Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
25.2.2009 | 22:18
Jæja....löööööng færsla
Ég hef staðið á haus undanfarið við ýmsa gjörninga svo nú er loksins komin tími á almennilega skýrslu
Lífið heldur áfram.....fundur með talepædagog í næstu viku og háls, nef og eyrnalæknir líka. Nú á að komast að því hvað velur einkatungumálanotkun Baldurs, er það eitthvað sem hann þarf aðstoð með.....eða er hann bara svona fyndin týpa
Eyþór heldur áfram að standa sig eins og hetja í skólanum (eitthvað sem mamman mætti kannski taka til fyrirmyndar ) En það virðist sama hversu vel guttinn stendur sig ekki skal honum hleypt inní bekk eða til samfélags við önnur börn svo mamma frekja er búin að involvera skólayfirvöld kommúnunar í þetta mál því aðstæðurnar sem skólinn býr drengnum eru með öllu óviðunandi Við Eyþór pössum okkur samt að vera jákvæð og nota orkuna í að gera skemmtilega hluti eftir skóla og um helgar í stað þess að eyða henni í gagnslaust raus við nefndarsjúka dani (smá þreytt á þessu...heyrist það?)
Svo fór ég á foreldrafund með kennaranum hans Benna....sem góðlátlega benti mér á það að drengurinn stamar.....ég, þó ótrúlegt sé, veit það. Og ég sagði kennaranum að við værum vel kunnug stami, Eyþór stamaði í nærri 4 ár og ég stamaði líka á álagstímabilum sem barn svo ég og mín familía erum búin að lesa okkur til alveg út og suður um stam, hvað orsakar það og hvernig er best að taka á því.........eftir að ég lauk máli mínu sem tók um það bil mínútu eða tvær.....horfði kennarinn á mig eins og ég hefði bara verið að geispa...og hélt áfram að útskýra fyrir mér hvað stam er........
Ég hefði semsagt alveg eins getað sleppt því að vera á þessum fundi og sent 12 ára frænda minn í staðin, svo mikið hafi nærvera mín að segja .....svo að ég...mamman sem er búin að lesa um og díla við stam síðan Eyþór var tæplega tveggja ára....fór heim með þriggja síðna danskan bækling um stam og ljósritað blað um leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig ber að styða börn sem stama......og þar með tékkaði ég mig út....og kommúnuna inn Lítill tilgangur í því að ræða við fólk sem er búið að ákveða fyrirfram að það ætli að tala til manns, en ekki við mann.
Ég fékk mér til mikils léttist að heyra það hjá yfirmanni skólamála í kommúnunni að svona mál væru ekki einsdæmi í þessum skóla
Svo það er nóg að kljást við á barnaskólafrontinu, þrátt fyrir að börnin séu eins og englar bæði þar og heima
Litli Jón er ekki svo lítill lengur...ég er farin að finna hreyfingar enda byrja ég á 17. viku á morgun samkvæmt útreikningum. Benedikt er farin að tala við litla krílið....og Eyþór hefur stöðugar áhyggjur af næringu þess...."mamma, síast þetta frá" spyr hann stöðugt ef ég læt eitthvað ofaní mig sem ekki gæti talist til heilsufæðis...við erum nefninlega búin að ræða að það er fylgja hjá barninu sem síar í burtu öll eiturefni svo barnið fái bara góða næringu til að verða feitt og mjúkt Þetta er skemmtilegar pælingar hjá þeim bræðrum og ég hlakka rosalega til þegar spörkin fara að finnast utan á að geta leyft þeim að finna og pota
Baldur sýnir þessu lítinn áhuga nema hvað hann er farin að pota í bumbuna á mér og reka svo upp hrossahlátur
Ég er merkilega hress miðað við aldur og fyrri...og núverandi störf. Þessi blanda af barni hentar mér greinilega ágætlega hehe ég finn þó að sjálfsögðu fyrir hinum og þessum meðgöngukvillum en engu sem er svo slæmt að það þurfi að skæla eitthvað mikið yfir því... í einu allavega
Hérna neðst fylgir svo mynd af litla Jóni (sem Dóran segir að sé stelpa) frá því fyrir tæpum mánuði...með ólíkindum hvað þetta gerist hratt
Þetta er ljósmynd tekin af sónarmynd svo gæðin eru keyra ekkert um þverbak, En þarna er vel hægt að koma auga á litla manneskju Sem lét öllum illum látum fyrir okkur Siggu í sónarnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2009 | 21:26
Örugg netnotkun...
Ég átti spjall við Ellu eðalfrænku mína í Tarmi útfrá blogginu hennar. Þá kom upp að mágkona hennar hafði nýverið verið á fyrirlestri um örugga netnotkun og lét hún vel af.
Komið var inná blogg og örugga bloggnotkun líka og kom þar upp punktur að mér skilst...(ekki nema í gegnum 3 aðila ) friðhelgi einkalífsins....og þá ekki míns einkalífs, heldur barna minna
Þó svo að ég sé opin og ófeimin og sjái ekkert að því að deila hugrenningum mínum með vinum og vandamönnum, og hinum forvitnu sem falla ekki í þann hóp Þá getur verið að mér sem foreldri beri að verja og tryggja einkalíf sona minna. Ég skrifa um ýmislegt sem á daga okkar drífur og birti af þeim myndir en hef gleymt að hugsa um það að Eyþór er að verða 8 ára, vinir hans kunna að lesa og nota internetið alveg eins og hann...ókunnugir ættu ekki að geta sett sig inní dagleg málefni barnanna minna áður en þau hafa aldur til þess að ákvarða fyrir sjálf sig hversu miklu af sínu einkalífi þau vilja deila með umheiminum...
Svo ég ætla að prófa þetta....ef að notendatalan hrynur niður þá er nokkuð ljóst að aðilar sem ef til vill ættu bara að vera að lesa um eitthvað annað fólk hafa verið að villast inn á mitt blogg og þá er þetta að virka sem skyldi...en við sjáum til Þið sem eruð komin með lykilorðið getið óhrædd látið það ganga til "okkar" fólks, enda ekki um nein ríkisleyndarmál að ræða á þessari síðu. Bara ókunnra og óviðkomandi síu
Ég hef aldrei áður séð ástæðu fyrir því að læsa blogginu mínu...en þetta fannst mér góður punktur sem ég hafði algerlega gleymt að íhuga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2009 | 23:33
Öskudagur í Danmörku
Og börnin syngja:
Fastelavn, er mit navn
boller vil jeg have
hvis jeg ingen boller får
så laver jeg ballade
Boller op boller ned
boller i min mave
hvis jeg ingen boller får
så laver jeg ballade
Litlu dönsku krútt
Við fórum líka á öskudagsball hjá íslendingafélagin hér í Sonderborg og ég tók myndavélina með...sem ég þarf augljóslega að læra betur á.. þar sem flestar myndirnar voru ekki í fókus
En hérna eru nokkrar af þeim sem fyrir einhverja glópalukku voru í fókus Þetta var rosa stuð og grísirnir eru búnir að raða í sig sælgæti sem endist alveg frammá sumar
Það semsagt náðist ekki góð mynd af Eyþóri á mína vél....en kannski áskotnast mér eitthvað af honum....ég hef að minnsta kosti augastað á mynd sem Palli náði af Baldri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2009 | 00:03
Litli listamaður
Baldur er allur í litabókunum núna....hryllilega sætur Það rr sem sagt annað hvort gömul skriftarbók sem verður fyrir valinu hjá litla manninum eða spiderman litabó
Við erum annars bara búin að vera að lifa lífinu...aðalega að undirbúa okkur undir Fastelavn, sem er hin danski öskudagur. Það hlakkar alla voða mikið til og það koma pottþétt myndir inn af því eftir helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 17:47
Hahaha svona er þetta á hlaðinu hjá manni...
Þjóðverjar eru kostulegir....og danir líka Það er eins gott að maður passi sig næst þegar maður rúllar niður á grensu!! Þessi frétt minnti mig aðeins á kynni okkar vinkvennanna af þýsku lögreglunni í Flensborg þegar við vorum ungar og....alveg örugglega svolítið saklausar
Hélt hann væri í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2009 | 17:27
Nýjar myndir :O)
Loksins er komin myndavél á heimilið !
Við vorum eins og beljur að vori þegar við komumst loksins út eftir endalaust langan veikindakafla...Mamman aðeins þreytt eftir tjúttið á þorrablótinu í gær....sem Baldur hjálpaði henni að taka sig til fyrir eins og sjá má á einni myndinni hér að neðan ...svo að fríska loftið var alveg frábært
Ég hendi svo einhvejru meiru inní ormaalbúmið hérna í myndaalbúmunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2009 | 15:50
Hamingja? Eða hamingja!
Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér, alveg í rúmt ár. Hvað er hamingja, og hvernig nær maður henni. Hvernig gerir maður sjálfan sig raunverulega hamingjusaman ekki "þetta lagast þegar fer að vora....þetta verður betra þegar hún eldist...þetta verður frábært í haust" ...ss ekki svona framtíðarhamingja, heldur nútíðarhamingja. Ástand þar sem maður getur virkilega hallað sér aftur, lokað augunum og fundið að maður er virkilega sáttur við lífið og tilveruna, afslappaður í sjálfum sér og finnst sér og sínum vel borgið.
Ekkert litlar pælingar þetta.
Vitur maður sagði eitt sinn að hamingjan kæmi inn um dyrnar sem við vitum ekki einusinni að við höfum opnað og ég verð að segja að nýverið hef ég orðið honum sammála. Ég opnaði nýlega dyr fyrir fjölskyldu mína og var ég nokkuð hrædd um að útum þær dyr myndu vella vesen, drami, óhamingja, sorg, reiði, biturð, öfund, vorkun og eiginlega allar þær tilfinningar nema þær sem svo létu á sér kræla þegar á hólminn var komið...þær tilfinningar og vitund sem fyllti mig og umhverfi mitt þess í stað var friður...endalaus friður og sátt, og það sem meira er, ég sé þetta í börnunum mínum. Friðinn, sáttina og öryggið í augunum og fasinu öllu
Hvernig má það vera? Er það hamingja? Að vera glaður með valið hlutskipti sitt í lífinu og njóta þess sem af því kemur? Er sjálfsvirðing ekki bara stór factor í hamingjujöfnunni? Annar vitur maður sagði eitt sinn "hamingja er ein tegund hugrekkis" Ætli það sé ekki bara svolítið rétt...að það að láta eftir sér að fylgja hjartanu og sjálfinu krefjist nægilegs hugrekkis til þess að viðurkenna fyrir sjálfum sér hvað það er sem maður virkilega vill...og nægilegs hugrekkis til þess að mæta ef til vill fordæmingu annarra fyrir að fylgja eigin sannfæringu...
Annar vitur maður lét hafa eftir sér eftirfarandi hugleiðingu um sjálfsvirðingu...og ég er ekki fjarri því að þarna sé eitthvað sannleikskorn...og að hamingjan haldist jafnframt í hendur við sanna sjálfsvirðingu.
"sjálfsvirðing fæst ekki gefins, og ekki er hægt að kaupa hana. Hún vaknar þegar við erum ein, á hljóðum stundum og stöðum þegar okkur verður allt í einu ljóst að við höfum vitað hvað var rétt og hegðað okkur samkvæmt því, vitað hvað var fallegt og gefið öðrum hlutdeild í því, vitað hvað var sannleikur og ekki reynt að dylja hann"
Ég get ekki getið heimilda á þessi gullkorn þar sem ég veit ekki hvaðan þau eru komin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.2.2009 | 00:13
Þarf maður að fara að endurskoða búsetuskilyrðin?
Orðið skattaparadís fær alveg glænýja merkingu.....Um er að ræða land þar sem sem tekjuskattur er með því hæsta sem þekkist í Evrópu...OG þar sem menn virðast búa að óþrjótandi hugmyndauppsprettu nýrra hluta og/eða athafna sem hægt er að skattleggja ríkinu til fjár.
Nýjasta hugmyndin er þessi....Skattur lagður á prump...PRUMP! Og þá er ekki verið að ræða eðalprump úr snobbrössum...neinei..beljuprump!
Ég verð að segja fyrir mína parta að ef þessi hugmynd nær fram að ganga mun ég eiga ööörlítið erfiðara með að halda andlitinu þegar ég segist hafa valið mér og mínum það til handa sjálfviljug að búa í þessari líka paradís...
Skattur á viðrekstur kúa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2009 | 19:26
Fjölskyldan :O)
Spekúlasjónirnar hjá þessu smáfólki eru frábærar
Við eyddum jólafríinu mikið í að ræða um fjölskylduna okkar. Mamman og strákarnir...kjarnfjölskyldan. Þetta var gert vegna þess að ég var að prófa nýja leið til þess að hvetja Eyþór til þess að vera samvinnuþýður í skólanum..
Þá var farið útí umræður um að fjölskylda er eins og lið...allir verða að gera sitt hlutverk og hjálpast að svo að liðið virki og til þess að liðið eigi líka afgangs orku til þess að njóta lífsins Þetta fannst peyjanum mínum afar rökrétt og eftir að hlutverk allra fjölskyldumeðlima hafði verið skilgreint til hlítar fannst mínum þetta ekkert mál og hefur hann staðið sig eins og hetja í skólanum það sem af er árinu....litla hetja
Taka tvö af þessum samræðum kom svo upp í sambandi við væntanlega fjölgun; Hvert verður hlutverk litla barnsins, hvert verður okkar hlutverk gagnvart litla barninu, fær Karólína líka hlutverk, hvað gera lítil börn, veit Baldur að hann er að verða stóri bróðir, erum við ekki mjög rík að eiga svona mikið fólk, má pabbi eiga barnið með okkur, hvar geymum við barnið á meðan þú ferð í skólann, hvernig er nýja húsið okkar, megum við velja hvort það kemur bróðir eða systir, fáum við annan bíl eða þarf einn alltaf að vera frammí....er barnið núna flækt í spagettíi?
Þessar...og ENDALAUST margar spekúlasjónir í viðbót hafa verið teknar fyrir og mér finnst alveg frábært að fá að upplifa þetta svona í gegnum börnin. Spá og spekúlera og finna fyrir því í gegnum strákana hvað litla fjölskyldan okkar (sem er kannski bara ekki svo lítil ) er þeim mikil þungamiðja í lífinu og hvað það er í rauninni mikill léttir í lífinu að eiga fjölskyldu sem fúnkerar vel og sem allir eru hamingjusamir og afslappaðir í
Annars hefur hér verið hið versta pestarbæli og leit það illa út með Benedikt á tímabili, þessu fer samt vonandi að ljúka þar sem ALLIR eru að verða nett geðveikir á ástandinu.....og mér finnst miður skemmtilegt að byrja nýja önn á því að vera eftirá.....jeij.
Svo ein veikindamynd...Benni á spítalanum í Sonderborg....náfölur og hressilegur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég átti samtal við góðvin minn fyrir réttu ári síðan. Eitthvað var verið að ræða óréttlæti í heiminum í vinahópnum og kom þá upp sem oftar staða kvenna og samkynhneigðra um víða veröld. Ég var á þeim tímapunkti nægilega blind á eigin aðstæður til þess að spyrja þennan vin minn sem er samkynhneigður hvernig tilfinning það væri að vita að hann væri réttdræpur í mörgum samfélögum heims.
Vinurinn horfði á mig og brosti....og sagði svo eitthvað á þessa leið..."tja..mér finnst það ekkert skrítið þannig, hugsa mjög lítið um það..hvernig finnst þér það?"
Það var eins og ský drægi frá sólu í kollinum á mér og það rann upp fyrir mér ljós ...ég er nemi...ég geng í skóla, skóla sem ég valdi sjálf í ofanálag, í mörgum þjóðfélögum heims er það dauðasök fyrir unga konu. En ég læt ekki þar við sitja, ég er líka fráskilin kona og lít ég samt sem áður á mig sem nýtan þjóðfélagsþegn, jafn réttháan og hina sem byggja upp þetta þjóðfélag með mér. En ég læt ekki þar við sitja heldur...heldur gerist ég svo djörf að velja að vera einstæð móðir og tel ég mig vera þokkalega í stakk búna til þess að koma börnunum mínum til manns.
Við lestur þessarar fréttar sem vísað er í hérna að neðan minntist ég þessa samtals okkar vinanna þarna um árið...og því skaut niður í kollinn á mér að við hérna á vesturhvelinu, mörg hver að minnsta kosti, búum til vandamál úr akkúrat engu ...ætli það sé vegna þess að okkur leiðist? Eða erum við bara svo upptekin af okkar eigin sjálfssköpuðu litlu vandamálum að við sjáum ekki skóginn fyrir trjánum?
Pant fara í skólann á morgun og muna að kunna að meta þá einföldu staðreynd að ég get farið út í fyrramálið, með syni mína og bumbuna út í loftið og farið í skólann ÁN þess að á mig sé ráðist eða gert lítið úr mér eða minni persónu...og þakka öllum góðum vættum fyrir að hafa unnið þann ótrúlega vinning í happadrætti örlaganna að hafa fæðst sem kona á norðurlöndunum...og það á Íslandi
Eruð þið á leiðinni í skólann, stúlkur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar