Að vera eða vera ekki ökólógískur

 

Jújú....nú er það algert möst.  Ekki fara í meira en 5 mínútna sturtur, slökkva öll ljós og á öllum rafmagnsgræjum þegar þær eru ekki í notkun, kaupa náttúruvænan mat og endurvinna.

Við erum að standa okkur voða vel í þessu, það er vatnsþema þennan mánuðinn í skólanum hjá strákunum og koma þeir heim uppfullir af nýrri vitneskju á hverjum degi um það hvað vatn er mikilvægt og hvað það er mikill skortur á því í heiminum.

 

Ég er svo heppin að þeim bræðrum þykir fátt skemmtilegra en að fá að fara saman í sturtu/bað, og ég baða mig daglega í ræktinni svo að ekki er vatnsnotkunin mikil hjá okkur.....svona fyrir utan þvottavél og uppþvottavél Blush

 

Annað sem við byrjuðum á þegar við fluttum hingað í mars var að flokka ruslið okkar og hefur það orðið fastur liður hjá okkur að fara með rusl í endurvinnsluna á laugardögum.   Drengirnir vita að það er vegna þess að svo ótrúlega margt sem við hendum er hægt að nota aftur og koma þannig í veg fyrir óþarfa mengun....en mamman veit á laun að aðalástæðan fyrir ruslaflokkuninni er sú að ruslið er hirt annan hvorn föstudag og tunnan okkar er hreinlega of lítil til þess að taka við rusli frá 4 manna fjölskyldu í tvær vikur sé það ekki flokkað Whistling

 Svo erum við svo heppin að endurvinnslustöðin er bara hérna steinsnar frá...við myndum hjóla þangað ef við værum ekki alltaf með fullt skottið af ruslaflokkum LoL     Fernur, málmar, gler, ljósaperur, hart plast, mjúkt plast, pappi og garðúrgangur fer allt í þar tilgerð ílát með mikilli samviskusemi.  Við förum þó að losna við að fara með garðúrgang því að við erum að sanka að okkur viði og erum byrjuð að smíða okkur safnhaug í garðinn Grin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dugleg eru þið

en hvaðahvaða,, það er ekkert mál fyrir okkur fjögurra manna familíuna að nota eina ruslatunnu sem er sótt á tveggja vikna fresti,, höfum meira að segja tvisvar gleymt að fara með hana út, og þá líður heill mánuður á milli :) en við erum reyndar með sér bréfatunnu,, og tökum dósirnar frá til að fá pant :)

Dagný (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Ég geri það nú líka...tek dósir í pant og er með sér bréfatunnu....en er líka með bleyjubarn sem veldur töluverðu rusli.....og svo bara svona pakningar..eins og af alls konar berjum og drasli finnst mér bara taka massa pláss....

Birna Eik Benediktsdóttir, 16.5.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband