Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Fyrsta mæðraskoðun hin þriðja.....?

 

Jújú....þar sem það er ekkert gaman að fara alltaf eftir beinni línu fer ég stundum á ská eða jafnvel hlykkjótt LoL

Ég fór sem sagt í mína fyrstu mæðraskoðun  hjá þessu yndislega ljósmóðurteymi sem ég rambaði á fyrir mikla slembilukku. Eyþór Atli kom með mér, og gerðum við okkur skemmtilegan dag í kringum þetta allt saman, fengum okkur ís í hitanum og römbuðum á milli misundarlegra heilsubúða. Frumburðurinn fékk að koma og skoða spítalann og hlusta á hjartað í litla bróður sínum sem og mæla blóðþrýstinginn minn Grin  

 

Hann spurði svo mikils á fæðingardeildinni að ljósan okkar varð hreinlega að afla sér upplýsinga um sumt sem hún hafði ekki á reiðum höndum Tounge  .....svona strákormum detta hinir undarlegustu hlutir í hug eins og til dæmis.......hvar er mótorinn fyrir rúmið?....Hvað gerist ef þið missið litla bróður minn í gólfið, mamma yrði mjög reið?....Er hægt að skila börnum inn í mömmurnar aftur?....Ruglist þið einhverntíman á börnum?   Og MARGT þar fram eftir götunum......ljósan varð td að útskýra virkni glaðlofts í þaula...bæði hvernig það virkar á fólk og hvaðan það kemur, bara svona beint úr veggnum!

 

Við erum sem sagt búin að ræða meðgöngur og fæðingar ansi ýtarlega hérna heima, svo hann vantaði engar upplýsingar um það LoL

 

Litli kúturinn hefur það mjallafínt í bumbunni og ég vonast til þess að hann malli þar áfram næstu vikur, hann hefur í anda bræðra sinna verið að stríða mér töluvert með samdráttarverkjum en enn sem komið er heldur hann sig að minnsta kosti á sínum stað Smile 

Nú er hann genginn svo langt niður í grind pjakkurinn að mér finnst ég sitja á höfðinu á honum Errm en á móti get ég loksins andað Grin

 

Annars er lítið fréttnæmt sem gerist í þessum blessuðu skoðunum....blóðþrýstingur í lagi, prótein í lagi, athuga með blóðið og guttinn metin aðeins yfir (danskri) meðalstærð...en ég verð að játa að ég leyfi mér að efast um nákvæmni þyngdarmats sem framkvæmt er með þreyfingum utan á magann á mér Joyful


Brjóstasvitn-pæling

 

Ég man ekki nákvæmlega hverjir það voru sem voru að spekúlera í það hvort konur með stór brjóst svitnuðu undir þeim, og á milli þeirra.......en ég get hér með, þar sem ég er lítið annað en brjóst og bumba þessa dagana, vottað að það gera þær....í öllu falli þegar bumbann kemur upp á móti og maður situr í bíl án loftkælingar í tæplega 30 stiga hita í nokkra klukkutíma Whistling   Þannig aðstæður bjóða uppá svitn á milli brjósta og bumbu....

 

 Nú getið þið hætt að pæla í þessu strákar mínir Cool


Úberskýrsla....í fáum orðum ;O)

 

Oooo jújú, svo mikið er að gera þessa dagana að ég hef ekki gefið mér tíma til þess að skrifa svo mikið sem þanka eða tvo...en úr því má alltaf bæta þó svo að það verði ekki gert í dag  Cool

 

Við höfum að mestu verið á stanslausu flandri undanfarnar vikur.  Ég gleymdi myndavélinni að sjálfsögðu  í öll skiptin nema eitt ..hehe... Whistling og það var í dag þegar við fórum til Kerteminde, að sjálfsögðu vopnuð háfum og fötu fyrir veiðigóssið Joyful

 

Ég náði þó ekki mörgum myndum þar sem ég var á nojunni á eftir litla stýrinu með bumbuna útí loftið útum allar hafnir þar sem við erum ekki búin að verða okkur útum björgunarvesti....mig  langaði heldur lítið að þurfa að henda mér útí á eftir þessu krúttrassgati LoL 

 

Nú eru nokkrar veiðiferðarmyndir komnar í albúm ormanna Wink    

 

 


Bræðraást :O)

 

Þessir pjakkar eru bara of sætir Heart

Tveir að skoða marglyttur við höfnina Nýjasta pósan......synd að hún sé ekki í fókusLitlu bræðrarassgöt :O)

 

Við vorum að klára ða borða og Eyþór stóð upp, skolaði diskinn sinn og setti í uppþvottavélina, Benni gerði það sama en Baldur sagði "Benni...Benni...bappa mé" þá á Benni að hjálpa Joyful   Og Benni byrjar "komdu fyrst niður af stólnum ...(og hjálpar bróður sínum niður)...taktu svo diskinn...(sem sá litli gerir og horfir á stóra bróður sinn með aðdáun í augunum)...hentu af honum í ruslið...(sá litli hallar diskinum yfir ruslið...sá stóri skefur af)....og settu hann svo svona hér í vélina...(sem sá litli gerir, mikið hreykinn af sjálfum sér)"  Svo hrósar Benni litla bróður sínum i bak og fyrir InLove

 

Svo fæ ég hvísl frá Benna "ég kenndi honum þetta bara" og bros með Heart

 

Þeir eru miklir félagar þessir tveir ...þeir brasa í rólegheitum....spekúlera....vinna og knúsast InLove

  Vinnumenn   Stóri að hvísla að litla :O) Samvinnan blívar Að leika við Baldur glænýjan Febrúar 07....Benni og Baldur að hnoðast Hress stóri bró :O) Vinnumenn Alltaf flottir saman :O) Og ein með mynd af Baldri....úr því hann sefur bara útí bíl

 

 

 

Svo ná þessir tveir frekar saman í hasar og látum, spaugi og kitli...svona ekta "fariði út í garð með þessi læti" leikjum Grin

Sprell :O) En svo auðvitað var bætt úr því að hnerra loknum verið að moka litlanum upp Bjútíbollubræður Ormabræður Allir í rólegheitunum á háttatíma hehe

Óneitanlega erfiðara að ná myndum af þessum tveimur.......sem eru alltaf á iði og í fjöri InLove

 

 

 

 

Grunnurinn að bræðralaginu liggur svo að sjálfsögðu í þessum tveimur ...

 

Fallegu bræður Litlu ormakrútt, sumarið 03 Bræður að leika í des 04 sumarbörn Svo gott að eiga bróður...:O)   des 05 Dáðst að gjöfunum á Þorláksmessukvöld 05 Bræður að dansa í des 04 Pizzusprell ólíkir bræður 2 og 3,5 ára kúrudýr

 

 

 

 

 

 

Best er þríeykið þó sameinað....Heart

Stóru bræðurnir 3,5 og 5 ára að máta litla manninn fyrsta daginn Íslensk cella  bræðraást Gísli, Eiríkur og Helgi. mjúku fés hehe...elska svona eðlilegar myndir :O) Kjánasafnið á leiðinni í dýragarðinn Tveir að knúsast...einn að burstast :O) Svakalegir  Bræður þrír mættir til Sonder 

 

 

 

Uss hvað það verður gaman þegar Litli Jón bætist í hópinn Heart

 


Drengja-helgi :O)

 

Vá hvað þetta var skemmtileg og viðburðarík helgi Smile

 

Okkur var boðið í heimsókn til Helgu og Hjalta í Tarmi, boð sem að sjálfsögðu var þegið með þökkum. Helgin byrjaði á því að við komum við í Lególandi á leiðinni í Tarm til þess að sækja Helgu, heimasætuna í Tarmi, í vinnuna...það gekk ekki betur en svo að síminn minn strauk úr bílnum þegar Helga var að stíga inn Blush

 

Ég er nú ýmsu vön í símamálum...eins og flestir vita...og tók þessu með hinni stökustu ró....reyndar svo mikilli ró að ég fattaði ekki að síminn væri horfin fyrr en ég saknaði þess að hafa klukku um kvöldið þegar ég var að fara að sofa, ég hugsaði þá með mér að annað hvort lægi hann útí bíl undir sætunum........eins og hefur nú gerst áður (takk Einsi fyrir að finna hann þá), væri á götunni fyrir framan Hotel Legoland...eða þar inni í anddyrinu þar sem við lékum okkur á meðan við biðum eftir  Helgu Joyful

 

Ég ákvað bara að athuga með símann daginn eftir þegar við ætluðum hvort sem er að fara í lególand með strákastrolluna alla saman svo við bara lögðum okkur á okkar grænu eyru í orlofsíbúðinni góðu og fengum smá heimþrá þegar við heyrðum í hrossunum undir okkur LoL

orlofsíbúðin góða

 

Í bítið var vaknað og sturtað og borðað og nestað og græjað...og haldið í Lególand.  Ég með mína 3 og hálfan: Eyþór 8 ára, Benna 6 og hálfs árs, Baldur tæpra 3 ára og svo litla stýrið í bumbunni....Ella og Hjalti með sína 3: Gunnar 12 ára, Hákon tæpra 6 ára, Guðna tæpra 4 ára.....en Mattías litli fékk að vera  heima hjá Helgu stóru systur sem er 15 ára...enda bara 15 mánaða pjakkur.

 

Það fyrsta sem ég gerði var að athuga með símann...ég fann hann ótrúlegt en satt!  Hann hafði ekki verið slegin eins og síminn góði í Sonderborg (sem merkilegt nokk lifði sláttuvélina af, takk Gimsi fyrir að finna hann þá) eða þvegin eins og margir aðrir símar sem ég hef komist í...neinei...en það hafði verið keyrt yfir hann að minnsta kosti 5 sinnum of oft og leit hann því svona út...

leyfar símans

 

 Eða þetta voru semsagt þær leyfar sem ég gat kroppað uppúr malbikinu......úbs Blush

Ella er samt svo hugrökk að hún er búin að lána mér annan síma....og sim-kort..því hið gamla tapaði lífinu þarna einhversstaðar fyrir framan Hotel Legoland...svo ég er með nýtt númer.....í smástund, ég ætla að láta virkja hið gamla aftur ..... einhverntíman Blush

 

Annars var þetta mjög skemmtilegur og hressandi dagur...með alla þessa strákorma. Hjalti var með okkur fram eftir degi en þurfti svo að fara og sjá til þess að einhverjir danir fengju að borða í brúðkaupinu sínu á Hotel Legolandi svo við Ella frænka kláruðum túrin einar....eða eins einar og hægt er að vera með 6 stráka með sér LoL  

Frændur og Hjalti frændapabbi Frændur í röð að horfa á skrúðgöngu þrír með ís í Legolandi

Ég var alveg dauð þegar við komum heim og var voða fegin því að Guðlaug (hin frænkan sem býr í sveitinni í Tarm...systir Ellu) var búin að baka pizzur í liðið, svo það var hægt að fóðra, hátta og svæfa á nótæm.

 

Sunnudagurinn var líka tekin í útstáelsi...við fundum rosalega flottan skógarleikvöll í Velje og nú fékk Mattinn líka að koma með, svo þetta var föngulegur hópur íslenskra frænda sem skunduðu þarna um og léku sér InLove

 Borða, baða, hátta, svæfa rullan var svo tekin með stæl við heimkomu og var ég svo þreytt eftir helgina í gærkvöldi að ég nennti ekki neinu....ekki einusinni að blogga hehe Wink

 

Mikið frænkuspjall var tekið, sem og "mág" frændaspjall, einkahúmorinn þvílíkur að þeim er vorkun sem kemur ókunnur í hópin,  við hlógum okkur máttlaus yfir einleiknum "Pabbinn" (þarf að ræða  ekki ekki ekki ekki ekki ekki atriðið HAHA ) LoL

 

 

Ég nánast gleymdi myndavélinni ALVEG...enda upptekin af krónískri liðagigt mest alla helgina HAHA (verið að vitna í "Pabbann")

En þó náðust nokkrar sem flestar rötuðu beint í ormaalbúmið Cool


Leiðrétting

 

Enn og aftur kenni ég meðgönguheila um mistökin.....Whistling

 

Ég bloggaði hér um daginn svolitlum fréttum af Litla Jóni....þar sagði ég að hann hefði við 27 vikur verið metin 1400gr að þyngd....og sagði svo að þetta væru um það bil 3 merkur.  Þetta er víst hin mesta vitleysa Blush

 

Mig misminnti þannig að ein mörk væri 500 gr. en hún er víst 250 hehe  ÞESSVEGNA fannst henni hann eitthvað stór LoL  Ég skildi ekkert hvaða veður hún var að gera yfir þessari 3 marka písl....en ég skil hana aðeins betur núna þar sem hún mat peyjann á 6 merkur við 27 vikur. (Þess má geta til gamans að íslensk börn eru yfirleitt stærri en dönsk við fæðingu, Baldur minn sem fæddist þremur og hálfri viku fyrir tímann var tæpar 16 merkur og 53cm og skrifuðu ljósurnar stærðina á þjóðernið haha)

 

Ef þetta er svo framreiknað miðað við eðlilega þyngdaraukningu fósturs frá 33. viku (hún fann ekki upplýsingar um þyngdaraukningu fyrr á meðgöngu) er yfirleitt talað um 250-275 gr á viku...ss rúm mörk á viku.  Þetta gæti þýtt að pjakkurinn bæti á sig allt að 2 kílóum síðustu 7 vikurnar, það plús þessi 1400gr. fram að 27. viku gera 3400gr............en frá viku 27 að 33 líða jú 6 vikur.....sem við höfum engar viðmiðunartölur fyrir....Við bætist svo standard vikan sem ég reikna með að fara fram yfir settann dag.

 

Allar líkur eru því á veglegri feitabollu um miðjan ágúst InLove ...það væri í rauninni ekkert nýtt svona hérna meginn þar sem menn eru venjulega hraustlegir við fæðingu (með örfáum undantekningum þó (Eyþór sem var bara 14 merkur))  Og skilst mér að vel úti látinn drengur yrði heldur ekki nýmæli Holtsættarmegin Tounge


Og svo það síðasta....:O)

 

 

Stóru bræðurnir voru á marglyttuveiðum og komu með smá feng að sýna litla bró....marglytta heitir vandmand á dönsku...þessvegna tölum við um "hann" í vídjóinu ;O)


Taka tvö :O)

 

Kerfið er aðeins samvinnuþýðara í dag....hérna koma hin tvö

Þarna er spiderman í karakter....ég vil meina að maður læri svona takta af eldri bræðrum sínum..híhí.

Ok...kemur bara eitt á hverja færslu.....þá kemur bara önnur færsla með því síðasta :O)

 

 

 


Vídjó :O)

 

Því var stolið úr mér að ég gæti auðvitað líka sett vídjó hérna inn......ég kenni meðgönguheila og hita um Blush  ég á þó nokkur vídjó af þessum ormum mínum en ætla að finna hérna eitthvað sem ég tók um helgina.

 

 

 Þarna er verið að athuga sjómálin, ég veit að hann er í gamalli og upplitaðri sundbleyju....hann fékk hana þegar hann var 4 mánaða hehe.  Þetta er síðasta sumarið sem hann þarf að nota hana svo ég neita að kaupa nýja úr því hún passar ennþá......og hana nú.

 

Æ mig  langaði að setja inn tvö í viðbót....en þessa moggabloggsvesen vill ekki hlýða mér.....þau verða bara að koma seinna :O)

 

 


Kerteminde, heaven on earth :O)

 

Þorpið litla sem lúrir við austurströnd Fjóns, þorpið litla sem systur tvær utan af Nesi nutu í 3 mánuði forðum daga ástamt börnum, mönnum og fylgdarfólki.....þorp með máluðum útihurðum, litlum skökkum burstahúsum og dönum sem segja "halloj" yfir götuna þegar þeir mætast á hjólunum....ég komst að því þegar ég var komin langt yfir tvítugt að þetta þorp hefur líka sögulegt gildi fyrir dani.....ekki bara mig og mína fjölskyldu LoL

 

Ég .....vopnuð litla liðinu...ætlaði í Tivoli í dag....það vildi þó ekki betur til en svo að Tivolíið var bara farið GetLost  Eyþór bugaðist á staðnum og tuðaði eins og gömul kelling á  meðan við Benni ákváðum bara að fara á ströndina í staðinn.....Baldur var geim í hvað sem er svo við hentumst heim og sóttum strandgræjur.......og rúntuðum svo í þessar 20 mín sem það tekur að fara til Kerteminde.

Stæltir strákar á ströndinni

 

Þarna eru piltar þrír mættir, algerlega soðnir eftir bílferðina. Við ákváðum að það eina viturlega í stöðunni væri að fá sér ís áður en farið yrði í sjóinn.

 

Smá ís eftir bílferðina....áður en sjórinn er massaður

 

 

 

Gomsarnir voru snöggir á háttaranum og voru komnir í réttar græjur fyrr en varði, ég auðvitað fór með pattanum og ég verð að játa að ég lifi enn fyrir þessa einu frískandi stund í dag haha.....tær í sjó....

 

Við Baldur höfðum nú ekki sérstaklega langa viðdvöl í flæðarmálinu fyrst í stað heldur héldum brátt að okkar beisi og fengum okkur kex og eplasafa til hressingar.

Flæðarmálið í Kerteminde er þannig að maður getur vaðið og vaðið og vaðið lengst út á haf....en sjórinn verður ekki dýpri en svo að hann nær manni í mitti.  þessi gífurlega sandparadís var vel nýtt af þeim bræðrum...en Baldur og Benni unnu að mestu rétt í flæðarmálinu á meðan Eyþór var á sundi.

 

Bjútfeis komin útí sjó Montrassgat Baldur langaði til stóru strákana... Sólin að þurka krúttið Alltaf flottir saman :O) Vinnumenn Verið að massa þetta Staðið í framkvæmdum Benni í þurkun Þennann langað MJÖG að stökkva útí hehe Tveir að skoða marglyttur við höfnina Baldur klifraði uppá borð sem við gengum framhjá.....og tjúttaði  flisssss :O) Leikvöllur við smábátahöfnina.....bíddu..hver er uppá? 

 

Þessar......og fleiri eru allar að finna í ormaalbúminu góða sem virðist vera í einhverjum vaxtarkipp þessa dagana.....þetta er að komast inn í möntruna mína...."lykar, veski, sími, MYNDAVÉL"  Grin

Við vorum sem fyrr vel nestuð og mættum bara heim í kvöldbaðið....þeir bræður fengu að fara allir saman í sturtu og var mikið um hrossahlátra inna af baðherbergi og alveg er hreint ótrúlegt hvað eitt baðherbergi getur orðið blautt á ekki meiri tíma en tíu mínútum  Whistling 

 

Við litli Jón erum vel maríneruð eftir daginn...ég orðin heltönuð á bumbunni og gaurinn bara lá og svaf í hitanum....NÚNA aftur á móti er hann að ná sér niður á mér fyrir virkni helgarinnar með endurinnréttingum og samdráttarverkjum og svoleiðis skemmtilegheitum LoL


Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband