Ætlum að gerast víkingar....

 

Eða svoleiðis sko.

Fórum á rosalega flottann járnaldar-víkingamarkað hérna í hverfinu okkar og ég varð alveg steinhissa bara.  Þetta er heilt þorp sem kúrir hérna í skógarjaðrinum þar sem starfsemi í er í gangi allt árið um kring!  Drengirnir fóru á hestbak á íslenskum hestum sem þarna voru og fannst Baldri skítt að fá ekki að stjórna hestinum sjálfur...og láta hann hlaupa!  Litli sveitamaður Heart

 

Strákarnir auðvitað komust í nána snertingu við sinn innri víking komandi beint úr skátaútilegu grútskítugir lyktandi eins og bálköstur og stígandi beint inní víkingatímana Cool  Þeir auðvitað fengu allir sverð og slíður og við skoðuðum alls konar handverk sem okkur langar að sanka að okkur, þarna er hægt að eyða viku af sumarfríinu sínu...hverfa bara aftur til víkingatímans og lifa eins og þá var gert í viku.....þetta kitlar okkur óneitanlega svaðalega mikið Whistling

 

Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt að vera íslendingur á svona hátíð  í útlöndum....sérstaklega ekki þegar maður er með 3 dugmikla víkinga með sér og kallar á eftir þeim heiðnum nöfnum úr norrænni goðafræði, sérstaklega þegar börnin opna svo munninn og tala háfjalla íslensku og spyrja að hlutum eins og...."er þetta ekki Þórshamar"...við fengum satt best að segja alveg stórkostlegar móttökur og bræddi Baldur margan harðan víkinginn með tilþrifunum sem hann sýndi með sverðið Tounge  Fyndnast var að sjálfsögðu að 2 ára guttinn rýkur alls óhræddur í fullvaxta fúlskeggjaða víkinga í fullum herklæðum....og fellir þá hehehe  (Jenni auðvitað búin að búa hann undir þetta flissss)

 

Ég tók með mér myndavélina......sem var batteríislaus......svo þið verðið bara að ímynda ykkur þetta hehehe.....en við ætlum uppúr þessu að leita okkur að fleiri svona mörkuðum sem eru víst ansi margir í Danmörku og Þýskalandi.

 

Annars er hér allt á tjá og tundri núna.....fullt af útilegudótaríi blautt og illa lyktandi og 3 drengir sótugir upp fyrir haus...svo við ætlum í jarðskálftaleik og skvera hérna til Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég dauðöfunda ykkur af víkinga og útilegustússinu!

njótið þess í botn fyrir mig

kveðja að vestan

Kristín frænka (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Það hefði líka verið alveg frábært að hafa þig með í þessu víkingastandi öllu saman :O)

Birna Eik Benediktsdóttir, 18.5.2009 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband