17.11.2008 | 20:35
Blóð, sviti og tár...
Þetta þrennt virðist alltaf eiga heima saman....ég vill samt bara tala um svita núna...og kannski smá blóð Ég vill vara viðkvæmar sálir, væskla og teprur við því að lesa þessa færslu...það sem ég tel saklausa hugleiðingu gæti lítt reyndum, viðkvæmum eða illa evangelískum hjörtum þótt argasti dónaskapur að hugsa um....HVAÐ ÞÁ SKRIFA UM...
Þannig er mál með vexti að ég er að byrja að taka á því í ræktinni aftur...og man oh man hvað það er frábært Ég var í dag...á milli tíma, að taka lappir (Anný og Stevie eru búin að kenna mér það
) Og þegar ég sat í einu tækinu á milli setta og var að horfa á fólkið í kringum mig...allir löðursveittir og stynjandi, byrjaði spekúlerarinn í kollinum á mér auðvitað að spá...alveg óvart
Skrítið þetta með svita...og svitalykt af fólki. Núna finnst manni svitalykt yfirleitt óæskileg og lítt góð, NEMA af sínum heitelskaða...! Hvað er það? Eigum við að kenna ferómónum um þetta líkt og svo margt annað? Mér finnst það góð hugmynd
Á meðan maður vill til dæmis í ræktinni, helst halda ákveðinni fjarlægð við stóra og loðna menn...tja og konur líklega (karlar virðast samt verða blautari einhvernvegin...og loðnari....og stærri..), sem hreinlega drýpur af svitinn og kann vel að meta það þegar fólk þurkar af svitablautum tækjum og tólum þegar það hefur lokið sér af...getur maður auðveldlega tekið uppá því (eða allavega ég ) við ákveðnar aðstæður að renna tungunni upp eftir glansandi svitablautum hálsi...svo lengi sem það er rétti hálsinn...og ekki skemmir fyrir ef að það eru skeggbroddar á honum...
Þá erum við meira að segja komin út fyrir svitalyktarumræðuna og komin í bragð...!!!...og feld...!!! EN....ókunnug svitalykt....OJJ!
Maður er náttúrulega fífl...það er margsannað
Ég semsagt sit og blogga um mínar undarlegu svitatengdu hugleiðingar...aaalveg að verða skárri af harðsperrum síðustu viku...þökk sé dansi helgarinnar með blæðandi sár á hnúum beggja handa sökum þess að EKKERT er dregið undan í bootcampinu og þá nuddast hanskarnir svona skemmtilega við hnúanna þegar maður lætur hnefann vaða í mann og annan
...berrössuð í gallabuxunum því ég gleymdi að taka með mér hreinar nærur í ræktina og hefði heldur farið heim á handklæðinu en að fara í þær sömu aftur........hvað er þetta annað en KEPPNIS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2008 | 20:04
Ísland...þar sem konur og börn eru "fair game"...
Já sæll!
Eigum við að ímynda okkur hvernig dóm þessi afbrotamaður hefði fengið ef að fórnarlamb hans hefði verið karlmaður?
Prófið að lesa í gegnum fréttina...en setja karlkyns þolanda í stað kvenkyns. Eitthvað held ég að EITT ÁR og þar af 9 mánuðir SKILORÐSBUNDIÐ... hefði hljómað öðruvísi þá!
Frábært að fá það staðfest svart á hvítu af yfirvöldum að það er í raun allt í lagi að ráðast á íslenskt kvenfólk, berja það, nauðga því og loka það inni....menn fá hvort sem er ekki nema smávægilegar ávítur fyrir það...en guðirnir forði þeim frá því að draga undan skatti, stunda fjársvik eða skjalafals!!! Þar er verið að tala um ALVÖRU glæpi...ekki smáglæpi eins og nauðganir og líkamsárásir á konur
Piff á þessar bölvuðu ládeyður sem að leyfa sér að niðurlægja fórnarlömb árása á þennan hátt...ekki er hægt að bölva réttarkerfinu í þessu tilviki þar sem refsiramminn fyrir afbrot af þessu tagi leyfir mikið þyngri dóma....en hver veit....kannski ögraði hún honum...
![]() |
Dómur vegna kynferðisbrots ómerktur og vísað heim í hérað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.11.2008 kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2008 | 23:02
Kreppukvæði ;O)
Þótt veraldar gengið sé valt
Og úti andskoti kalt
Með góðri kellingu
Í réttri stellingu
Bjargast yfirleitt allt
Þessa fallegu hugvekju var hún Hlíf kennarastelpa með á statusnum sínum á facebook í dag...Hlíf er auðvitað margrómaður snillingur með keppnishúmor og sannar hún það í enn eitt skiptið með þessu
Annars er lífið í sönder sárt núna...ég fór nefninlega á mínu fyrstu æfingu í dag ...og þrátt fyrir að útsýni í gymminu sé EKKI af verri endanum er erfitt að njóta þess með svitann drjúpandi ofan í augu
En þetta var geðveikt. Fór í tíma sem heitir því lítt aðlaðandi nafni "boot camp" og stóð hann ALGERLEGA undir nafni...þjálfarinn, með axlir á stærð við mjaðmaliðina á mér....húmorin í framsætinu og naglan atturí, keyrði okkur svo út að ég labbaði út úr tímanum í hálfgerðri endorfín vímu
Ég er strax farin að hlakka til harðsperranna sem ég mun fá að njóta í fyrramálið...er maður ruglaður...
Fá að finna loksins fyrir kroppnum á sér...vöðvunum og orkunni...ohh..þið þarna líkamsræktarfrík þekkið þessa tilfinningu
Mest ánægð var ég með hvað þetta boot camp dæmi er mikið í ætt við bardagaíþróttir....sakna þess svo mjög að fá að tuska stóra stráka almennilega til
Benedikt gengur rosalega vel í skólanum...hann var að fá sína fyrstu umsögn og einkunaspjald og er hann framúrskarandi í lestri og stærðfræði og fær A í öllu hinu.....montmont
Baldur neitar ennþá staðfastlega að tala íslensku eða dönsku...en það er kannski ekki nema von þar sem að barnið er með 3 tungumál í gangi að staðaldri og skilur þau öll...en hann er voða sætur að tala sitt "abesprog" eins og krakkarnir í leikskólanum segja hahaha. Svo neitar hann líka staðfastlega að pissa í kopp eða klósett...bara bleyju takk og ekkert múður kona! Og mér er alveg sama....hann má alveg pissa í bleyju áfram
Eyþór blómstrar í sínu Tae Kwon Do...er alveg að freistast til þess að finna fyrir hann fimleika líka þar sem hann er svo kattliðugur og klár á kroppinn. Hann langar líka að byrja í fimleikum aftur eins og í "gamla daga" hehehe hvað er "gamla daga" þegar maður er 7 ára
Ég er annars bara farin að hlakka GÍFURLEGA til þess að koma heim og knúsa allar druslurnar mínar á Vallarheiðinni...kvenkyns sem karlkyns...og að sjálfsögðu kreista kópavogsliðið mitt duglega líka og svo Eyjarfjarðarfólkið
óver end át frá bootcamp múttunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 18:20
"The one ship that can never ever sink...friendship"
Jújú...kvót úr friends sem fyrr... en það er líklega ýmislegt til í þessu.
Hver þekkir það ekki að hitta gamlan vin eftir margra ára aðskilnað og finna pússlin bara smella saman, að finna samkennd með viðkomandi líkt og nokkrir kukkutímar séu síðan síðasta samtals en ekki nokkur ár ég á nokkra svoleiðis vini...sumir þeirra eru meira að segja skyldir mér í ofanálag
Hér á eftir fara nokkrar minna spekúlasjóna um vináttuna...hafið það í huga að þetta er ekki heilagur sannleikur...heldur einungis spekúlasjónir mínar um það sem ég kalla vináttu.
Vinátta þar sem tvennt mætist og ákveðin kemistría fer í gang sem endar í svo djúpum tengslum að einhver aðili veit um alla manns galla....en finnst samt vænt um mann og finnst maður samt þess virði að púkka uppá...ÞAÐ er vinátta. Ef þú átt þannig vin...ekki sleppa honum
Að hugga þegar þarf...að benda á það sem mætti betur fara...að fíla sama húmorinn...að hlægja með en ekki að...að gráta með þegar þarf...að verja vininn framm í rauðan dauðann...þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvort að vinurinn hafi átt skammir skildar...að gefa spark í rassgatið þegar þarf...að vera til staðar í þögn þegar þarf...að finna hvað þarf og vilja gefa það...ÞAÐ er vinátta
Líklega er öllum fullorðnum það orðið ljóst að vinátta getur aldrei þrifist á meðan hún er einhliða...ef vinasamband á að standast tímans tönn og veita fólki styrk þá þurfa báðir aðilar að leggja eitthvað af mörkum...gefa af sjálfum sér...og þyggja á móti. Sýna traust...og vera traustsins verður. Að finna hjá sér einlægan vilja til þess að leggja á sig ómak fyrir aðra manneskju er líklega einlægasta form vináttunnar.
Oft hefur maður veðjað á ranga hesta í þessu vinalotteríi og setið eftir með sárt ennið...en sem betur fer kemur maður oftast auga á það áður en fólk er komið innundir innstu varnir...oftast.
Mig langar að nota tækifærið og hvetja þig kæri vinur eða vinkona, til þess að líta í kringum þig og huga að vinum þínum. Oft þarf ekki nema knús, styrka hönd, hvetjandi orð eða bros til þess að birta daginn hjá fólkinu í kringum mann...verum vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.11.2008 | 16:01
Flókið að lifa á upplýsingaöld...
Facebook, myspace, msn og blogg....allir eru með síma í vasanum öllum stundum svo að ALLTAF sé hægt að ná í fólk.....ALLTAF!! Jafnvel börn! Þar koma þá sms og mms inní líka. Ekkert má lengur gerast fyrir luktum dyrum og ef að fólk reynir að halda sér og sínum frá sviðsljósi tölvualdarinnar þá er það talið skrýtið...eða með ofsóknaræði
Kannski er það skrítið að vera "spéhræddur" á netinu ...ef að maður vill ekki að fólk viti hvað maður er að gera...er maður þá ef til vill að gera eitthvað sem maður skammast sín fyrir
....eða á maður svo erfitt fólk að, að maður má ekki spóka sig að vild í lífinu án þess að vera skammaður fyrir það af afskiptasömum "vinum" og vilji þessvegna halda því af fésbókinni, myspaceinu, blogginu, sms-unum og mms-unum, hvað maður er að bardúsa í lífinu...
Ég er voða heppin held ég...ég á enga vini á fésinu eða msninu sem að leggja mér línurnar um það hvað ég má gera eða hvað sé við hæfi...mér virðist vera treyst af mínum nánustu til þess að meta það sjálf, þrátt fyrir að manni verði það eflaust á að angra ókunnuga. Þessvegna er ég lítið spéhrædd við blogg eða myndbirtingar vina og vandamanna þar sem ég kem fyrir...oft er bara gaman að sjá af sér kjánalegar myndir það vita guðirnir allavega að mér finnst æðislegt að fletta í gegnum myndir frá Keilisárinu...frábærar minningar í þessum myndum
En svo má auðvitað deila um það hvort að það sé normið bara að pósta öllu á netið á opnar síður...annað væri kannski að pósta myndum á lokaðar síður þar sem að einungis hlutaðeigandi hefðu aðgang en ekki aðrir ...en..tilhvers væri þá feluleikurinn? Er ekki flestum sama...svona í alvörunni...um það hvað maður er að gera...nema kannski þeim sem voru með..og finnst þá líka gaman að fletta í gegnum myndir ?
Er það þá kannski noja að halda að fólk sé eilíft að horfa yfir öxlina á manni, að maður sé svo hundeltur af papparözzum að maður má sig hvergi hreyfa án þess að bölvaður lýðurinn birti af manni myndir....og hafi skoðanir á því sem maður er að gera
Ef að maður er að upplifa það í alvörunni að fá skammir fyrir eigið líf...þá er það auðvitað ekki noja og hvað um þá sem eru sífelt horfandi yfir axlirnar á öðrum...teljandi sig hafa dómraréttindi í lífinu....á fólk að læðast í kringum slíka aðila...og reyna að haga "sannleikanum" þannig að "dómarinn" fái ekki ástæðu til spjaldaútdeilinga...eða á fólk að gefa skít í slík heimatilbúin yfirvöld...og gera bara það sem því sýnist?
Ég man einfaldari tíma....þar sem maður fór út að leika 7 og 8 ára....og átti að koma inn í kvöldmat....og mamma gat EKKI hringt í mann til að athuga hvað maður var að gera...heldur gat maður prakkarast að vild Ef maður kom of seint heim...fékk maður ef til vill ávítur...en ekki sms. Margar ferðir með nesti upp í tjörn í sveitinni...3-4 krakkar saman....og engin með síma. Óteljandi reiðtúrar með Laulsunni..og engin sími. Þeir sem vildu vita hvað var að gerast á djamminu....urðu að mæta á staðinn...það var ekki hægt að fletta bara myndunum upp á Facebook
...Það var ekki hægt að gúggla þann sem maður var að byrja að deita né heldur fletta honum upp í íslendingabók...
Jú víst getur verið erfitt að feta stíginn mjóa á upplýsingaöld...hvar byrjar félagslífið og hvar endar einkalífið... hversu miklu af sjálfum sér vill maður deila með alþjóð...á maður ef til vill bara að halda sig fjarri miðlum eins og facebook og myspace ef að þörfin á einkalífi er svo sterk að þessar samskiptaleiðir angra mann? Eða er maður tilneyddur sem barn síns tíma að taka þátt í einhvejru sem að manni finnst ef til vill vera vitleysa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2008 | 18:23
Bastillan tekin.....lifi byltingin!
Það eru bara alvöru mótmæli í gangi á gamla fróni...ég ætla að nota þetta tækifæri og taka ofan hattinn fyrir þeim sem datt þetta í hug.
Að draga Bónusfánann að húni við Alþingishúsið finnst mér hitta algerlega beint í mark...enda á Bónusveldið flest það sem hægt er að eiga á Íslandi...opinberlega eða undir borðið.
Ég bið að heilsa ykkur þarna upp í vöggu spillingarinnar í norðri og reyni að halda baráttukonunni í mér í skefjum svo ég mæti ekki til Reykjavíkur (píkur) fyrir næstu helgi...
![]() |
Hiti í mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 21:29
Þyrnir í auga.....
...hvers...og hversvegna? Máltækið þyrnir í auga finnst mér skemmtilegt.....þyrnir í auga....ég ætla að endurtaka það nokkrum sinnum hérna fyrir neðan
Það er undarleg tilfinning að vera þyrnir í augum annarrar manneskju. Maður fer að hugsa hvort að maður hafi í raun gert eitthvað eða sagt sem að gefur viðkomandi manneskju ástæðu til þess að gera mann að þyrni í auga sér eða ekki. Stundum hefur maður það...en stundum er það líka bara óöryggi eða óánægja viðkomandi manneskju sem að gerir það að verkum að tilvist mann er böggandi fyrir hana.
Þá er jú lítið hægt að gera...en hafi maður í raun brotið af sér gagnvart öðrum má maður vel sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á því...en sé "þyrnissyndrómið" sjálfsprottið hjá hinum aðilanum getur maður ekkert nema bara haldið áfram að lifa og vonað að fólk komist yfir þetta að lokum.
Ég hef upplifað það að vera þyrnir í augum annarra...bæði hef til þess unnið stundum og svo hef ég upplifað það að vera einfaldlega fyrir annarri manneskju með því einu að vera sú sem ég er.
Þessa dagana er ég hinsvegar að upplifa því nær alsaklausa manneskju sem þyrni í auga mér ...ljúf og góð persóna sem hefur fátt gert á minn hlut...svo að ég verð að játa fyrir sjálfri mér að þetta er sjálfssprottið syndróm hjá mér þar sem ég ætti vel að geta litið framhjá því litla sem útaf hefur borið okkar í millum. Þess í stað upplifi ég pirring gagnvart þessari manneskju...eitthvað sem ég vill gjarnan geta haft stjórn á sjálf og skammst mín til þess að vera ekki að asnast til þess að láta annað fólk stjórna minni líðan.
Ég kem ekki fingri á hvort þetta er afbrýðisemi, óánægja, óöryggi, fordómar, tillitsleysi, óþolinmæði eða eitthvað allt annað hjá mér....en ég ætla allavega að leggja mig fram um að vera góð við þessa manneskju...því ég nenni ekki svona veseni!
Annars er lífið gott í Sonder....börn og nám halda manni staðfastlega við efnið sem fyrr og er það alger bjargvættur hversu góður hópurinn frá Keili er í því að hjálpast að og halda hvort öðru félagsskap...það er mikil bót í því að eiga meðbræður í eymdinni í útlandinu hehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2008 | 19:58
Ég var að horfa á formúluna....FORMÚLU!!!
Svo bregðast krosstré sem önnur... Ég varð öll spennt og allt.....en okkar gæji (sæti gæjinn
) kom sér í rétt sæti á síðustu sekúntunum svo að hann varð heimsmeistari...fyrstur litaðra manna í þessari göfugu íþrótt....hrós á hann fyrir að vera brautryðjandi.
Annars er ég voða mikið að spá þessa dagana....í hinu og þessu.... Oft virðist veður skipast fljótt í lofti, bæði í náttúrunni og í lífinu og oftar en ekki virðist maður streitast á móti þessum veðrabreytingum eins og mesti kjáni
Er til dæmis í sumarfötunum langt fram á haust og tekur ekki fram gúmmístígvélin fyrr en maður er BÚIN að verða blautur í fæturna allavega einusinni
Aðstæður í lífinu breytast en maður heldur oft sem fastast í hið gamalkunna, þrátt fyrir að það sé kannski ekki alltaf það besta.
Væri ekki gáfulegra að láta bara berast með veðrabreytingunum í skipulögðu algleymi ...taka því sem kemur opnum örmum...slaka á, treysta og njóta þess meðan varir
Anda létt þegar sumarið blæs vindum þýðum...en eiga samt alltaf eina þykka og áreiðanlega úlpu uppí skáp til þess að hjúpa sig þegar byrjar að næða
Kúra sig svo hjá sínum nánustu og dúða sig vel í úlpuna góðu svo maður standi af sér veturinn og blómstri rétt eins og blómin þegar byrjar að vora í lífinu á ný
Ég ætla að reyna að gera það ....bera kennsl á allt það frábæra sem er í gangi...frábært fólk í kringum mig, frábær börn í kringum mig, frábær borg sem ég bý í og frábært nám sem ég valdi mér (fer að hljóma eins og jólasveinninn á gleðipillum, í Tivoli, að fá að....) og dúða mig og kúra fram á vor...það vorar alltaf að lokum...sama hversu langur eða harður veturinn er.
Síminn minn hefur ekki enn gefið sig fram og ég er ekki enn búin að redda snúru á myndavélina svo að það mun enn leika svolítið á huldu fyrir ykkur hinum hvað við erum að bardúsa dag frá degi....en þegar ég verð stór...ÞÁ ætla ég að redda þessu ...og jújú Anný mín...þarna er vitnað í Friends bara fyrir þig...og kannski Stevie
og þarna eru svo RUGL miklar myndlíkingar og rósagöng í gangi að ég er ekki einusinni alveg viss hvernig ég les þetta...þetta er svokallað brainstorming og "paper"....svo it´s open to interpretation
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.10.2008 | 12:43
Draumurinn...
Einusinni var kona sem átti drauma....þeir voru ekki stórir...en draumar voru það samt.
Fólkastrokleður......það var einn af þeim. Að geta strokað út óæskilegt fólk án afleiðinga fyrir fólkið í kringum það.
Tímavél.....það var annar. Að geta farið aftur í tímann og breytt öðruvísi...getað varað fólk við yfirvofandi mistökum...komið í veg fyrir mistök.
Fólkaupdate....sá þriðji. Að geta hreinlega uppfært fólk ef að það vantar í það einhverja hluta...suma vantar tilfinningagreind...aðra rýmisgreind...enn aðra siðferði....og enn aðra trúnað...update valið allt eftir behag.
Ræfilseyðari....sá fjórði. Mekanismi...með færibandi....sem eyðir ræflum.
Peningavél ....sá fimmti þarfnast engra útskýringa.
Vinagegnumlýsir .....numero seis. Greinir kjarnan frá hisminu ÁÐUR en maður hleypir fólki of nærri sér og verður særður af svikum þeirra.
Growsomeballs ........sjá sjöundi var draumurinn um lyf í töfluformi sem hægt væri að gefa undirlægjum til þess að þeim yxu huglægar hreðjar á skömmum tíma.
Getoveritandstoppining ........lyf eða mekanismi (og þá með færibandi) sem gerði fólki kleyft að afgreiða mistök fortíðarinnar án þess að velta sér uppúr þeim endalaust.
Tilfinninga USB lykill ......níundi draumurinn var að geta hlaðið tilfinningum sínum inná USB lykil og plöggað honum svo bara í þann aðila sem að óskar eftir því að skilja hvað samferðafólk sitt er að ganga í gegnum.
Er þetta einungis brotabrot af hinum hugvitssamlegu draumum konunar þeirrar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.10.2008 | 09:30
Hryðjuverkamenn í marga ættliði...
Eða hvað ?
Áhugaverðir tímar að lifa á...þessir hryðjuverkamannatímar. Menning okkar Íslendinga, sem hefur að mér finnst einkennst af hörkudugnaði, sköpun, sjálfsbjargarviðleitni, samhyggð og fljótræði, er allt í einu orðin skotspónn stórra manni í stærri löndum sem segja okkur vera hryðuverkamenn...og beita á okkur lögum vegna þessa.
Nú hef ég reynt að láta það vera að viðra mínar pólitísku skoðanir hátt á þessu bloggi, bæði vegna þess að ég vill ekki halda útí pólitíkusarbloggi...og vegna þess að ég hef einfaldlega ekki tíma til þess að setja mig nægilega vel inní mál líðandi stundar til þess að geta rætt þau á vitrænan hátt...en nú keyrir um þverbak
Verð bara að lýsa mig algerlega "flabergasted" (bara fyrir mömmu) yfir þessu ástandi. Að ráðamönnum þjóðar eins og Bretlands geti leyfst að beita lagaúrræðum sem þessum gegn smáþjóð norður í hafi vegna efnahagshruns, þrátt fyrir að menn hafi talið sig geta fundið einhverja ranghala á lögunum sem geri þeim þetta kleift, er bara út í Hróa Hött.
Víst hafa menn haldið rangt á spilunum hér, því neitar enginn (nema þeir sem sökina bera) og víst hafa ráðamenn hinnar íslensku þjóðar látið varnaðarorð annars staðar frá sem vind um eyru þjóta á vænum vordegi EN.....getur það verið rétt að skuldsetja komandi kynslóðir upp í topp....er ekki forkastanlegt að börnin okkar og barnabörn þurfi að bera ábyrgð á sukki bónusfeðga, björgólfa og fleiri "viðskiptamanna"?
Ímynd hinna íslensku hryðjuverkamanna - sem munu fá að borga fyrir syndir feðranna...
Það er óneitanlega undarlegt staða að vera íslendingur í útlöndum núna...ekki nóg með að við fáum ekki námslánin okkar vegna lokunar símgreiðslna til og frá skerinu og er því ætlað að lifa burtflognum hænsnum og teiknuðum kartöflum og semja við símafyrirtæki, húsaleigufyrirtæki og guð veit hvað því ekki getur maður borgað reiknga með teikningum af ímynduðum mat ......heldur er það að vera íslendingur núna...ekki það sama og það var að vera íslendingur í sumar.
Ég hef búið í útlöndum næstum öll mín fullorðins ár......og þó nokkur af táningsárunum, en hvar sem ég hef komið hefur manni ávalt verið tekið frábærlega...allstaðar hefur verið gott að vera íslendingur. Greinilega komin frá velferðarsamfélagi þar sem læsi er með því hæsta í heiminum, fólk er almennt umburðarlynt, allir eiga nóg að borða og vel flestir ganga einhvern menntaveg...lítil þjóð...sem með elju og vinnusemi hefur troðið sér á bekkinn hjá stóru stráknum......
...núna...vorkennir fólk manni og fær samviskubit ef það er ekki með pening í vasanum til að rétta manni þegar það heyri að maður er íslendingur.... "hvað gerið þið nú" "heppin þú að vera í DK" "muntu ekki bara gera börnin þín að dönum" ...sumstaðar koma ljótar athugasemdir...jafnvel í garð barna...."þið hefðuð átt að passa ykkur betur...vera ekki að kaupa upp OKKAR fyrirtæki í einhverri sýndarmennsku" ....ég bara keypti engin fyrirtæki..né heldur gerðu synir mínir það...eða bræður eða systur eða vinir eða félagar...
Það er erfitt að vera stoltur Íslendingur núna...ég er það samt..hef alltaf verið það og mun líklegast alltaf vera það...með þykkar rætur heim í mína hörðu náttúrufegurð og hina einmannalegu rómantísku friðsæld fjallanna..það gáfu foreldrar mínir mér í arf...líkt og mína íslensku vinnu og röggsemi..sjálfsbargarviðleitnina...kraftinn..."þetta reddast" fídusinn (hehe)...og hin eilífa húmor fyrir lífinu og tilverunni og aldrei skal nokkur fá að taka það frá sonum mínum að fá að alast upp við það að vera stoltir af því að vera Íslendingar......(vá....óverdósaði aðeins á ættjarðarástinni
)
Ég ætla ekkert að þykjast vita hvað sé best í stöðunni...lán frá Rússum er skerí...hvað vilja þeir í staðin...lán frá Alþjóðagjaldeyrisstofnun er skerí...hvað vilja þeir í staðin... ráðamenn þjóðarinnar (piff) flökta eins og lauf í vindi og engin segir neitt sem hægt að er ganga út frá að sé satt og rétt og standist fram undir kvöldmat
...verst þykir mér hvað frændur okkar Norðmenn, Svíar og Danir hafa í raun verið seinir til að funda um málefni Íslendinga því réttast þætti mér að í nafni frændernis myndu þeir sameinast um að reyna að hjálpa okkur eitthvað.
En...þegar sérhver maður stendur á sökkvandi skútu er harla ólíklegt að þaðan berist útrétt hjálparhönd til þess er siglir lekasta fleyinu...
Hvet ég ykkur öll til þess að koma ykkar til skila til félaga Brown og þessara snillinga þarna með því að ýta hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar