Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Baldur Prause Birnuson

Einnig þekkur sem : Feitinn, pattinn, mjúki haus, sæti haus, kjánahaus, frekjuhaus, feita bollukrútt, litli grís, litla rassgat og þar fram eftir götunum, er tveggja ára í dag Wizard

Feita bollukrútt

 

Fyrir sléttum tveimur árum vorum við Jes uppi á Glostrup Hospital í úthverfi köben og gaurinn að vinna í því að mæta á svæðið, þremur og hálfri viku of snemma.  Hann var þó 15 merkur og 53 cm þrátt fyrir það, enda víkingur mikill.  

Moli

Rauðbirkinn og pattaralegur mætti gutti á svæðið og hélt hann móður sinni VEL við efnið allt fyrsta árið. Hann er heppinn að vera vel bræðraður og vinnur hann ötullega í því drengurinn að ala þessa stóru gæja svolítið upp. 

vaskir menn á ströndinni

 

 

 

Brasbræður í brashugleiðingum.

 

 

 

 

 

 

 

Baldur er fyndin, mikill húmoristi og eldklár. Hann er athugull og eftirtektarsamur og móður sinni til geigvænlegrar ánægju ÞARF hann að tjá sig um ALLT........HÁTT! Hann efast ekki um að við hin höfum verið sett hérna af góðum vættum einungis til þess að skemmta honum þegar honum dettur í hug og hlýða hverri hans skipun.

subbukrútt

Hann er búin að þjálfa familíuna til þess að skilja hans sérstaka tungumál sem inniheldur einungis eitt orð sem utanað komandi skilja og mun það vera......BATTERMAN! eða spiderman.

Hann er sem betur fer hraustur gutti og óhræddur við lífið (mamman sér frammá afar áhugaverða grunnskólagöngu Shocking

Lítið heillandi dýr með sína sætu spékoppa og grallarasvipinn góða, hann þykist vera dauður þegar hann tapar í skylmingum og byssubardögum (nkl...skylmingar og byssubardagar 2 ára!) og ræðst á bræður sína og kitlar þá þegar hann sér færi.

Ormahópur

 

 

 

 

 

Við erum þakklát (og oft þreytt Shocking) fyrir þennan litla varg og ég hlakka til að fá að fylgjast með honum breytast úr litlu feitubollufrekjudolluskrímsli þar sem öll ljós eru kveikt en engin er heima....í lítinn leikskólagutta....skólastrákpjakk....stórann gaggóstrák með skegghýjung...og svo ungan mann....

....SEM VERÐUR MINNTUR Á ÞAÐ VIÐ HVERT TÆKIFÆRIHVAÐ HANN VAR LÍFLEGUR SEM BARN! Tounge

 

Vargatítla

 

 


Á að drepa fyrir manni drenginn!

Það sem bar hæst hjá okkur í dag var líklega það að það var bakkað á hann Eyþór þar sem hann var að hjóla á hjólinu sínu...ég ætla að segja aðeins frá atburðinum hérna og henti að gamni inn nokkrum myndum af litla slysasnáðanum inn í textann hér og þar.

Eyþór glænýr

 


 

Það sat ungur maður við stýrið á sendiferðabíl og hann sá einfaldlega ekki barnið þar sem hann hjólaði fyrir aftan. Hann bakkaði beint á Eyþór...og hjólið fór undir bílinn og er ónýtt, en drengurinn hentist af og skutlaðist eftir malbikinu og er vel skafin upp eftir annarri hliðinni og á báðum öxlum og á öðrum handleggnum og í lófanum og fékk hann einnig gott svöðusár fyrir ofan aðra mjöðmina og helblátt eyra...(sem við að vísu föttuðum ekki fyrr en á spítalanum)

 

Feitubollueyþór 3 mán 

Hann var sem betur fer með hjálm svo að það er einungis eyrað þeim megin sem bílinn skall á honum sem er illa marið, eftir hjálminn...en kollurinn er í lagi.

Bílstjórinn fékk auðvitað áfall, strákgreyið. Ætli þetta sé ekki með því verra sem hægt er að upplifa...það að keyra á barn. En hann kom með Eyþór heim að dyrum, ásamt konu sem varð vitni að þessu, og var í rusli, afsakaði sig í bak og fyrir og þurfti  næstum að huga jafn mikið að honum eins og að krambúleraða barninu.  Við fullvissuðum hann þó um það að að sjálfsögðu vissum við að þetta var slys...það vill engin keyra á barn og að engin áfelltist hann.

                                   

 

      Litli stóri bróðir InLove

 

 

 

 

Við vorum svo heppin að gimpó og lína voru hér í heimsókn svo að við gátum bara farið tvö saman uppá slysó, en ekki með bræðurna með okkur.

Þar var litla manninum tekið eins og hetju og var hann allur sótthreinsaður og búið var um verstu sárin, honum fannst auðvitað nett töff að geta sýnt plástra þegar við komum heim af slysó Cool

sumarbörn

Þríeykið

 

 

 

  Og varð svo stóri bróðir í annað sinn 5 ára...Þríeykið fullkomnað

 

 

 

 

 

En við komum heim þegar klukkan var langt gengin í átta og ÞÁ þyrmdi yfir mömmuna (þessar mömmur með sín mömmuhjörtu Crying).....mikið að gerast undanfarna daga...og tilfinningalega þrekið bara næstum uppurið. 

En töffaraermin góða kemur sér vel, því nú þarf að raka sér saman fyrir fyrsta skóladaginn á morgun..þar er að segja ef að litli slysamaðurinn verður skólafær á morgun.

Bjútífeis á leiðinni á ströndina.Fallegi 7 ára snáðinn minn ....Crying

 

Reality check dagsins....börn eru afar afar brothætt...og líka mömmuhjörtu... Undecided

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kæra fjölskylda, vinir og kunningjar!

Færsla dagsins í dag er tileinkuð ykkur, því dagurinn var frekar tíðndalítill Sleeping

Mig langar að nota tækifærið á rólega deginum og þakka fyrir kveðjurnar allar sem okkur eru að berast á þessa síðu, það er virkilega gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur (trúið því bara að fyrir eins forvitna manneskju og mig er það næstum líkamlega sársaukafullt að sjá að kannski 40 ip tölur hafi heimsótt síðuna einn daginn....og 3 kvittað Shocking)

 Í dag fengum við tildæmis frábærar kveðjur, aðra frá Öddu skólasystur okkar úr keili (Adda við elskum þig ((kallað utan úr sal sko Police))og hina  frá henni Hlíf, snilldarkennara úr Keili, og vegna þess að hvorug þeirra skildi ekki eftir sig neina slóð  langar mig bara að segja hérna : ...allt Keilisfólk í danaveldi sendir bestu kveðjur yfir hafið til ykkar og allra hinna sem forvitnin rekur hingað Wizard 

Við vonum að við fáum að heyra frá ykkur sem flestum, og hitta að sjálfsögðu þegar fram líða stundir og tækifærin gefast Police

Smá ormamynd handa ykkur í tilefni tíðndalausa dagsins í dag.

 Pjakkur eins og mamma Pjakkur eins og mamma sín


Þröngt mega sáttir sitja.

Og það er eins gott!

Í gær vorum við hvorki meira né minna en 14 manns í höllinni góðu Gasp

Áður en þið missið öll vatn og tilheyrandi þá kíktu Kobbi og Laufey hingað með hann Hermann litla til þess að ná í bílinn sinn, Ómar, Árdís og Kristín eyddu hér líka hluta úr degi og svo var það fasta fólkið, ég og mínir 3, Einsi, sverrir, Gimsi og Lína....þetta gera 14 stykki!

Svo borðuðum við saman öll nema Kobbi og hans fólk.

Smá myndasyrpa frá kommúnulífinu Tounge

 Hermann Kobaldóson að leggja sig

                                                                                                                                                            

                Hermann Kobbaldóson að leggja sig hjá Sverri

 

 

 

 

 

 liðiðÁrdís hin íslenska, Kobbaldó og Meistari Ómar.

 

feitinn og feitinn 

 

Pattin og Einsi bongó að bonda.

 

 

 

 

 

 

 

 

En helginni lauk sem betur fer og það var skóladagur í dag...ég afrekaði það að koma engu í verk...nema taka til í höllinni sem verður að teljast til tíðinda, og svo var fyrsti foreldrafundurinn í kvöld.

Danskur foreldrafundur er frá sjö um kvöld....til klukkan hálf tíu!  Þetta var allt saman afar danskt, mikið talað um fællesskap og samvinnu og þar frameftir götunum, ég þýddi svona það allra mikilvægasta út á kantinn á meðan hægt var og þakkaði fyrir þá mildi að hin danski eðalsamsöngur hafi ekki verið tekin þarna....eða að honum hafi verið lokið þegar við hrundum innúr dyrunum.

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að kvóta hana Ellu frænku mína í Rassi..."ef íslendingar eru söngglaðir, þá eru danir sönggeðveikir!" Það nefninlega heyrir til undantekninga ef að fleiri en 6 danir hittast og það er ekki tekið eins og eitt gott samsöngslag um vináttu og fællesskab.

 

Nú erum við semsagt ekki nema 7 eftir í kotinu góða sem samnýtt er af Keilisfólki og rétt um helmingurinn sofnaður..þá er bara að koma restinni niður Devil 


Ísland í öðru sæti!

Snilld á snilld ofan...þarf að ræða það hverslags árangur það er fyrir 300 þúsund manna þjóð að ná öðru sæti á ólympíleikum í hópíþrótt! 

Það var fjölmennt á Loftið (fundarstað íslendingafélagsisn í Sonderborg) í morgun...ungir sem aldnir, menn og konur að fara hamförum yfir hverju skoruðu marki. Barráttuviljinn í herberginu var slíkur að VIÐ sem þarna sátum hefðum getað valtað yfir þessa bölvuðu frakka....ææ það er ekki hægt að bölva þeim..þeir voru með svo gott lið og spiluðu svo flottann leik að þeir áttu þennan sigur alveg skilin.

En annars er sunnudagur mest búin að vera nýttur til hvíldar...og þvottar...og tiltektar...og barnastúss.

 

Over end át from sönní denmark...Police


Helgin....annar hluti.

Ég ákvað að skipta þessu bara niður í tvær færslur...þetta er verður alltaf svo andskoti mikið hjá mér Whistling

 

Laugardagurinn var heldur rigningarlegur svo ég fór í að fletta í gegnum alla bæklingana sem ég er búin að útvega mér um svæðið til þess að reyna að finna einhvern skemmtigarð eða eitthvað til þess að skoða sem væri mestmegnis innandyra...það gekk ekki betur en svo að Danfoss garðurinn sem ég HÉLT að væri innandyra....var svo bara svona 50/50 inni og úti...en hey...það er hugurinn sem gildir!

 

Við söfnuðum saman fólkinu okkar og lögðum af stað í þessa langferð...en það er klukkutímaferð heimaað frá okkur og í þennan garð.

við komumst að því þegar á áfangastað var komið að þetta er svona vísindagarður...ÞAÐ fannst ÖLLUM spennandi....en þó mest að vísu strákunum...bæði þeim litlu og þeim stóru LoL

Strákarnir að leika sér

Það var ýmslegt skoðað, prófað og uppgötvað þennan eftirmiðdaginn...meðal annars uppgötvaði Sverrir að þolinmæði hans er ekki endalaus og að hæstu hljóðin koma oft úr minnstu krakkaormunum Cool

Við enduðum svo þetta kvöldið á að detta inná Mongolian Barbeque aftur....og vá hvað ég fer þangað með alla sem koma í heimsókn til mín...það er bara gaman að koma þarna...burtséð frá því hvað maturinn er góður...öll þjónusta og viðmót er bara til fyrirmyndar. 

Ormabræður

 

 

Það er ögrun að ætla að ná þessu litla dýri í fókus LoL Ormabræður á veitingastað.

 

 

 

 

 

Við héldum svo heim á leið með þreytta krakkahópin, lofuðum vídjói og keyptum öl ofan í stóra fólkið...nú var planið að bíða eftir liðsaukanum...von var á Einsa bongó, meistara Ómari með hattinn, Árdísi íslensku og þeirra afspengi. 

Einsi datt inn um 11 leytið þegar allt smáfólkið var löngu búið að gefast upp á latabæ...og ætluðu Ómar hin hárfagri og hans fríða föruneyti þá að finna sér hótel, því þau...eins og við hin...voru ekki með gistingu þegar þau mættu á svæðið LoL

Það vildi bara svo illa til fyrir blessað fólkið að það var allt uppbókað, langleiðina til Þýskalands! Mottó Suður-Danmerkurfélagsins var þá sett í gagnið..."einn hópur, ein lausn" og fór Gimsi þá sem eldibrandur á heimavistina þar sem hann hefur gist og skildi okkur Einsa og Sverri eftir með börn og bjór...því var snögglega reddað að Ómar, Árdís og afspengi fengju að halla sér í hans herbergi og að hann myndi bæta sér hér á karlabúrið mitt Devil

litlu dýrin sváfu þetta allt af sér inni á stórri stórri vindsæng......og voru hæst ánægð með að vakna í einni klessu í morgun Tounge

 


Helgin.

Þetta er nú búin að vera meiri helgin hjá okkur hér í baunalandinu.

Á föstudagskvöldið var menningarnótt, Sverrir var svo heppin að vera koma þennan föstudag og sá hann því bæinn lifandi og skemmtilegan fyrsta kvöldið sitt hér.

Við byrjuðum að venju á étingi...enda allir soltnir eftir skóladaginn, og var svo haldið af stað niður í bæ...ég komst að því að það væri sprungið á hjólinu mínu Errm sem er ekki gott. Svo ég varð að reiða fákinn með okkur.  

Mannmergðin var slík að okkur þótti heillvænlegast að læsa hjólunum okkar bara ofan við miðbæin og taka þetta á fæti...fyrir utan mitt hjól að sjálfsögðu því þar er hægt að beisla pattann Cool

Stemmningin var æðisleg...dönsk að sjálfsögðu þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman og sáum við fullt af atriðum á götunum, meðal annars indiána að spila á hljóðfæri og konur af öllum stærðum og gerðum að sýna magadans.

 

 Dimmt en hlýtt á menningarnótt

 Dimmt en hlýtt að horfa á indiána á menningarnótt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við röltum svo niður á höfn og keyptum svona voða sæta blikkljósasprota fyrri börnin...þessir litlu sætu sprotar auðvitað breyttust í geislasverð á augabragði og settu börnin upp sína eigin sýningu með tilþrifum á við Obi Wan Kenobi Grin

Kvöldinu okkar slúttaði svo með flugeldasýningu laust fyrir klukkan 23 og stóðu bæði ungir og aldnir opinmyntir á meðan. Þegar þessu slúttaði hurfu allt í einu allir danirnir....bara eins og maurahópur...við ákváðum að rölta aðra leið en allir Jensarnir til þess að komast kannski heim einhverntíman og fann ég mikið fyrir því að við vorum þrjú fullorðin með þessa 4 krakkaorma.....það munar ekkert smá miklu að hafa fleiri hendur og augu á ormunum þegar staðið er í svona útstáelsi...takk strákar InLove

Strákar og kallar

 

                            Þreytt smáfólk fær pásu á gömlu köllunum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við komum heim klukkan 5 mínútur yfir 12 á föstudagsnóttina, með afar þreytt smáfólk. Baldur var sofnaður á stólnum aftan á hjólinu en restin datt næstum bara áður en að höfuðin snertu koddana. Fullorðna liðið drattaðist svo ekki í bælið fyrr en um eitt leytið....og vorum því að vonum hæst ánægð þegar að Baldur kallaði RÆS! klukkan hálf sjö morguninn eftir Sleeping

 

 


Nú fer að bætast í hópinn!

Von er á Sverri nokkrum Hermannssyni í fyrramálið til borgarinnar fögru í suðri.  Fulltrúar Keilis á staðnum búast að sjálfsögðu við því að mæta á lestarstöðina með blómvönd og taka á móti guttanum. Á laugardag bætast svo enn fleiri í hópinnog munu þá vera á ferðinni meistari Ómar og Einsi bongó.

Þegar allt liðið er komið á staðin má búast við því að einn saknaðarbjór verði drukkinn í hvert skipti sem hópurinn hittist til heiðurs Sverri þeim er kenndur er við veldi...komu hans til borgarinnar fögru hefur verið frestað um eitt ár.....(við verðum á rassgatinu af söknuði allan þann tíma Whistling)  en við bíðum hans með óþreyju og heimtum að hann verði nú duglegur að æfa bjórvöðvana...

Þetta lið fer semsagt að smátínast heim á sína sveit og fer lífið þá að færast í eðlilegar skorður....svona þegar maður fær íbúðina sína og sonna Whistling

Annars var ég dreginn upp í Alsion í dag...skólahúsið okkar hérna heitir það. Bara til að skoða og athuga...ég get varla beðið eftir því að fara í skólann...kynnast fullt af nýju fólki og öðlast annan tilgang með deginum en að skila börnum....snatta smá....skoða og hjóla um...hangsa smá...ÞVO ÞVOTT....versla.....og svona dótarí.

Það er annars af mér að frétta að ég er að þróa með mér nördahlið...það er víst nauðsynlegt til þess að vega upp á  móti fegurðinni Cool    

Sú (ég er viss um að það var kvenmaður að lýsa hjásvæfu HAHAHA) sagði fyrst..."allt er hey í harðindum" hafði lög að mæla...sjónvarpslaus...flakkaralaus....jafnvel netlaus á tímabilum...og ég er farin að horfa á einhverja bölvaða nördaþætti sem að bölvað gimpið prangaði inná mig af sinni tölvu....að maður skuli láta þetta fréttast um sig!

 

Annars allt gott frá sunny Denmark...pís át


Þottur og börn!

Hvað er málið með þvott...án gríns...verður hann til hjá mér?  Er miðlæg uppspretta óhreinataus í heiminum í körfunni minni...eða er þetta einhver fylgifiskur þess að hafa ákveðið að eignast heila þrjá drengi?  

Undarlegt með þvott...hann er alveg eins og börn...maður þarf að þrífa hann aftur og aftur...brjóta hann saman aftur og aftur...og ganga frá honum inní skáp aftur og aftur.......eins virðist alltaf aukast í fataflota heimilisins og það sama á við um barnaflotann.

Ætli maður endi ekki á að sitja uppi í höll (þó ekki höll eins og þessari höll hans Sverris) fullri af fötum og börnum...

 

Þetta var heimspeki dagsins FootinMouth

 

Annars fór miðvikudagurinn að mestu í þvott...eftir að ég fór og fékk mér nýtt þvottakort því mitt varð fyrir því óláni að villast inná heita eldavélarhellu....og bráðna smávegis...svo að það varð ónothæft... Whistling

Það var smá snatt hægri vinstri í morgunsárið, en svo bara chill á kantinum á þvottavélinni fram eftir degi.

Við fórum þó í smá "opdagelsesrejse" eða könnunarleiðangur þegar börn höfðu verið sótt, og skoðuðum við skóginn sem er á bakvið skóla barnanna og lékum okkur á leikvelli skólans, sem er RISA stór alveg þangað til það fór að rigna og menn og konur urðu að drífa sig heim í kvöldmat og baðgjörninga (sko..alveg eins og þvottur....börn þarf að þvo aftur og aftur og aftur)

Ungu mennirnir kláruðu svo daginn yfir Latabæ (sendum ömmuröggu ástar-þakklætis-og saknaðarkveðjur Smile) á meðan að beðið var eftir lakinu úr þurkaranum.

Latibær rúlar Mislíflegir bræður Joyful

 

 

 


Bekk onlæn!

Jæja, þetta voru hræðilegir 4 mánuðir....tja..eða 3 dagar...mér leið eins og þetta væri alveg heillangur tími...það er ÓÞOLANDI að komast ekki á netið! Angry

Ef við rennum hratt yfir byrjun vikunnar þá var hún einhvernvegin svona (núna get ég látið myndir tala sínu máli...mín orðin svo tæknileg sjáiði til Cool )

Á mánudeginum var lagt upp í svaðilför, mín gerðist sérleg aðstoðarkona við hjólakaup gegn loforði um aðstoð við heimflutninga á þessum líka forláta garðstólum hehehe.

Hjólakaupinn gengu vonum framan og var keyptur grænn fákur undir gamla manninn sem vonandi mun duga eitthvað fram á elliheimilisárin. Svo urðum við að skjótast (í rigningunni!) að hirða eins og eitt stykki barn og svo var lagt upp í stólaleiðangur....stólaleiðangur!...stólaleiðangur?  Sama hvaða merki maður setur fyrir aftan þetta orð, það er bara rangt þegar maður veit að þessi leiðangur var farin á REIÐHJÓLUM! HAHAHA  LoL            

Ef þið kæru vinir og vandamenn hafið komið til DK þá vitið þið að danir víla ekkert fyrir sér í flutningum...að sjá menn með SJÓNVARP á hjólinu er ekkert tiltökumál...við ákváðum því að bregða okkur í danska búninginn og óneitanlega lenti mesti bauninn á gimpinu þar sem að á bakaleiðinni var sótt enn fleira smáfólk og þá var ég komin með patta aftaná og var svo með fulla körfu af dótaríi...  myndir segja meira en þúsund orð (flissflissfliss)

 

Gimsi danski

 

 

 

 

 

 Jújú...það er ALVEG hægt að flytja 4 stóla á einu hjóli Police

 

 

 

 

Þetta hafðist samt allt saman og var ákveðið að fara með liðið út að borða (undarlegt...þar sem það er bara til einn pottur í höllinni góðu og 4 plast diskar!)

Mongolian barbeque varð fyrir valinu og þvílíkt og annað eins!  Þetta var bara frábær staður (Einsi bara VERÐUR að fara þangað!)...krakkarnir voru til fyrirmyndar og sýndum við það og sönnuðum að það er víst hægt að fara með stóran barnahóp út að borða (þó að einn sé 2 ára) án þess að það sé vesen eða hávaðasamt.  Sætu dýr.

Allir voða eðlilegir

 

 

Allir voða eðlilegir að reyna að hjálpa pattanum að skoða ofan í ísborðið 

 

 

 

 

 

 

Það voru allir þreyttir þegar átu var lokið og drifum við okkur heim í háttinn...eftir einn ís...því það var jú skóli daginn eftir hjá smáfólkinu.

 

ÞRIÐJUDAGUR.

Planið var að taka þriðjudaginn með stæl...smáfólki komið á rétta staði og hinir fullorðnu drifu sig, pappírum hlaðnir, niður á bæjarskrifstofu..nú skyldi sko málunum reddað...en NEI.   Við vorum í fyrsta lagi komin niður í bæ...löööngu áður en skrifstofan opnaði....þá var bara að drepa tímann...spássera og skoða og njóta sólarinnar og góða veðursins...

skrifstofan opnaði svo loksins og við í það bara....en það voru en og önnur en og svo fleiri en, svo við gengum þaðan út på tirsdag formidag.....og fik os en øl.  (dönskukennsla dagsins)

Svo var einhvernveginn alveg fullt sem hægt var að gera...en þreytan, sem áður, getur yfirbugað mann á verstu stundum...svo ég eiginlega bara stimplaði mig út frá 13-16.  

Eftir lúrinn góða var maður auðvitað sprækur svo að liðið var allt saman drifið á McDonalds vin okkar og svo var bara hægt að skoða og skoða og skoða í stærstu búð í heimi....stóru dýrin nutu sín í botn í leikfangadeildinni og litla dýrið elti ýmist mig eða gimpó að næsta sjónvarpi hahaha.

Komið var við í Netto á heimleiðnni...rétt fyrir 8 um kvöld..og horfði ég á börnin leika úti...í kvöldsólinni í blíðskaparveðri.....ahhh ég eeeelska blíðskaparveður.   Baldri var þó skömmu síðar öllum lokið (fyrri helmingnum af honum lauk töluvert fyrr um daginn)  og brunuðum við þá heimleiðis.

 

 bræðraást

 

 

 

 

                                                                 Góða nótt kúr á alla....


Næsta síða »

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband