Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Another day in sunny Denmark!

Ætlar þessari blíðu ekkert að linna?  Nei það er eins gott að ögra ekki veðurguðunum með svona tali, rignignu spáð næstu daga og ég er búin að vera að reyna að virkja sérsamninginn minn við æðri máttarvöld til þess að koma í veg fyrir að spár rætist Halo

Dagurinn var tekin með trompi (eftir keppnismorgunkúr) og liðinu bara skverað á ströndina.

 Bjútífeis á leiðinni á ströndina.

Einn reddí á ströndina Cool

 

 

 

 

Tókum smá rölt í bakarí og á leikvöll sem er á ströndinni, stoppuðum að sjálfsögðu til þess að borða góðgætið úr bakaríinu og röltum svo meðfram ströndinni til að svæfa litla dýrið...hann datt um hádegið og þá var komin tími á sull W00t

 

                                                Gísli, Eiríkur og Helgi mættir til leiksInLoveGísli, Eiríkur og Helgi.

 

 

                                       

 

 

 

 

 

 

Við vorum séðari en í gær og tókum sundskýlur með okkur til þess að þurfa ekki að vera nærbuxnalaus á leiðinni heim! Aumingja Lína hafði ekki fattað það svo að hún varð að fórna brókunum í sjóinn LoL 

Litlu ormar Skeggrætt um marglyttubjörgun...sætu rassar Grin

Það gerist varla betra en að vera búin að bleyta tásur í svölum sjónum, sitja svo bara í sumarfötunum (þessum sem eru bara geymd inni í skáp á Íslandi) og slaka á meðan stóru börnin sulla í grunnu, tæru vatninu og litla barnið sefur sem fastast í kerunni. Við vorum að sjálfsögðu trufluð af og til með upphrópunum á borð við  "MAMMA ég fann skelfisk!" þá var búið að brjóta þúsund og eina bláskel þar það fannst loksins ein með gumsi innan í..."má ég borða hann?" hehehe Benni ævintýraétari.

Þegar klukkan var orðin jeij mikið (hverjum er ekki sama hvað klukkan er á svona dögum) sáum við að það færðist yfir okkur drungalegur skýja bakki, eða "draugaský". Krakkaskarinn var drifinn uppúr svo hægt væri að nýta sólina til þurkunar áður en hún hyrfi bakvið draugaskýið og allir klæddir í þurr föt. 

Við röltum svo af stað að Tarzan trénu góða þar sem krakkarnir spreyttu sig í klifurkúnstum...ég tók víst myndir....ég lofa Halo  kann bara ekki alveg að setja þær hérna inn ennþá Whistling

 Benni klifurmús

Þaðan var rölt að ísbátnum, já bátnum...ekki bílnum og keyptur ís á línuna...það hefur reynst heillvænlegra að standa í ískaupum þegar feiti pattinn er sofandi...þá þarf ekki að gera stórhreingerningu á kerrunni og honum sjálfum eftirá Tounge

 

 

Við röltum ofan af bryggjunni og upp í gegnum gamla bæinn hér í sonderborg. Hann er rosalega skemmtilegur, með mörgum litlum, agalega dönskum húsum og hér eru í alvörunni brattar brekkur!  Í Danmörku!  Gasp

við paufuðumst upp þessar brekkur með kerruna góðu, spáðum í húsum og götum frá liðnum öldum og duttum allt í einu niður á leynileikvöll! Vel falin lítill leikvöllur á milli lítilla húsa, við litla götu. Þar var auðvitað alveg nauðsynlegt að stoppa þar sem að einhverra hluta vegna virtust börnin ekki hafa jafn gaman að því að spá í húsum og götum og fullorðna fólki.....uuundarlegt Shocking

Þetta varð heillangt stopp á þessum blessaða leikvelli, þar var allt til alls og litla dýrið vaknað, svo að engum lá neitt á að drífa sig af stað. Skýjin dimmu voru horfin svo að tækifærið til að flatmaga í sólinni var að sjálfsögðu gripið.  

Hann Baldur er frekar spes týpa...hann er fallegur og góður, sposkur og fyndinn, krúttulegur og frekur og alveg einstaklega forvitin, alveg eins og tveggja ára menn eiga að vera. Hann hefur þurft að skoða ýmislegt í þessari veröld meira en annað fram að þessu og eitt af þessum hlutum eru líkamshár....eða vöntun á þeim ef svo ber undir.  Hann hefur tildæmis eytt miklum tíma í að greiða bróður sínum...og rífa í hárið á honum, eftir að Eyþór varð svona lubbalegur um hausinn (hann er að safna til að geta spilað á gítar og orðið rokkari...það er ekkert fyndið neitt...hehehe..neineiWhistling)

En það varð Baldri og hans óþrjótandi forvitni til happs, að í dag ákvað gimpið að feta í fótspor danskra kynbræðra sinna og fara úr að ofan í steikjandi sólinni...víst var mömmustubbur nývaknaður og sat myglaður í fanginu á mér þarna í grasinu (sem kannski varð lífrænu lopapeysunni hans Gimsa til happs hehe) en svipurinn á feita sköllótta gæjanum þar sem hann glápti opinmynntur á stóra loðan gæjann var eins og hann hefði aldrei augum litið annað eins ferlíki HAHAHALoL Svo sneri hann sér í mömmukot og muldraði myglað "ojj"  

Þetta minnti mig óneitanlega á aðrar tilraunir Baldurs í sambandi við líkamshár hahaha  litla könnuðarkrútt.

 

Litli og stóri...könnuðurinn og viðfangsefnið Æi hann var svo sætur á bleyjunni...að labba í útlandinu....litli heimshornamaður InLove   

 

En nóg af fermetranum...þegar stóru börnin voru farin að rífast um ekki neitt og fullorðna fólkið nógu sólbakað til að endast út vikuna var farið á stúfana til þess að leita að góðum étingi... og kínverskt varð það í þetta skiptið...skrítið hvað allir veitingastaðir í DK virðast vera útlenskir...þeir eru ítalskir, mongólskir, kínverskir, tailenskir...en aldrei aldrei skal maður finna danskan veitingastað...nema nottla Jensen´s Bøfhus...smá pæling Woundering

Baldur hélt öllum við efnið í þetta skiptið, og var oftar en einusinni boðið að sitja bara í kerrunni frekar en við borðið hjá okkur hinum. Stóru börnin voru að mestu stillt...sem er ótrúlegt þannig séð miðað við hitann og þreytuna, sykurinn og spenninginn sem í þeim var hehehe.

Að kvöldverði loknum var ennþá hlýtt og bjart úti, enda klukkan ekki nema rétt rúmlega 6 (mar er að skríða í eldri borgarann...borða á skikkanlegum tíma Tounge) og fórum við því bara í spássitúr...fundum stórann almenningsgarð inni í miðjum bænum og svo leikvöllinn góða hjá Lofti íslendingafélagsins.  Þar sprikluðu krakkagemsarnir þangað til að bensínið var svo til búið og var svo rölt heim á leið...með viðkomu hjá kaupmanninum á horninu.

 

Það voru rjóð, sælleg og þreytt börn, og kúguppgefnir forleldrar sem yfirgáfu litlu búðina á horninu, þegar klukkan var langt gengin í rosa mikið...þrátt fyrir frábæra helgi, er ég eiginlega bara ánægð með að það sé skóladagur hjá börnunum á morgun og að maður verði að sinna hinu dags daglega útstáelsi, en ekki standa í strandferðum með fjörugan barnahóp Whistling

 


AHHH sunny Denmark!

Já dagurinn sko...Cool

Hér var vaknað fyrir allar aldir og kúrt fram til klukkan 10! Svo drifum við okkur á fætur og fórum á Ringriderfestival...sem er nokkurs konar riddarahátíð, og að dönskum sið var auðvitað búið að gera úr þessu hina bestu skemmtun með smá loppemarkaði, leiktækjum fyrir börn og svo auðvitað bjór og öðru góðgæti eins og hver maður gat í sig látið. Við skemmtum okkur konunglega þarna í steikjandi sólinni fram yfir hádegi og alveg þangað til Gimpsið hringdi í okkur og sagði okkur að hundskast niður í íslendingahús...það væri að byrja landsleikur milli dana og íslendinga...Ninja

Við vorum trufluninni fegin, kláruðum aðeins í hoppukastalanum en náðum svo í hjólin okkkar og nutum hlýrrar golunar á leiðinni niðureftir.  Þetta var okkar fyrsta heimsókn í þetta hús og erum við svo heppin að þetta er leikskóli á daginn, svo að garðurinn fyrir framan er kyrfilega lokaður og það eru skemmtileg leiktæki í honum líka.  Krakkagerið gat því skemmt sér konunglega niðri í garði á meðan að fullorðna fólkið, Baldur og Saga, lítil dama á Baldurs aldri, sýndu sínum mönnum stuðning í verki með því að þræla ofan í sig eins og einum köldum og arga á sjónvarpið...ég verð nú að játa að ég var alveg ÖLL spennt þarna síðustu sekúnturnar.. .en þegar menn og konur voru búin að ná sér niður eftir taugastrekkinginn var tekið létt spjall svona í eftirrétt.

Þarna var nokkuð um mannin og marga hafði maður séð áður, annað hvort í barnaskólanum eða í leikskólanum en svo voru þarna líka mörg ný andlit. Alltaf spennandi að koma í nýjann hóp af fólki Wizard

 

Þetta entist fram undir kvöldmat svona þegar maður inklúderar gott stopp á leikvellinum með Baldri að leik loknum og ákváðum við litla famlían að fá okkur að borða í bænum...en fara svo strandleiðina heim...borðtúrin gekk ekki sem best svo við bara hummumm hann Whistling  En strandtúrinn var frábær!

Við hjóluðum i gegnum gamla bæinn sem leið lá niður að sjó...og fórum af hjólunum þegar niður á smábátahöfn var komið og röltum bara og spjölluðum. Það var ennþá funheitt þó að klukkan væri orðin 7 og ekki ský á himni.

Við röltum að slottinu og fundum ALVÖRU TARZAN TRÉ...þar voru teknar nokkrar myndir af klifurköttunum sem að munu koma hér inná um leið og kvendið fær nörd til að segja sér hvernig á að gera það...Halo

Ohh  dönsk tré eru bara æði.

 

 

 

 Hér má sjá piltana í Tarzantrénu...það var rosa stórt og má sjá fleiri myndir af þeim bræðrum öllum saman að klifra í albúminu Skæruliðarnir Cool

 

 

 

 

 

Eftir heiiiiillangt stopp í þessu blessaða tré löbbuðum við sem leið lá á ströndina og ætluðum bara smá að bleyta á okkur tærnar....bara pínu....hehe, þegar liðsaukinn barst leit út eins og liðið hefði bara ætlað að stinga sér í sjóinn...strákarnir á brókinni, Baldur á bleyjunni og mamman búin að bretta hátt upp á allar ermar og skálmar. Lína var ekki lengi að vippa sér úr og slást í hópinn, strákarnir voru nefninlega að "bjarga" marglyttum...hehe..sem þýðir að finna þær..taka þær upp og henda þeim lengra út í sjó...rosa sport.  Þetta fannst dömunni ekki beysið og kom frumkonan fljótt í ljós Grin 

Unnið að marglyttubjörgun

Ég var eitthvað að benda börnunum á að fara varlega með dýrin, passa að drepa þau ekki og að það væri ekki fallegt að reyna að hitta þau með smásteinum....en um leið og ég heyrði mig segja þetta...rifjaðist upp fyrir mér smá atvik (og stevie....vertu með!)  tveir krakkar....á einkaströnd heilsuhælis í Úkraínu...að einmitt fiska hlussumarglyttur uppúr sjónum OG KASTA ÞEIM Í FÓLKIÐ SEM VAR Í SÓLBAÐI!!   Ég ákvað að fara ekkert frekar útí þessa sálma... Whistling

 

 

 

 

 

 

Eftir heillangann tíma..Baldur búin að stingast einusinni á bólakaf og liðið orðið vel saltað var hópurinn drifin uppúr og í þurr föt, og svo var bara röltfært í kvöldblíðunni....svona kvöldblíða fær mann til þess að hugsa.....HVURN FJANDANN VAR ÉG AÐ FLYTJA TIL íSLANDS!!! 

 

Sønderborg er ofsalega sjarmerandi lítill bær og ég er alveg viss um að við eigum eftir að gera okkur heimakomin á þessari strönd sem og í öllum bænum.  Á leiðinni heim löbbuðum við frammá eitthvað sem danir kalla beach party...

Danskt beach party: strandblak aðstaða...tónlist....bæði live og úr beat boxi....fólk allt frá nokkura mánaða til þeirra sem eru komnir með annan fótinn í gröfina, pyslur sem líta út eins og....tja...langar ekki að segja það...en .....alveg fullorðins KÚKUR.....og bjór......og gos fyrir krakkana...og ís.  Danir eru nefninlega svo skemmtilegir að þeir gera ráð fyrir börnum á svona skemmtunum. 

Við komum heim hress og kát eftir frábæran dag og ákváðum bara að setja fermetrann í rúmið..enda klukkan orðin 9..og spila og drekka rautt danskt gos sem strákarnir hafa saknað...og borða nammi....óverdósa smá á litar og bragðefnum fyrir svefninn og rústa gömlu í domino....er hægt að ímynda sér betri daga en akkúrat svona?

image059.jpg Þetta er semsagt afbökuð mynd af stærsta Domino í heimi...í boði Eyþórs

 

Ég sagði góða nótt við þreytt og sælt smáfólk með sand í hárinu (hinir fullorðnu fengu líka að njóta sandregns í boði Baldurs nokkurs Prause....atvinnu skemmtanastjóra)  og stjörnur í augunum yfir því sem við gætum nú gert á morgun...vá hvað maður er undarlega ástfanginn af börnunum sínum á alveg einstakan hátt InLove  (smá múss...Anný...bara smá...bara fyrir þig.......og Elínu...mússmússKissing)

 


Þvílíkur göngudagur...!

Aldrei dettur manni í hug að gera svona á íslandi...að fara með 4 stykki krakkagrísi í búðir eins og rúmfatalagerinn....eða risa magasín eins og Bilka...þetta dettur manni samt alltaf að gera í útlöndum...bíllaus!

Alveg frábær hugdetta, ÁÐUR en maður hrindir henni í framkvæmd...ég var bara að lalla mér niðrí í bæ aaaalein og að fíla mig í tætlur í góða veðrinu. Guðirnir og lukkan hafa verið mér hliðholl með húðgerð svo ég fann mig alveg dökkna bara á núll einni þarna í sólarbakstrinum á göngugötunni í hinni fögru Sønderborg.

Ég settist alein og fékk mér hádegismat eftir ráðhús, banka og kollegískrifstofuútréttingar og naut eigin félagsskapar alveg í botn, stöku símtal en annars alveg truflunarlaus að lesa dönsku stelpublöðin mín og vestur jóska dagblaðið og njóta þess að vera til...þá flaug í kollinn á mér sú fluga að gaman væri að sækja börnin snemma þennan daginn og fara og skoða hinn endan á borginni....þar sem ég vissi að áður greindar búðir væru staðsettar...athuga með garðhúsgögnin í stofuna og svona Cool

Þar sem hinir íslendingarnir í borginni voru bara að dingla sér ákváðu þau að slást í för með okkur svo úr varð ein heljarinnar hópferð...ágætt svosem að hafa fólk í að bera góssið sem átti að versla Devil

Þetta var langur gangur......með þrennt smáfólk um tvö hjól og svo feitabollu í kerru var mikið fjör. Leiðangurinn sem hófst uppúr 2 endaði ekki fyrr en rétt fyrir 9 fyrir okkur sem hrundum hér innúr dyrunum, mismunandi mikið klístruð (held að Baldur hafi samt unnið þá keppni) og öll alveg ofboðslega þreytt. Mamman alveg á möntrunni við að græja litla þreytta kút í háttinn þar sem hann var aaalveg búin á því....og þagði ekki yfir því Whistling

fullorðna fólkið er þrátt fyrir þetta nógu vitlaust til þess að vera jafnvel að spá í að endurtaka leikinn á morgun og fara út með allt liðið !   Er maður í lagi ?  Þetta var svo agalega gaman...hehehe. Að vísu var þetta voða gaman, svona oftast, börnin að mestu stillt og góð og fullorðna fólkið líka....en þegar leggir eru gengnir upp að hnjám að degi loknum er manni bara öllum lokið.

 

Annars er þetta allt að verða svolítið alvöru hjá okkur, íbúðin endanlega fest og verðum við öll Keilisliðið áfram nágrannar, sem er bara keppnis.....þar er að segja ef að Sverrir fær líka á sama stað og við hin erum búin að fá Police  Annars verður hann bara permanent sófagestur hehehe. 

Mín alveg hálfnuð með fyrstu skólabókina, sem er um danska economiu...ekki mest spennandi...en samt...meira en ég hefði þorað að trúa hehehe...svo er komin hiti í mína að athuga með fólkið mitt í rassi.......Ella hin frækna megamom er búin að baka nýjan dreng sem ég hef ekki séð og finnst mér vera komin tími á að setjast niður með öl með þeim Tarmssystrum, Rúnsanum og garðyrkjumanninum góðlega.

 

En....ég í slökun, fótabað og tásunudd...sæníng át from sönderborg.


Should I stay or should I go...

VÁ hvað allir eru eitthvað fullorðnir í dag...menn bara mæta á sína staði með sóma og kveðja mömmu sína með stæl, allt frá 2 ára guttum uppí 7 ára töffara.  Dísúss minn hvað maður er gamall eitthvað að eiga svona fullorðin börn!

Sökum vöntunar á orku í gær bíður mín endalaus list af verkefnum í dag, sem óneitanlega er betra að klást við drengjalaus...en mig langar samt inní ból að kúra.....rooosa erfitt lúxus vandamál á þessum bæ hehehe.

 

Annars gengur lífið vel þennan morguninn sem aðra, menn vöknuðu kátir áður en að guð var ungur og þá var ekki aftur snúið.

Over end át for ná from denmark


Hvíldardagurinn mikli.

Planið var að fara á pósthúsið og senda pappíra til LÍN, fara í bankann og borga tryggiaféð fyrri íbúðina, kaupa mér garðhúsgögn til þess að hafa í stofunni (then I only need a chick and a duck, hehehe) og kaupa mat til heimilisins......EN

Við vöknuðum ég fóðraði, klæddi og kom liðinu á hjólin, skilaði öllum á sína staði...og fór svo bara heim að sofa....og svaf til 3!

Talandi um að vera útkeyrður! Kl. 3 vippaði ég mér í sturtu og út að sækja lýðinn og kaupa helstu nauðsynjar eins og kornflex og svona hjá dýra kaupmanninum á horninu.

Við komum heim og fórum út með kex og kókómjólk í góða veðrið og mamman tók aðeins til í höllinni. svo var okkur boðin pizza í kvöldmatinn svo að kvöldmatarpælingar fá að bíða morguns.

 

Dugnaðurinn verður tekin sem aldrei fyrr á  morgun hehehe, ég var hvort sem er  nógu dugleg í gær til að láta endast í tvo daga Whistling


SKÓLABÆKUR!!!

Eigum við að eyða tíma í það að ræða tilhlökkunina í kvensunni...bókalistinn og stundaskráinn komu í gær...ég fór uppí skóla í dag að kaupa bækurnar og voru þá einungis tvær þeirra komnar í hús. Þær kostuðu þó handlegg, fótlegg og hálft nýra en gæjinn sem afgreiðir í skólabúðinni er svo sætur að það var allt í lagi Cool

 

Ég eyddi svo töluverðum tíma í það uppi í Alsion, (risastóra skólahúsið mitt) að fá mína menn skráða í sín nám!  Það kom nefninlega í ljós þegar ég ætlaði að fá pappíra fyrir gimpið að hvorki hann, Ómar með hattinn, né athyglisbresturinn voru skráðir í sínar deildir Gasp Þessu ollu mistök á skrifstofunni (eða mistök snillingana að finna ekki rétta bréfið) og höfðu þeir kumpánar ekki fengið aðgangsorð sent (eða fundu það ekki) til þess að geta staðfest það að þeir tækju því plássi sem þeim var boðið í skólanum.

Kvendið í málið...með sinni alkunnu snilli, áveðni á kantinum með sykursæta brosið í framlínu og létta daðrið mannandi vörnina, flakkaði ég á milli skrifstofa og talaði við hinn og þennan  Police

Þessar skrifstofu heimsóknir spönnuðu fjórar hæðir og margt fólk í ýmsum stöðum skipulagssviðs, inntökusviðs, námsráðgjafarsviðs og alþjóðasamskiptasviðs.

En eftir að hafa blikkað fólk á réttum stöðum, gefið upplýsingar um mína menn hist og her og spjallað við menn og konur um heima og geima...lallaði einn lítill danskur Mads að tölvunni sinni...OG staðfesti komu víkinganna þriggja.

 

STRÁKAR...YOU OWE ME! 

 

En litli lúðinn ég er að sjá frammá hygge með mína nýju skólabækur í kveld Wizard


Hroki og hleypidómar...eða heilbrigð skynsemi...?

Þegar stórt er spurt...er oftast alveg pirrandi hvað það er fátt um svör GetLost

Stundum spyr maður sig "er ég að sýna hroka, eða er ég að sýna heilbrigða skynsemi" ætli það sé ekki gamla góða meðvirknin að láta á sér kræla þegar maður efast svona um eigið ágæti....annars ætti maður auðvitað alltaf að vera viss um hvað maður er frábær hehehe Cool

En Benni fór á sína skólasetningu í dag...hann stóð sig eins og hetja og er núna í 0.B. Að skóladegi loknum fóru þeir bræður í S.F.O. ogvoru þeir sóttir um 4 leytið af heilum her manns...Gimsi og Lína ákváðu nefninlega að slást í för með okkur og kíkja á skólann okkar.

 

Eðlilegur skóladrengur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona var Benni hress á ganginum í skólanum Police

 

Baldur stóð sig eins og hetja fyrsta daginn sinn einn í leikskólanum...hann var nú ekkert alveg á því að sleppa múttunni.....en þegar hún var farin þá bara var minn maður til fyrirmyndar frá a-ö.

Verkefnin sem liggja fyrir á morgun eru eftirfarandi: vakna hahaha....skila lýðnum á rétta staði...fara í skólann minn og kaupa bækur og fá skólavistarstaðfestingu fyrir lín, kaupa feitubollustígvél, hjálm á mömmuna og lás á hjólið hennar, fylla á madpakkamatsbyrgðirnar og reyna að njóta dagsins inni á milli Wizard

 


Dauður tími?

Getur það verið...að ég sé að upplifa dauðann tíma?

Nei ekki alveg, víst er ég búin að fylgja Eyþóri í skólann og Benedikt í S.F.O. og fara með Baldur í leikskólann en þegar ég fór frá leikskólanum var klukkustund að skólasetningu hjá Benna. ég dreif mig heim...barnlaus í fyrsta skiptið í manna minnum hehehe.

Fór beint á netið til þess að finna símanúmer hjá Statsforvaltningen....uppá meðlög að gera og er búin að hringja í þá og senda tölvupóst svo fór ég að finna heimilisföng þeirra staða sem ég þarf að heimsækja í dag, redda pappírum fyrir LÍN og svona. Helst langar mig þó að leggja mig bara og sofa fram að hádegi því nætursvefn okkar mæðginanna var illa truflaður í nótt....eða semsagt bara minn, þessir krakkar sofa í gegnum allann andskotann!

Fyrst var lambakjötið hérna í íbúðinni við hliðina á með hnakkatónlist í botni og fótbolta í garðinum langt fram á nótt, svo þegar ég var rétt nýsofnuð eftir að því gilli lauk, hrundi Sigurgrímur nokkur Jónsson hér innúr dyrunum ásamt fögru föruneyti og vegna þess að þessi höll hans Sverris er auðvitað HUGES (merkið kaldhæðnina) var ekkert mál að koma þeim fyrir líka....um miðja nótt, hehehe.

En nú er um að gera að koma sér uppí sønderskovskolen aftur, og í þetta skiptið tárast yfir fullorðna miðbarninu mínu sem er að byrja í skóla...nógu meir var ég í gær yfir Eyþóri og hefur hann þó verið í skóla í heilt ár!


OOOOooog...slaka.

Þessi setning, runnin undan rifjum Helgu hinar fræknu móðursystur minnar, vitjaði mín áðan þegar ég kíkti inn í herbergi, á strákagerið mitt, liggjandi á dýnum, nýbaðaðir (einn tvíbaðaður vegna kæfuævintýris), steinsofandi með rjóðar kinnar kúrandi sig í sængur, kodda og bangsa, með englaásjónurnar blasandi við mér...

"á svona stundum hellist móðurástin yfir mann"

Tárin alveg hóta að brjótast fram og maður verður allur meir og sér eftir að hafa nokkurn tíman hastað á litlu englabossana sína og getur ekki hugsað sér lífið án þeirra...þarf jafnvel að hemja sig til þess að kyssa bara létt á litlu mjúku vangana í stað þess að taka þessi hlýju grey og knúsa þau almennilega.

Hversu fljótt raunveruleikin getur ekki horfið manni úr móðurminninu...gleymum því að fyrir hálfri stundu stóð mamman kófsveitt, nýbúin að brjótast í fællesþvottahúsið með fullan IKEA poka af þvotti...og Baldur hehe, baða gerið og er smyrjandi 3 nestisbox (dönsk...með tilheyrandi gænmetis og ávaxtaniðurskurði og smørebrodsgerð), með stóru gaurana sitjandi á gólfinu  við vegginn (það eru engin húsgögn), gjammandi, raulandi, smellandi tungum, pikkandi og stríðandi hvorum öðrum  borðandi rúgbrauð með kæfu sem kvendið smyr á kantinum meðfram madpökkunum og með litla dýrið hangandi í buxnaskálminni, nuddandi mörðu kæfurúgbrauði útum allt með ákveðnisyfirlýsingar vegna hömlunar á kæfuáti beint upp úr dollunni.....andandi inn...og út....raulandi lítið lag í kollinum....og farandi með möntruna  "hún er bara korter í átta...hún er bara korter í átta....hún er bara korter í átta..."

 

Lífið er ljúft  InLove

 

 


Fyrsta skóladeginum lokið.

Það ríkti mikil spenna í morgun í Sonderskovskólanum...allt fullt af börnum og foreldrum sem voru að reyna að finna sína réttu staði.

Eyþór er í bekk sem heitir 1.A og er soldið svekktur yfir því að fara AFTUR í fyrsta bekk...hann er jú búin með hann...en danir eru svo spes að þeir byrja á børnehaveklasse...og svo kemur fyrsti bekkur Woundering

Frumburðurinn stóð sig eins og hetja...hegðaði sér eins og engill og skemmti sér mjög vel. Benni fær svo eins prógram á morgun og fannst honum afar gott að fá að sjá hvernig þetta fór allt fram í dag "svo ég sé sko tilbúin fyrir á morgun" Cool

Ég fór svo og skildi þá eftir í S.F.O. og tóku þeir bræður af mér það loforð að leyfa þeim að vera lengur en þeir voru á föstudaginn! 

Við Baldur héldum þaðan á leikskólann...þar mætti minn maður á réttum tíma í hádegismatinn og sat hann og borðaði eins og lítill herramaður, uppúr gula Friðþjófs-nestisboxinu, minnstur á deildinni...og auðvitað sætastur InLove. Við stoppuðum í klukkutíma og ákváðum að hann verði skilin eftir á morgun og borði, og leggi sig svo með krökkunum...þá er mamman líka loksins komin með síma svo það er hægt að ná í hana ef gæjinn verður alveg tjúll.

Við Baldur fórum í símaleiðangur að leikskólaheimsókninni lokinni...það var ævintýralegur leiðangur, sem tók okkur um 2 tíma, lengst út í sveit og ég verð bara of þreytt af því að hugsa um hann til þess að geta skrifað um það...loka niðurstaðan var allavega sú að nú á ég síma....með dönsku númeri Wink

Þegar við komum aftur inn í bæinn drifum við okkur í ráðhúsið enn einusinni, og fengum að vita að við þurfum auðvitað að hafa samband við Kaupmannahafnarkommúnu til að fá sendan gamla góða meðlagsúrskurðinn okkar...danir og pappírsvinna sko....KOMMON!  og þaðan var haldið í Netto til stórinnkaupa.

Það er spes að vera á hjóli...með orm attaná....og fulla körfu af öllu "þunga" dótinu og svo poka sitthvoru megin á stýrinu...OG reyna að halda jafnvægi..hehehe...ekki bætti úr skák þegar fermetrinn sofnaði aftaná hjólinu því þá lagðist litli hjálmshausinn stundum til hægri og stundum til vinstri...og breyttist þungamiðja hjólsins við það í hvert skipti GetLost

Við komumst loksins heim....til þess að komast að því að við erum ALLT of snemma í því að vera komin heim. Það eru allt of margir klukkutímar eftir af deginum til þess að geta haldið kyrru fyrir í þessari höll með allt þetta smáfólk fram að háttatíma...svo við erum farin út að leika....um leið og feitabollan vaknar Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband