20.5.2009 | 19:10
Hin alræmda Nes-sveifla
Dagurinn í dag byrjar tíðindalítill...ég fer að sjálfsögðu með alla á sína staði eins og venjulega og kem heim og fæ mér morgunmat, þríf svolítið hér og þar og vesenast í þvotti. Minnist svo orða ljósunnar uppi á deild og legg mig bara aðeins....og vakna ekki fyrr en klukkan er að detta í 14!
Þá hringir í mig Elín nokkur Guðnadóttir, við erum systradætur og býr hún á Jótlandi. Þau skötuhjú voru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa sloppið heiman að frá sér með einungis einn afkomanda af sex og ætluðu þau að koma við hjá mér og kíkja á herlegheitin.
Það er skemmst að segja frá því að Ella frænka breyttist í Ellu ömmu á núll einni og tók hina víðfrægu nes-sveiflu á dæmið. ALLT sem mig hefur langað að gera en ég ekki gert....gerði Ella og við Hjalti í rauninni bara hlýddum nema hvað hann massaði þráðlausa netið og smá skrúfgræj og leiðsluvesen án fyrirmæla (þetta kalladótarí hehe, eitthvað sem hefði tekið mig nokkra daga og góðan skammt af geðheilsunni......tja fyrir utan þetta skrúfgræj...ég hefði aldrei gert það...það var bara fast...lofa ).....en þess má geta til gamans að Ella frænka var að vísu ÖGN gæfari en Amma Ella átti til að vera
Svo núna er búið að færa eina koju, einn skáp, eitt hjónarúm, einn sófa, eina hillu, einn skenk, einn örbylgjuofn, ALLA geymslukassana, ALLA kassana sem enn eru með flutningsdóti í, FULLT af leikföngum já og bleyjurnar OG borðið sem ég ar búin að gleyma hvernig lítur út er autt!
Þetta var eiginlega svolítið fyndið þegar tekið er mið af mæðrum okkar frænkna. Mamma mín er ári yngri en mamma Ellu og hafa þær alltaf verið miklar vinkonur þrátt fyrir að vera afar ólíkar. Helga móða fékk vænan skammt af sveiflunni góðu í vöggugjöf og hefur drifkraft á við fjóra á meðan mamma mín er meiri sorterari og dútlari í eðli sínu
Og þarna vorum við, dætur þessara ágætu systra, og Ella færði og massaði og sá fyrir sér hitt og þetta....og ég sorteraði dótaríið í kring flissss Þó er þetta ekki endilega normið milli okkar frænkna....við eigum báðar dágóðan skammt af móðursystrum okkar í okkur....sem betur fer brýst þetta bara ekki allt út í einu HAHA
En mikil ósköp sem maður væri fátækur væri maður frænkulaus
En ég er semsagt DAUÐ eftir allt græjið í dag.....og ætla í dvala.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru allir ofvirkir í þessari fjölskyldu?
Steinunn (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 22:40
Það er allavega mikið um dugmikið kvenfólk hehe
Birna Eik Benediktsdóttir, 24.5.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.