Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 12:43
Draumurinn...
Einusinni var kona sem átti drauma....þeir voru ekki stórir...en draumar voru það samt.
Fólkastrokleður......það var einn af þeim. Að geta strokað út óæskilegt fólk án afleiðinga fyrir fólkið í kringum það.
Tímavél.....það var annar. Að geta farið aftur í tímann og breytt öðruvísi...getað varað fólk við yfirvofandi mistökum...komið í veg fyrir mistök.
Fólkaupdate....sá þriðji. Að geta hreinlega uppfært fólk ef að það vantar í það einhverja hluta...suma vantar tilfinningagreind...aðra rýmisgreind...enn aðra siðferði....og enn aðra trúnað...update valið allt eftir behag.
Ræfilseyðari....sá fjórði. Mekanismi...með færibandi....sem eyðir ræflum.
Peningavél ....sá fimmti þarfnast engra útskýringa.
Vinagegnumlýsir .....numero seis. Greinir kjarnan frá hisminu ÁÐUR en maður hleypir fólki of nærri sér og verður særður af svikum þeirra.
Growsomeballs ........sjá sjöundi var draumurinn um lyf í töfluformi sem hægt væri að gefa undirlægjum til þess að þeim yxu huglægar hreðjar á skömmum tíma.
Getoveritandstoppining ........lyf eða mekanismi (og þá með færibandi) sem gerði fólki kleyft að afgreiða mistök fortíðarinnar án þess að velta sér uppúr þeim endalaust.
Tilfinninga USB lykill ......níundi draumurinn var að geta hlaðið tilfinningum sínum inná USB lykil og plöggað honum svo bara í þann aðila sem að óskar eftir því að skilja hvað samferðafólk sitt er að ganga í gegnum.
Er þetta einungis brotabrot af hinum hugvitssamlegu draumum konunar þeirrar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.10.2008 | 09:30
Hryðjuverkamenn í marga ættliði...
Eða hvað ?
Áhugaverðir tímar að lifa á...þessir hryðjuverkamannatímar. Menning okkar Íslendinga, sem hefur að mér finnst einkennst af hörkudugnaði, sköpun, sjálfsbjargarviðleitni, samhyggð og fljótræði, er allt í einu orðin skotspónn stórra manni í stærri löndum sem segja okkur vera hryðuverkamenn...og beita á okkur lögum vegna þessa.
Nú hef ég reynt að láta það vera að viðra mínar pólitísku skoðanir hátt á þessu bloggi, bæði vegna þess að ég vill ekki halda útí pólitíkusarbloggi...og vegna þess að ég hef einfaldlega ekki tíma til þess að setja mig nægilega vel inní mál líðandi stundar til þess að geta rætt þau á vitrænan hátt...en nú keyrir um þverbak
Verð bara að lýsa mig algerlega "flabergasted" (bara fyrir mömmu) yfir þessu ástandi. Að ráðamönnum þjóðar eins og Bretlands geti leyfst að beita lagaúrræðum sem þessum gegn smáþjóð norður í hafi vegna efnahagshruns, þrátt fyrir að menn hafi talið sig geta fundið einhverja ranghala á lögunum sem geri þeim þetta kleift, er bara út í Hróa Hött.
Víst hafa menn haldið rangt á spilunum hér, því neitar enginn (nema þeir sem sökina bera) og víst hafa ráðamenn hinnar íslensku þjóðar látið varnaðarorð annars staðar frá sem vind um eyru þjóta á vænum vordegi EN.....getur það verið rétt að skuldsetja komandi kynslóðir upp í topp....er ekki forkastanlegt að börnin okkar og barnabörn þurfi að bera ábyrgð á sukki bónusfeðga, björgólfa og fleiri "viðskiptamanna"?
Ímynd hinna íslensku hryðjuverkamanna - sem munu fá að borga fyrir syndir feðranna...
Það er óneitanlega undarlegt staða að vera íslendingur í útlöndum núna...ekki nóg með að við fáum ekki námslánin okkar vegna lokunar símgreiðslna til og frá skerinu og er því ætlað að lifa burtflognum hænsnum og teiknuðum kartöflum og semja við símafyrirtæki, húsaleigufyrirtæki og guð veit hvað því ekki getur maður borgað reiknga með teikningum af ímynduðum mat ......heldur er það að vera íslendingur núna...ekki það sama og það var að vera íslendingur í sumar.
Ég hef búið í útlöndum næstum öll mín fullorðins ár......og þó nokkur af táningsárunum, en hvar sem ég hef komið hefur manni ávalt verið tekið frábærlega...allstaðar hefur verið gott að vera íslendingur. Greinilega komin frá velferðarsamfélagi þar sem læsi er með því hæsta í heiminum, fólk er almennt umburðarlynt, allir eiga nóg að borða og vel flestir ganga einhvern menntaveg...lítil þjóð...sem með elju og vinnusemi hefur troðið sér á bekkinn hjá stóru stráknum......
...núna...vorkennir fólk manni og fær samviskubit ef það er ekki með pening í vasanum til að rétta manni þegar það heyri að maður er íslendingur.... "hvað gerið þið nú" "heppin þú að vera í DK" "muntu ekki bara gera börnin þín að dönum" ...sumstaðar koma ljótar athugasemdir...jafnvel í garð barna...."þið hefðuð átt að passa ykkur betur...vera ekki að kaupa upp OKKAR fyrirtæki í einhverri sýndarmennsku" ....ég bara keypti engin fyrirtæki..né heldur gerðu synir mínir það...eða bræður eða systur eða vinir eða félagar...
Það er erfitt að vera stoltur Íslendingur núna...ég er það samt..hef alltaf verið það og mun líklegast alltaf vera það...með þykkar rætur heim í mína hörðu náttúrufegurð og hina einmannalegu rómantísku friðsæld fjallanna..það gáfu foreldrar mínir mér í arf...líkt og mína íslensku vinnu og röggsemi..sjálfsbargarviðleitnina...kraftinn..."þetta reddast" fídusinn (hehe)...og hin eilífa húmor fyrir lífinu og tilverunni og aldrei skal nokkur fá að taka það frá sonum mínum að fá að alast upp við það að vera stoltir af því að vera Íslendingar......(vá....óverdósaði aðeins á ættjarðarástinni )
Ég ætla ekkert að þykjast vita hvað sé best í stöðunni...lán frá Rússum er skerí...hvað vilja þeir í staðin...lán frá Alþjóðagjaldeyrisstofnun er skerí...hvað vilja þeir í staðin... ráðamenn þjóðarinnar (piff) flökta eins og lauf í vindi og engin segir neitt sem hægt að er ganga út frá að sé satt og rétt og standist fram undir kvöldmat
...verst þykir mér hvað frændur okkar Norðmenn, Svíar og Danir hafa í raun verið seinir til að funda um málefni Íslendinga því réttast þætti mér að í nafni frændernis myndu þeir sameinast um að reyna að hjálpa okkur eitthvað.
En...þegar sérhver maður stendur á sökkvandi skútu er harla ólíklegt að þaðan berist útrétt hjálparhönd til þess er siglir lekasta fleyinu...
Hvet ég ykkur öll til þess að koma ykkar til skila til félaga Brown og þessara snillinga þarna með því að ýta hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2008 | 11:05
Lærugírinn....
Minn er brotinn! Lærugírinn sem sagt...verð að fara og láta laga hann
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna í Suðurborg, við breyttum yfir í vetrartíma í dag svo að núna erum við bara einni klukkustund á undan ykkur klakafólkinu og við græddum heilan klukkutíma í nótt...ókeypis! Ég er líka að sjálfsögðu búin að týna símanum mínum svo að bið verður á frekari myndbirtingum hér en ég get þá bara blaðrað eitthvað í staðin
Börnin eru hress að vanda. Baldur er loksins farin að koma með eitt og eitt skiljanlegt orð (það hlaut að koma að því!) og er því að breytast í hin mesta kjaftask...í OFANÁLAG við krúttíbollu og frekjudós hehe
Ég tapaði í hársöfnunarkeppninni sem var í gangi á heimilinu...fór í klippingu í gær og er LOKSINS eins og ég á að mér að vera...verst að geta ekki birt mynd
Annars er afar háfleygt plan í dag....þvottur og tiltekt..og jafnvel einn rigningargöngutúr með eftirfylgjandi sófakúri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2008 | 00:45
Andlitsdoðrantsskilaboð.
Eða póstur á Facebook
Þessi hefur verið í gangi síðan einhverntíman í vor held ég og ég hef fengið hann sendann nokkuð oft frá hinum og þessum fésbókarvinum uppá síðkastið. Finnst þetta einhvernvegin alltaf jafn sætt, að minna fólk á að velja vel þá sem það hleypir næst sér, þrátt fyrir að vera sett fram á afar hallærislega amerískan klisjulegan hátt
"When a GIRL is quiet ... millions of things are running in her mind. When a GIRL is not arguing ... she is thinking deeply. When a GIRL looks at u with eyes full of questions ... she is wondering how long you will be around. When a GIRL answers " I'm fine " after a few seconds ... she is not at all fine.
When a GIRL stares at you ... she is wondering why you are lying. When a GIRL lays on your chest ... she is wishing for you to be hers forever. When a GIRL wants to see you everyday... she wants to be pampered. When a GIRL says " I love you " ... she means it. When a GIRL says " I miss you " ... no one in this world can miss you more than that.
Life only comes around once make sure u spend it with the right person .... Find a guy ... who calls you beautiful instead of hot. who calls you back when you hang up on him. who will stay awake just to watch you sleep. Wait for the guy who ... kisses your forehead. Who wants to show you off to the world when you are in your sweats. Who holds your hand in front of his friends. Who is constantly reminding you of how much he cares about you and how lucky he is to have you. Who turns to his friends and says, " That's her!! "
Ég veit ekkert hvaðan þessi texti er, eða hver byrjaði að senda hverjum hann. En þetta er voða sætt einhvernvegin...og getur alveg örugglega margt af þessu átt við um stráka eins og stelpur...svo að strákar mínir...bíðið eftir hinni einu sönnu ...(ekki þú Eyþór...þú ert búin að finna þína )...sem kyssir ykkur á ennið og er montin af ykkur í myglugallanum
Og já...svona færslur fáið þið bara þegar það er gúrkutíð í kollinum á mér...eitthvað væmið bull af Facebook!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2008 | 14:03
Tækl...
Tækl...þetta er hálfgert orðskrípi...tæklun...að tækla. Maður getur tæklað í fótbolta...það fengu ýmsir að reyna á Keilisleikunum góðu Og svo er spurning hvort að maður tækli lífið...eða hvort maður láti lífið tækla sig Spáum aðeins í það...
Proactive....eða reactive...hvort vill maður vera? Er betra að bregðast við aðstæðum sem að aðrir búa manni...eða á maður að búa til sínar eigin aðstæður? Ég hef alltaf hallast að því að betra sé að taka ábyrgð á eigin aðstæðum sjálfur...og gera það besta úr þeim sem mögulegt er, að eigin frumkvæði og eftir eigin höfði...en uppá síðkastið hefur mér heldur brugðist til þess bogalistinn Þá er eins gott að snýta sér í ermina, hysja uppum sig ræflana, ganga í málin og endurraða svolítið í lífinu. Massa smá jólahreingerningu á þetta helvíti
Ekki öfunda ég þann sem velur sér það hlutskipti að velkjast um sem fórnarlamb í eigin lífi...eilífur aðaleikari í erfiðleikum sjálfskapaðrar tilveru... Að upplifa samferðafólk sitt sem "hina" og vera eilíft á móti og eilíft að standa vörð um sjálfan sig hlýtur að vera persónuþroskaheftandi og það hlýtur að kyrrsetja fólk í viðjum eigin óhamingju, öryggisleysis og einmannaleika... Verst er að fólk áttar sig sjaldnast á því að það er að velja sér þetta hlutskipti sjálft....því það er of upptekið af því að "lenda" síendurtekið í hringiðu lífsins sem saklaus fórnarlömb örlaganna - pant ekki!
Djúpar pælingar....
Helst viðhorf fólks til erfiðleika ekki þétt í hendur við viðhorf þeirra til lífsins? Ef að lífið er eins og hindrunarhlaup....verðum við þá ekki að læra njóta spottans á milli hindrananna til þess að hafa orku í stökkið þegar að hindrun kemur? Og ef að við drífum ekki yfir...og dettum...þá verðum við líklega að geta haft slíka trú á góða spottanum sem liggur handan hinnar föllnu hindrunnar að við finnum orku til þess að klöngrast á fætur og skreiðast yfir....til þess að geta notið þess er bíður hinum megin við
Hvað um þá sem leggja ekki í hindranirnar...hlaupa bara fram og til baka á sama spottanum milli tveggja hindranna..því þeir þora ekki að reyna. Kannski vekur hindrunin ótta...kannski er það góði spottinn hinum megin við sem hræðir meira því að oft virðist fólk eiga auðveldara með að velkjast í vel þekktu volæði...en að brjótast út úr því yfir í óþekkta hamingju....HVAÐ EF..það er svo bara ekki hamingja hinumegin? HVAÐ EF...volæðið er það sama beggja vegna?
Ef maður forðast hindranir vegna "HVAÐ EF"..... er líklega tími komin að líta í eigin barm og spyrja sjálfan sig hvort að eigin viðhorf þyldu ekki smá hreingerningu því það getur ekki verið hollt fyrir sálina að skokka alltaf sama spottann, japla alltaf á sama bitanum og neita sjálfum sér um þann þroska að yfirstíga hindranir standandi með sjálfum sér í stað halloka....
Bara....bring ot on and let´s mass it
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2008 | 02:12
Búið mál.
Búið mál....hvað er búið mál...hvenær er mál...búið........ og hvaða málum á a ljúka? Veit það einhver...veit maður það sjálfur? Ég hef verð þess viss að málum sé lokið....en svo lýkur þeim bara ekki svo glatt. Fólk á tilfinningar eftir sem eru óútkláðar...fólk býr ef til vill yfir reynslu eða tilfinningum sem það vill deila...verður að deila...svo að tilfinngasambönd geti þroskast áfram...í stað þess að standa kyrr og stöðnuð í..."þú sagðir..." "þú gerðir..."
Vill maður standa kyrr.....vera í sömu sporum eftir 20-30 ár.....eða eigum við bara að breyta þessu......?........Sitt sýnist hverjum.....
Ef að ég er glöð og sátt með mitt....má ég þá hundsa það að mínir nánustu þjáist...eða á ég að fórna minni eigin hamingju og áhyggjuleysi fyrir aðra .... hversu djúpt elskar maður náungann....eða elskar maður hann yfir höfuð meira en hann elskar mann sjálfan...,,,?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 22:06
Massa þetta á jákvæðninni...
Elskum þennan gaur aðeins saman.... Sama hvaða rugl maður er að díla við...þá nær þetta lag alltaf að láta mann byrja að dilla botninum smá og ...... dansa útum alla íbúð í rugluðum fíling...helst á náttbuxunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2008 | 23:06
Haustskógarferð
Eftir afar annasaman dag (lesist: sofið út, lært smá..snattað niðrí bæ og setið á kaffihúsi) ákváðum við mútturnar að drífa liðið í skógarferð. Nýta þennan rigningarlausa dag í eitthvað skemmtilegt
Þetta plan féll í góðan farveg hjá restinni af liðinu og lögðum við því að stað, fullorðna fólkið á fæti, krakkaormarnir á hjólum og gríshildur litla í kerru, inn í skóg. Jóna var vopnuð myndavélinni góðu og var ferðin því vel dokjúmenteruð (þó svo a Gimsi græja þyrfti auðvitað að rífa af henni myndavélina á 5. mínútu ferðarinnar)
Við löbbuðum og klifruðum og fengum froskaáföll (þegar jarðvegurinn undir manni byrjar að iða). Fundum leynd skógarhús, skylmdumst, festumst í drullu og borðuðum kex...og ýmsar ljósmyndatilraunir voru gerðar.
Ég birti hér nokkar myndanna sem teknar voru, en það eru fleiri í albúmunum hér til hliðar og svo eru þær allar á myndasíðu Jónu og Eyþórs sem ég linka á hér til vinstri.
Eyþór festi skóinn sinn í drullu....hehe hvað annað
Honum var sem betur fer bjargað hehehe, og svo varð Lína auðvitað að festa sig líka snillingafélagið.
Eitthvað agalega fyndið í skóginum
Klifrað var upp um allann skóg.......
Þetta var allt í góðu gamni og ég hvet ykkur endilega til að kíkja á myndirnar sem strákarnir voru að leika sér að taka sem eru á myndasíðu Jónu og Eyþórs.
Planið út vikuna er að læra...so far....hef ég ekki verið aaaaaalveg nógu dugleg.....vantar ennþá sumar námsbókanna Og eyða tíma með Eyþóri....við að gera ekkert...bara vera til..og gera venjulega hluti bara tvö saman. Fólk sem á bara eitt barn veit ekki hvað það á gott að geta baðað barnið sitt í athygli eins og það vill.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2008 | 12:40
Þið þarna Keilisfólk!
Já ég veit...tvær færslur á dag er kannski aðeins í "overkanten" en mig langar að benda ykkur harðduglega (að massa Keili...er harður dugnaður) fólki á það að opnuð hefur verið andlitsdoðrants síða fyrir fyrsta hópinn sem útskrifaðist frá Keili. Þar eru komnir heilmargir á skrá en þó vantar enn uppá.
Ég setti hlekk á þessa síðu hérna til vinstri og langar mig að hvetja ykkur öll, sem ekki eruð þegar búin að, að bæta ykkur í þennan föngulega hóp
Mig langaði að setja hópmynd af liðinu hérna með þessari færslu, en eina myndin sem ég á...sem er ekki eitthvað sem mér hefur verið sent frá öðrum og er þá af mér....er þetta
Sorrý Elín....Sorry Gimsi....en þið báruð auðvitað af í yndisþokka og fríðleika þetta kvöld (svo ekki sé minnst á fashon sensið sko )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2008 | 11:58
Ég fór í rassgat...
Eða sko í heimsókn til frænkna minna og fólks þeirra...þau búa á hestabúarði nálægt bæ sem heitir Tarm híhíhí
Þetta var alveg frábær helgi, borðaður var góður matur, tekið í spil að gömlum sið, hlustað á góða tónlist, hlegið að íslensku sjónvarpsefni, tekið massívt frænkutrúnó, leikið við 5 drengi undir 7 ára í einu! (þá er þetta orðið meira svona "crowd control" heldur en uppeldi) Farið í göngutúr í sveitinni, klappað hestunum, gamlar heimaslóðir heimsóttar á ný.....og sofið út!!! (takk Hjalti ) Það er ekki nema rétt um tveggja tíma keyrsla þarna uppeftir í hið danska biblíubelti, svo að þetta verður vissulega endurtekið (passið ykkur bara )
Eyþór og Mattías nýjasti Elluson að ræða heimsmálin.
Hann Matti skratti Hjaltason er alger moli...brosir og hlær ef maður lítur á hann og er eins og lítið bonzai barn...þar sem hann er svo lítill og nettur. Það er greinilegt að jafnvel eftir 6 stykki þá bregst henni frænku minni hvergi bogalistinn í drengjaframleiðslunni
Óneitanlega var samt gott að koma heim í gamla hópinn sinn eins og segir í kvæðinu, og munum við Eyþór njóta okkar tvö saman í kotinu út vikuna. Ég þarf að lesa suð-austurhluta regnskóganna á meðan hann fær að leika og skoppa í SFO með hinum krökkunum. Og svo ætlum við að hygge okkur tvö saman í eftirmiðdaginn og laaaangt frammá kvöld (segir hann hehe)
Lokalína blogghugans í dag er uppfull af Dýrunum í Hálsaskógi. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...ekkert dýr má éta annað dýr.....(nema að beðið sé um það ) Ég ætla út að leika mér við hina krakkana...með Hálsaskógarboðskapin á kantinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar