jón til staðar....en ekki Jón OG Gunna Ég er búin að segja lækninum að ég sé búin að sjá eitt barn í sónar....það meira að segja hreyfði sig og allt Og læknirinn heima sagði að legið væri afar stórt miðað við meðgöngulengd og tengir hann það því hversu stutt er síðan ég var ólétt síðast en það er nú þegar komið uppúr grindinni, en það gerist yfirleitt ekki fyrr en um og eftir 12. viku sem ég fylli ekki fyrr en í næstu viku. Ég hef líka alltaf verið með frekar mikið vatn og gæti það hæglega spilað inní líka, En doksinn segir að aukakríli geti stundum falið sig og vill vera viss....
Ég sagði doksanum nú bara að fleiri eitt barn væri ekki í boði....og sem betur fer eru ekki tvíburar í familíum okkar Gimsa....svo ég viti til að minnsta kosti .... nema afabræður mínir.
Ég massa þetta auðvitað eins og allt annað, þvílíkur fokkíng sörvævör að það er pirrandi HAHAHA Ýmsir meðgöngukvillar láta á sér kræla en það er auðvitað ekki við öðru að búast og ekki þýðir að væla yfir því, það er þó töluvert minna til af mér núna en var þegar ég varð ólétt og er það svolítið fyndið að á meðan ég er löngu hætt að geta hneppt öllum buxum eru þær allar orðnar of víðar yfir lærin Maður er eitthvað hálf asnalegur í laginu svona....með körfubolta framaná en horaður og ræfilslegur á restina....rétt að vona að rassin hverfi ekki núna líka eins og þegar ég gekk með Baldur
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt eftir að verða glæsileg ólétt, ég get ekki beðið eftir því að sjá þig með bumbu
Og til hamingju með að hafa náð prófinu í dag, Benni er ekkert smá þægilegur, ég sárlasin fann ekki einusinni fyrir honum hehehe
Sigga Sønderborg (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:17
beðið eftir að sjá mig með bumbu....ertu þá að meina að þetta flykki framaná mér hafi farið eitthvað framhjá þér eða hahaha
Birna Eik Benediktsdóttir, 21.1.2009 kl. 16:21
Hahahaha, ég er bara að meina víst að þessir læknar eru að segja að bumban á þér núna sé á við tvíburameðgöngu geturu þá ímyndað þér þig á 40. viku? Það verður sko eitthvað til að hlægja að, þú verður svona --> "Þ"
Sigga Sønderborg (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:31
hahaha rétt
Birna Eik Benediktsdóttir, 21.1.2009 kl. 16:49
Einhvern veginn kemur það mér bara alls ekkert á óvart að þú hafir náð að kjafta þig út úr munnlegu prófi
Róbert Jóhannsson, 21.1.2009 kl. 16:55
Þú ert bara snilli stelpa Til lukku með prófin sem komin eru, tek samt undir með Róbert, hehe.
Gangi þér svo vel með litla Jón eða litla Jón og Gunnu Þú massar það eins og allt hitt.
Jóhanna María Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:04
afabræður þínir eru tvíburar en hey Birna hvað sem systur þeirra sem eru líka tvíburar, eru þær ekki afasystur þínar? ;)
harpa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:06
ohh Harpa....varðst þú að koma með eitthvað svona Ok...það er smá um tvíbura í minni ætt.....en ég veit ekki af neinum Gimsa megin....gæti að vísu alveg verið án minnar vitneskju en maður má nú alltaf vona
Birna Eik Benediktsdóttir, 22.1.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.