Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
10.10.2008 | 10:32
Slæmur málstaður þarfnast margra orða
Mig langar að byrja á því að segja að ég veit ekki hvaðan þetta orðatiltæki er komið, og get því ekki getið heimilda en svolítið virðist hafa borið á því að bloggarar blog.is hafi birt skrif annarra á síðum sínum og þannig eignað sér hugarsmíð annarra bloggara . Ég vildi helst komast hjá því að gerast sek um ritstuld, bæði þar sem það varðar við lög og líka vegna þess að ég er alveg nógu klár til þess að láta mér detta mín eigin orð í hug
En er það málið, er málstaður þeirra sem sífellt hamra á því sama of veikur til þess að tala eigin máli og þarfnast þessvegna margra tilbúinna orða? Eru þeir sem hamra hvað mest á hlutunum ef til vill að leika "devil´s advocate"? Hvað um úrslitakosti í mannlegum samskiptum? Tilheyra þeir sama kafla og óhóflegar rökfærslur? Og hvað heitir þá kaflinn sá ... stjórnsemi? ...Þvinganir?... ótti ... afbrýðisemi ... eða kannski sambland af þessu öllu saman eða eitthvað allt annað?
Áhugaverð pæling sem fær mann til þess að líta aðeins yfir samskipti sín í fortíðinni við allskonar fólk...og íhuga hvað hefur legið að baki þeim orðum er fólk hefur látið falla, voru það eiginhagsmunir....eða einlæg hjálpsemi og hlutleysi?
Vikan hefur verið viðburðarrík hjá okkur öllum saman. Hér voru lögð ný gólf, svo að íbúðin er í.....áhugaverðu ástandi svo ekki sé meira sagt.... Við fengum stóru sterku strákana (bara fyrir ykkur ) til að koma og bera níðþungu kojurnar fram og til baka úr herbergjum svo hægt væri að leggja gólf og svo gistu allir saman í stofunni hehehe afar áhugavert svona með fólk á öllum aldri í einu herbergi
Mikið hefur verið að gerast í skólanum bæði hjá Eyþóri og Benna, er það allt af hinu góða og er ég mikið fegin því að loksins séu hlutirnir farnir að gerast. Eins hefur þetta verið afar viðburðarík vika hjá mér bæði heima og að heiman og væri það líklega efni í bók ef ég ætti að segja frá því öllusaman...í stuttu máli (svona fyrir ykkur þessi mest forvitnu) er alles meget gúd og ætla ég mér að njóta á meðan varir.
Núna skal liðinu pakkað saman því komin er tími á að líta á þær þarmssystur, Rúnsann, garðyrkjumanninn góðlega og barnaheimilið sem þau búa á
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2008 | 20:13
Þýskaland...hehehe
Helginni hefur samviskusamlega verið varið í að þjappa familíunni allri í stofuna.... vídjógláp fram á nætur og ............ JÚJÚ....farið var til Þýskalands.
Tvær alíslenskar mæður...báðar að vestan meira að segja (önnur bara að hluta að vísu) með tvö börn, röggsemina og matadorpeninga (evrur) í farteskinu lögðu af stað á station bílnum góða í innkaupaleiðangur til Þýskalands. Við komum til Flensborgar eitthvað um 11 leytið og sáum að þar fyrir framan stóra stóra mollið sem við ætluðum í var geysistór flóamarkaður sem okkur þótti auðvitað bara gaman...það er ekki á hvejrum degi sem maður dettur ofaná þýskan flóamarkað.
Þarna var múgur og margmenni, og lagt var í hvert stæði og fannst okkur það ekki skrítið miðað við stærðina á mollinu.
Við ákváðum að fara inn í mollið og pissa og fá okkur að borða áður en ráðist yrði í kornflexkaup mánaðarins en þegar inn kom tók ég eftir því að allar búðir virtust lokaðar....ég spurði afgreiðsludömuna af hverju allt væri lokað...þá brosti hún sínu blíðasta þýska brosi...og sagði.." it's sunday in Germany" hehe og ég.....frekar þreytt og með hausinn útum allt..gleypti bara við því. þrátt fyrir að ég hefði yfirgefið Danmörku 20 mínútum áður....á föstudegi
En...Jóna var búin að heyra þetta..svo ég var búin að tapa .Svona er að ætla að vera svona agalega opin og fordómalaus í útlöndum ..eftir að við vorum búnar að hlægja okkur máttlausar einusinni yfir því hvílíka ofurskerpu ég sýndi af mér á þessu augnabliki, varð þetta auðvitað ongoing djókur ALLAN daginn....Dagurinn sem það var sunnudagur í Þýskalandi.....og allir bílarnir, múgurinn og bannsett margmennið voru þarna vegna hins afar þýska flóamarkaðar
Kollurinn á mér réttist ekki meira en svo að þegar ég fór í apótekið í sonderborg um kvöldið....var ég alveg steinhissa á því að allt væri opið á sunnudegi, hehehe.
En þetta var sem betur fer ekki alger fýluferð, landamærabúðirnar voru allar opnar, þrátt fyrir að almennar þýskar búðir væri lokaðar svo að ekki vantar ullurnar eða eigarnar í bæinn....en bannsett kornflexið og þýska mjólkin verða að koma í næstu ferð....þegar EKKI er sunnudagur í þýskalandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2008 | 16:24
Rigning, framburður og frumburður.
Framburðaræfing dagsins.
Gangi ykkur vel (og endilega látið mig vita ef ykkur tekst þetta....ég er ekki að ná að massa þetta götuheiti )
En mér var nær að lofsyngja haustblíðu Danmerkur í síðustu færslu...það hefur rignt eldi og brennisteini síðan ég ýtti á "birta"
Í Danmörku rignir öðruvísi en á Íslandi, hérna rignir fast...án gríns. Stórum hlussudropum, sem skoppa upp af jörðinni við lendingu því þeir eru svo þungir, rignir svo fast að maður finnur næstum til í gegnum hettuna á úlpunni...beint niður.
Á Íslandi rignir meira svona eins og ringdi hjá Forest nokkrum Gump í Víetnam....úr öllum áttum til skiptis og dropum í öllum stærðum og gerðum
Annars er frumburðurinn hægt og rólega að rétta af litli kúturinn...hann er byrjaður að æfa sitt langþráða Tae Kwon Do...LOKSINS, og þrátt fyrir að vera vel yngstur er hann með allt á hreinu því hann er jú alin upp ap miklu leiti í Dojang með okkur Jes og hefur verið innprentað umgengnisreglur jafnt og sparktækni frá blautu barnsbeini Þetta er að hafa frábær áhrif á guttann, að vera að gera eitthvað sem hann er bestur í og ég vona bara að þetta haldi áfram að halda áhuga hans.
Annars segir kennarinn hans að hann sé allur að koma til eftir að skólinn tók til í kringum hann og guttinn veit að hverju hann gengur á degi hverjum (gott stundum að eiga freka mömmu)
En sem komið er eru bestu vinirnir Karólína sem hann passar uppá eins og hún sé úr gulli, án gríns þá sagði kennarinn þeirra mér að daman fær næstum ekki að tjá sig sjálf þegar hann er nærri því hann er svo duglegur að þýða fyrir hana og passa að fólk sé ekki að gera ráð fyrir að hún skilji bara dönsku eins og ekkert sé..og hneykslar það hann MJÖG ef að kennarinn ætlar að láta hana tala dönsku..alveg svo mikið að hann gengur á milli Línunni sinni til varnar og segir hálf reiður " Hun kan da ikke forstå det du siger" og snýr sér svo við og þýðir hehehe...þau eru eins og gömul hjón...elskast af öllum kröftum..á milli þess sem þau nöldra og tuða hvort í öðru eins og alda gömul gamalmenni eftir 50 ára hjónaband Og svo er það Ásbjörn...íslenskur drengur sem er með Eyþóri í bekk, við erum bara rétt að byrja kynnast honum og fjölskyldu hans og það er voða gaman að hitta "gamalreynda" sonderborgarbúa
Ég held áfram að reyna að ná upp lestrinum...en því meira sem ég les...því meira er sett fyrir....ég þarf bráðum að fara að panta auka klukkustundir í sólarhringinn eða hætta að þvo þvott og elda hehehe damn...hvorugt mögulegt
Pæling dagsins er...breytast allir í softý við það að unga út ormum...ég var að horfa á þátt á National Geographic stöðinni um flugslys. Þar dó fólk..líka börn..það var átakanlegt...ég skældi! Sæi ég mig í anda skæla yfir sjónvarpinu áður en ég átti börn! Án gríns...má varla sjá mynd af afrísku barni með flugu í auganu án þess að tárast nú orðið!
Kemur þetta fyrir alla foreldra...er þetta "fórnin" sem maður færir þegar maður verður ástfangin af börnunum sínum? Að verða meir og mjúkur........pæling.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar