14.12.2008 | 09:52
Ég er að fara út/heim......hvort er það?
Þegar maður er búin að búa lengi í útlöndum er þetta eilífur ruglingur....þegar ég kem heim....svo er ég á Íslandi og tala um að fara heim til Danmerkur....
Ég er sem sagt að pakka ...lofa...þetta er bara smá pása hehe...og er að leggja upp í langferð. Fyrst rúmlega 4 tíma lestarferð til Köben, og svo 3 tíma flug til Íslands þeð tilheyrandi flugvallaríveru. Á klakanum er fyrsta stopp heiðin góða og því næst fer ég norður fyrir heiðar.
Ég hlakka svo til að hitta fólkið mitt að ég er með stanslausan spenning í maganum! Eigum við að ræða það eitthvað....Anný og Elín..og Sibbi...og Robbi...og Dóran...og Dúnan....og Helga...brósi og allar frænkurnar...og frændurnir...það þarf ekkert að minnast á gamla settið eða stubbana mína tvo sem eru að skemmta þeim
Við vorum að fá þær fréttir að Jes, pabbi Baldurs, er að fara til Kína í heilt ár! Hann fer 1. mars því að Novo Nordica, sem hann er að vinna fyrir, er að byggja þar einhverja verksmiðju sem hann á að .....ráðgjafast eitthvað í sambandi við.....ok ég er ekki með það ALVEG á tæru hvert hans hlutverk mun verða en hann er allavega mjög spenntur Það er eiginlega verst að Baldur skuli ekki vera eldri því ef hann væri orðin allavega 5 ára væri það náttúrulega ævintýraleg upplifun fyrir hann að fá fara og vera hjá pabba sínum í Kína í svolítin tíma.
En sem betur fer líkar Jes vel í vinnunni sinni svo hann mun vera þar áfram og útlit er fyrir mikið fleiri svona langtímaverkefni hjá honum í framtíðinni hingað og þangað um veröldina svo að við erum nokkuð viss um að þegar þar að kemur fái Baldur að njóta góðs af því.
Nú er gott að við höfum æfingu í því að vera foreldrar í sitthvoru landinu, þar sem samskipti þeirra feðga munu að mestu vera í gegnum webcam á meðan á þessari útilegu föðurins stendur.
Jæja...ekki dugar að sitja að snakki, ég í að pakka og drífa mig af stað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 21:37
MASSA ÞETTA!!
Jájá...það er málið...mass á mass ofan, hala inn námslánunum
Eigum við að ræða það að vera 12 tíma í skólanum að skrifa rannsóknarritgerð um body language kennara við kennslu í háskólum... Eins gott að það er skemmtilegt fólk með mér í skóla til þess að gera svona tarnir þolanlegar
Ég er að vona að ég nái að klára þetta helvíti...sko meinti þetta yndi! á morgun svo ég geti skilað áður en ég kem heim á klakann..með því móti þarf ég bara að skrifa 3 ritgerðir og læra fyrir prófin í jóla "fríinu" heima
Annars er bara vetur í DK...sem þýðir haust heima HAHAHA Baldur er ennþá feitur og sætur
og ég er nottla ennþá drop dead gorgeus HAHAHA
Eldri bræðurnir eru að halda ömmu og afa við efnið á Íslandi og er það alveg ótrúlegt hvað heimilið er barnlaust þegar það er bara EINN skæruliði til staðar!! Flott að fá svona áminningar af og til um hvað maður er heppin að eiga allt þetta smáfólk
Plan kvöldsins er að massa sófakúr yfir imbanum...annað hvort verður það hið sígilda Sg1....eða eitthvað tómt og fyndið sem verður fyrir valinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2008 | 07:57
Æðruleysi og metnaður



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 21:29
Bennamyndaflóð....
Var að setja alveg HELLING af gömlum Bennamyndum í skæruliðaalbúmið....ég á líka fleiri í gömlu tölvunni og set ég þær inn við fyrsta tækifæri.
Svo kemur holskefla með Eyþóri líka síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 17:15
Lífið er hverfult...
Það er nokkuð ljóst
Veður skipast fljótt í lofti, fé og frændur deyja, skýjaborgir fjúka burt, fólk er mannlegt og því verður á. Fólk kveður, fólk fæðist, fólk særir og fólk er sært. Fólk heyjar innantómar baráttur um menn og málefni haldandi að það sé að gera rétt þegar það er ef til vill að valda meiri skaða en bót. Fólk raðar hlutum ofar en tilfinningum, hinu efnislega ofar fólkinu í kringum sig og flýr af hólmi í huganum frekar en að standa með sjálfu sér og ástvinum sínum.
Fólk er fífl...bölvað vesen er það að maður hafi um fátt annað að velja en að vera fólk....og þar með fífl sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2008 | 08:04
Alveg eins og íslendingar...
Thailendingar bara hljóta að hafa lært af Íslendingum .... svona...mótmæla tækni...og svona...er það ekki
Smá hægt að velta því fyrir sér hvernig lýðræði er eiginlega hér, miðað við í Thailandi...þar mótmælir almúginn spillingu stjórnvalda...með aðgerðum sem kosta ríkið hundruðir þúsunda....og á hann er hlustað. Á Íslandi er talað niður til sauðsvarts almúganns sem mótmælir af vanmætti spillingu stjórnvalda á meðan ráðamenn sitja feitir í sætum sínum og hæða Jón og Gunnu sem standa með skiltin sín á Austurvelli.....
![]() |
Stjórn Taílands dæmd frá völdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2008 | 09:57
Benedikt Eysteinn Birnuson
Er 6 ára í dag :O)
Gengur einnig undir viðurnefnunum hobbitinn, Benni spenni, Benni spenni spýturass, spýtó (sem stytting á spýturass), flotti gotti, og svo að sjálfsögðu klári, sæti, fallegi, mjúki, flotti..og þar fram eftir götunum...haus
Það tók piltinn ekki nema 2-3 tíma að mæta á svæðið þegar hann hafði ákveðið að láta verða af þessu og varð það það síðasta sem hann var snöggur að hehehe
Hann var mesta bolla sem ég hafði hitt sem ungi (þangað til ég hitti Baldur) enda mikill brjóstamjólkurkall líkt og bræður hans báðir og varð hann fljótt þykkari yfir kroppinn en ég! Andvökunæturnar voru þó ófáar fyrsta árið hans Benediktst og afrekaði hann það meðal annars að vera yngsta barn á Íslandi til að fá rör í eyrun!
Benedikt er ormur...sem kemur mér mikið á óvart miðað við hvað ég er ALLTAF stillt og góð ...hann hlýtur að fá pjakkháttinn frá ókunnugum bara ...
en hann er semsagt glettinn og skemmtilegur drengur. Auðveldur í umgengni, klár og fallegur, góðviljaður, traustur og sviphreinn og Það mega guðirnir vita að bræður hans munu eiga mikinn klett í honum þegar fram líða stundir. Hann er satt best að segja afar líkur Benedikt afa sínum, bæði í útliti og innræti og þar er svo sannarlega ekki leiðum að líkjast...þrátt fyrir hina alræmdu þrjósku....eða seiglu eins og við kjósum frekar að kalla það
Hann ber þó sem betur fer kvittun föður síns líka, hafbláu augun sem hann fæddist með breyttust nefninlega í undraverða blöndu af mógrænu, brúnu, gulu, grænu og bláu þegar fram liðu stundir og skipta marglitu augun litum eftir skapi drengsins
Litla rófan mín stendur sig vel hvar sem hann kemur og passar allastaðar inn. Hann er gæddur miklu jafnaðargeði og er móður sinni til endalausrar ánægju....hann hefur átt margar skemmtilegar spekúlasjónir í gegnum tíðina því hann er spekingur mikill, spurningar eins og..."mamma..eru þeir gúmmítöffarar?" (í heitum potti fullum af fólki í sundlaug í rvk) "afhverju er afi svona ROSALEGA gamall?" "ég er með stærri haus en Eyþór....en hann er með stærra typpi"....nokkur dæmi
Ég hlakka mikið til þess að fá að fylgjast með litla glettna pjakknum mínum stækka og mannast..mun hann halda áfram að líkjast mér og mínum eða mun hann líkjast föður sínum og sínu föðurfólki...hvað vill hann verða..hvað bíður hans...full framtíð af björtum tækifærum, svo mikið er víst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.11.2008 | 18:50
Deilibörn...
Þetta er hingað til sú lengsta bloggfærsla sem ég hefi ritað...hún er um svokölluð deilibörn, foreldra þeirra og samfélagið í kringum þau. Og er hún rituð vegna pirrings höfundar á fólki og fávitum í kringum sig.
Byrjum með smá sögu af litlum manni.
Hann fæddist, foreldrum sínum til taumlausrar ánægju í ágúst 2006. Litli maðurinn kom heim í faðm stórrar fjölskyldu en ekki fór betur en svo að uppúr slitnaði á milli föður hans og móður þegar pjakkur var ekki nema 3 vikna, ennþá ónefndur og allt saman.
Nú fóru í hönd erfiðir tímar fyrir foreldrana báða en tókst þeim þó með einhverju móti að draga drenginn litla ekki inní ósætti sitt. Úr varð að mamman flutti til Jótlands þar sem hún þekkti gott fólk, en pabbinn varð eftir í Kaupmannahöfn þar sem hann á allt sitt líf. Þarna eru 3-4 tímar á milli.
Einungis eitt sáu foreldrar drengsins sömu augum og var það að þeir voru ævinlega sammála um það að barnið skyldi njóta eins mikilla samvista við þau bæði tvö og hægt væri, þrátt fyrir samskiptaerfiðleika foreldranna. Gengu þeir svo á eftir þessu með eins tíðum heimsóknum á báða bóga og hægt var og var þá reynt að skilja föður og son eftir eina sem mest og oftast. Mamman var heppin að mjólka betur en besta verðlaunakýr
og var því vandalaust að mjólka bara og frysta og senda með drengnum til Kaupmannahafnar, eða skilja eftir í frystinum fyrir þá feðga ef að pabbin kom í sveitina.
Svo fóru málin að vandast meira ....mamman vildi fara til Íslands í nám...ÞAÐ fannst nýbökuðum föðurnum skelfileg tilhugsun, að litli unginn hans yrði svona langt í burtu,
en þar sem pabbinn er ágætlega vel gefin áttaði hann sig fljótt á því og varð staðfastur í þeirri hugsun að áframhaldandi menntun mömmunnar gæti aldrei nema hagnast drengnum litla þegar frammí sótti, og lagði hann því blessun sína yfir þennan ráðahag.
Frá því að guttinn litli lenti á Íslandi og þangað til að hann flutti aftur þaðan unnu foreldrarnir báðir að því með öllum ráðum að þeir feðgar myndu þekkjast þrátt fyrir að Atlantshafið skildi þá að. Þetta var gert með stuttum en örum símtölum, þrátt fyrir að barnið væri ekki enn búið að fylla fyrsta árið, og með tíðum fundum í gegnum vefmyndavél. Þess má geta að ormar á þessum aldri hafa hvorki þolinmæði né gagn af löngum vefhittingum eða símtölum svo foreldrunum þótti betra að hafa þetta bara í nokkrar mínútur í einu en þá oftar í staðin.
Pjakkurinn litli fór svo fyrst einn með pabba sínum til Danmerkur þegar hann var rétt um 13 mánaða, og þá til þess að vera í viku. Mamman var svolítið hrædd um mömmuhjartað sitt en tókst með samtölum við gott og frótt fólk um hag barna (meðal annars hjá sýslumanni) að átta sig á því að þetta er jú raunveruleiki barnsins, mamma og pabbi búa í sitthvoru landinu og þessvegna engum greiði gerður með því að draga það á langinn að mynda gott samband milli feðganna, sem er jú það sem allir góðir foreldrar vilja gera...að tryggja góðar (þó þær séu ekki margar) samvistir á milli foreldra og barna.
Mamman skældi í laumi á eftir guttanum ...en guttinn fór glaður
með pabba sínum sem kom og sótti hann (þess má geta að feðgarnir höfðu ekki hist í u.þ.b. 3 mánuði en guttinn tók föður sínum samt fagnandi...þetta þakka foreldranrir þeirri vinnu sem lögð var í vefsamskipti feðganna) Þessari viku í Danmörku eyddu þeir feðgar fyrst og fremst heima hjá pabbanum, tveir saman að hnoðast hvor í öðrum og kynnast almennilega á eigin forsendum
Amman og afinn komu líka í heimsóknir sem og stóri frændinn.
Gutti kom til baka til múttunnar sæll og glaður og hafði hann líka talað við hana í tölvunni á meðan á Danmerkur heimsókn hans stóð...knústi hana fast og kúrði í hálsakot en vildi líka hafa pabba...pabbinn var þó kvaddur og hafa þessar heimsóknir upp frá þessu gengið afar vel og þeir feðgar víkka út sjóndeildarhring sinn statt og stöðugt og fóru þeir meira að segja saman til útlanda í frí með vinum pabbans síðasta sumar
Allir aðilar eru himinlifandi; Pabbinn yfir því að fá til sín drenginn sinn og fá að hafa hann í friði á sínum forsendum, mamman yfir því að drengurinn hennar eigi gott samband við pabba sinn þrátt fyrir fjarlægðir og ekki má gleyma litla aðalatriðinu sem er þeirrar lukku aðnjótandi að eiga gott samband við bæði mömmu sína og pabba.
Eftir að litli skæruliðin flutti til Danmerkur aftur með mömmu sinni hefur lítið breyst í samskiptum hans og föður hans, það eru einir 3-4 tímar á milli heimila foreldranna svo að heimsóknir eru lítið tíðari en þær voru þegar guttinn bjó á klakanum. Svo að enn sem komið er eru þeir feðgar neyddir til þess að reiða sig sig á vefmyndavélar, síma og heilbrigða skynsemi mömmunar svo hún standi ekki í vegi fyrir eðlilegri sambandsmyndun á milli feðganna eins og hún getur orðið við þessar aðstæður.
Ekki þýðir að væla yfir aðstæðum, þær eru svona, það eina sem hægt er að gera að ganga úr skugga um að barnið fá að njóta þess besta frá báðum...alltaf...þrátt fyrir gömul særindi á milli foreldranna, þrátt fyrir landfræðilegar áskoranir og þrátt fyrir einkaskoðanir hvors foreldris fyrir sig á hinu
Þess má geta til gamans að þessir foreldrar eru allt annað en vinir, hvort um sig veit lítið hvað hitt aðhefst í sínu lífi og ræðir þetta fólk aldrei nokkur tímann um annað sín á milli en drenginn litla sem þau eiga sameiginlegan.
Og þá...
Þá er komið að spekúlasjóninni sem liggur að baki þessarrar færslu ....afhverju er þetta ekki normið? Þegar fólk heyrir þessa sögu, eða af aðferðum þeim sem þessir foreldrar hafa beitt til þess að tryggja hagsmuni barnsins, jafnvel á milli landa, gagnvart foreldrum, og þá sérstaklega föður þar sem faðir býr langt í burtu, þá heyrist iðulega eitthvað af eftirtöldum svörum:
VÁ hvað mamman er góð við pabbann að leyfa honum að fara með barnið svona! Ok...hvað er að þessari setningu.... Hvernig getur mamman verið að "leyfa" föður að fara með sitt eigið barn....börn eru ekki einkaeign...pabbinn "leyfir" líka mömmunni að hafa barnið búandi hjá sér...
Rosalega er þessi pabbi duglegur með barnið sitt! fyrirgefðu sorry...er pabbinn eitthvað svakalega duglegur að sinna barninu sínu...er það ekki eðlilegt að feður sinni börnunum sínum...ekki finnst mér það gera þá að neinum hetjum.
Hún þarf ekki að leyfa honum þetta! .....og þá er átt við að leyfa föðurnum.....engum dettur í hug að það eina sem verið er að "leyfa" er að það er verið að leyfa litlu saklaus barni að eiga bæði föður og móður þó foreldrarnir séu ósammála um lífið og sinni mismunandi hlutverkum í lífi barnsins.
Verður ekki erfitt fyrir hana að kveðja barnið? jú víst verður það það....en hefur ekki pabbinn þurft að kveðja barnið og vera án þess á tímum líka....þetta snýst bara ekkert um mömmuna...heldur barnið.
Getur hún ekki haft hann? jájá....það hlýtur eitthvað að vera AÐ mömmu sem að sendir barnið sitt svona lítið til útlanda....eina ástæðan fyrir því að pabbar taka þátt...er sú að mömmur geta ekki...eða hvað?
Treystir hún honum fyrir barninu einum? Bíddu halló halló....á þessi maður ekki barnið...elskar hann það ekki að minnsta kosti jafn mikið og mamman...er þetta ekki fullorðin maður sem hefur búið einn í mörg mörg ár....hvaðan kemur eiginlega svona vitleysa...þó svo að pabbi geri hlutina öðruvísi en mamma, þá er ekki þar með sagt að hann geri þá verr....
Tveir eða þrír hafa ekki sýnt neina upphrópun, undrun eða fordæmingar á þessu fyrirkomulagi...heldur þótt það vera ofureðlilegt að þó að fólk sé ekki saman, sé ekki vinir og sé að mestu ósammála um lífið og tilveruna ....geti það SAMT haft hagsmuni sameiginlegs barns að leiðarljósi.
Og svo...
Ástæða þessara gífurlegu vangaveltna um þetta.....JÓLIN....
Afhvejru er fyrsta spurningin sem ég fæ þegar ég segi fólki að sonur minn ætli að eyða jólunum með föður sínum "afhverju?" Afhverju er það ekki algerlega eðlilegt að barn eyði jólum með föður eins og móður? Ekki myndi fólk spyrja mig hversvegna hann myndi eyða þeim með mér ef sú væri raunin.
Ég þoli ekki þessa samfélagslegu fordóma sem eru eilíft í gangi gagnvart þessari fjölskyldu tegund...
Til dæmis;
Hvernig getur faðir verið "fáviti" fyrir að vera ekki nóg með barninu sínu þegar það er móðir barnsins sem setur hömlurnar? Sama hversu mikið föður langar að fá barn í heimsókn, fá að eyða með því tíma, fríum eða jafnvel bara mánuðum þá fær hann það ekki því að mamman "á" barnið og það er svo erfitt fyrir HANA að kveðja barnið sitt svona lengi! Kommon sko..eigingirnin holdi klædd!
Engin hugsar útí að það er barnið sem er aðaleikarinn...það er barnið sem að græðir á því að fá að umgangast báða foreldra sína þó svo það þurfi að sjá af þeim til skiptis. Ekkert barn bíður skaða af því að kveðja móður sína um tíma...ef við gefum okkur að internetsamband sé mögulegt...til þess að eyða tíma með föður sínum...ÞÓ það sé voða voða erfitt fyrir mömmuna að sjá af unganum sínum um stund. Ég lofa!!
Þessu má hæglega snúa við...ég er ekki að LEYFA barnsföður mínum að vera með barnið SITT um jólin...heldur er það ofur eðlilegt að feðgar eyði tíma saman, öllum þeim tíma sem hægt er að koma við þegar fólk býr í 4 tíma fjarlægð hvort frá öðru...einfaldlega vegna þess að aðaleikarinn....BARNIÐ...græðir á því.
Þó hann þurfi að sjá af mér og bræðrum sínum um jólin, og við af honum, þá er staða hans einfaldlega sú í þessari veröld að hann á þennan frábæra föður sem ekki býr með móður hans og mun eiga um ókomna tíð svo það er eins gott að leyfa honum að njóta þess besta frá báðum frá upphafi svo að aldrei þurfi að koma til áfalls vegna þess að vera komin langt upp undir fermingaraldur þegar á að byrja að hafa samskipti við pabba því hann býr svo langt í burtu...úr svona aðstæðum þarf ekki að gera mál eða drama
...ef að við fullorðna fólkið í kringum börnin getum hegðað okkur eins og fólk upplifa börnin sinn raunveruleika einfaldlega svona...stundum er ég hjá mömmu...og stundum er ég hjá pabba.
Baldur sonur minn og pabbi hans eiga hið besta samband sem hægt er miðað við gefnar aðstæður. En sem komið er, er ég mikilvægur milliliður milli þeirra feðga einfaldlega vegna þess að Baldur kann þetta ekki sjálfur ennþá og þá verð ég bara að gjöra svo vel að fatta það að þetta snýst EKKERT um mig....og ALLT um Baldur...hann á þennann pabba...þetta er eini pabbinn hans...ég valdi að eiga barn með þessum manni og þá er eins gott fyrir mig að fara ekki að breytast í fávita og ætla að vera saklausum syni mínum þrándur í götu í samskiptum við pabba sinn!
Það mun koma að því að þeir feðgar geta átt samskipti án þess að ég þurfi að kveikja á tölvunni fyrir guttann...eða slá inn númerið í símann...og þá líka...þarf maður að hafa vit á því að leyfa þeim að eiga það í friði en vera ekki að troða sér og sínu inní einkasamskipti föður og sonar.
Prófið að taka eigin óskir, rugl, fordóma, drama, skoðanir, særindi og hagsmuni ÚTFYRIR jöfnuna og koma því inní hausinn á ykkur að svo lengi sem að hitt foreldri barnsins getur hugsað sómasamlega um það...og þá á ég við fæði og húsaskjól...og virt mannréttindi þess...semsagt ekki beitt það ofbeldi....þá MÁ EKKI STANDA Í VEGI FYRIR SAMSKIPTUM FORELDRA OG BARNA!!
Það er ekkert nema eigingirni og kvikindsskapur í garð eigin barna að gerast sekur um slíkt!! og ENGIN ástæða nema lögbrot gagnvart barni réttlæta slíkar gjörðir.....ENGIN!
OG það kemur manni ekki við sem HINU foreldrinu hvað barnið gerir með pabba/mömmu...svo lengi sem að lögbrot er ekki að eiga sér stað....það eina sem að kemur okkur við og er 100% á okkar ábyrgð sem það foreldri sem að barnið býr hjá er að stuðla að því með ÖLLUM ráðum að barnið okkar fái eins mörg tækifæri til samskipta við hitt foreldri sitt og mögulegt.
Hana nú og over and out....og hegðið ykkur svo eins og fólk og hættið að hampa góðum feðrum, "kóa" með mæðrum sem nota börnin sín sem spilapeninga og hneykslast á mæðrum sem standa ekki í vegi fyrir feðrum barna sinna!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.11.2008 | 12:28
Tapaði fyrir jólunum....!
Vá hvað ég er búin að skíttapa fyrir jólunum Ég sem hef alltaf verið anti-nóvember-jólafasisti er bara búin að setja jólaljós upp um allt og dreifa jólaskrauti útum alla íbúð, setti meira að segja seríu á litla sæta jólatréð sem gamla settið kom með heim frá Singapor hér um árið.
Svo að núna er allt voða voða huggó heima hjá okkur (quote: Eyþór Atli) Við Jóna dembdum okkur líka í smákökubakstur síðustu helgi (strákunum til mikillar ánægju ) og hefur verið stanslaus smákökuilmur í húsinu síðan....þar sem við erum voða voða dugleg við að maula þetta góðgæti
Annars er pressan í skólanum að aukast til muna, ég bíð ennþá eftir því að ég tapi mér í stressi en það virðist ekki ætla að láta á sér kræla...sem endranær hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera
Ég þarf samt að skila einum 5 ritgerðum fyrir annarlok, sem þurfa að mæta ákveðnum stöðlum svo ég öðlist próftökurétt í þessum 5 fögum, 6. fagið er símatsfag sem betur fer. Svo fer í hönd prófatími í JANÚAR....já takk fyrir kærlega...frábært að fá tækifæri til þess að velta sér uppúr prófalestri svona yfir jólin...þar sem ég á hvort sem er ekkert börn til þess að halda jól með eða neitt.... ...piff á þetta skipulag
En svona er það víst þegar maður hellir sér í háskólanám, einstæður með þrjá orma í pilsinu...strákarnir geta hist og lært um helgar...á meðan ég fæ að fara í smákökubakstur og Lúdó Það er svolítið spes upplifun að vera sú eina í mínum bekk sem á börn...og það virðist alltaf koma bekkjarfélögum mínum jafn mikið á óvart þegar ég get EKKI hitt þau til að læra eða djamma eða leika eða eitthvað...því að ég er að fara á Tae Kwon Do æfingu...eða heim að elda og leika með playmo
En það er eins gott hvað veturinn er frábær tími hérna í DK, annars væri erfitt að keyra þetta í gegn á seiglunni...danir hafa jólaljósin uppi við lengi því það verður svo mikið niðamyrkur hér, ótrúlegt í rauninni hvað það verður mikið dimmara hér en heima á Íslandi...mér finnst það svo kósý ... að fara með litlu feitabolluna mína í leikskólann...dúðaðann í snjógalla, með þykka húfu og vettlinga og gallaður uppúr og niðrúr í ull innan undir....OF SÆTUR
Svo er það einhvernvegin öðruvísi að koma heim úr skólanum á milli 16 og 17 með ungastóðið í niðamyrkri, fara inn og fá sér kaffitíma...rúgbrauð, smákökur og kakó....því það eru að koma jól hehe...og kúra svo eitthvað og lesa eða fara í heimsóknir í myrkrinu til nágrannanna...æææææ mér finnst þetta myrkur sem kúrir yfir eitthvað svo rómó alltaf. Ískuldi, stjörnubjartar nætur, kúr undir teppi... (ég ss þarf ekki að hjóla í ískuldanum eins og hinir
)
Dsjís...(nýja uppáhalds ritaða orðið mitt) ég er svo upptekin af því hvað lífið er skemmtilegt um þessar mundir að ég gleymi alveg að stressa mig yfir prófum og ritgerðum, fólkið í skólanum er svo skemmtilegt að það léttir andrúmsloftið alveg gífurlega...verður maður svo bara ekki að vona að þetta smelli bara saman í annarlok
Annars var verið að gefa út bók um Gamlann minn....og ég hlakka GÍFURLEGA til þess að glugga í hana um jólin...það er ekkert smáræði sem ég er stolt af kallinum, mér finnst ég heppin að þekkja hann, hafa fengið og fá ennþá að læra af honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 20:35
Stúlkan sem starir á hafið...
Áður en þessi færsla er lesin...eða á meðan...þarf að hlusta á lagið sem linkað er á hérna neðst í færslunni.
Hlusta fyrst...lesa svo
Ég var að finna þetta lag aftur...það er ótrúlega sárt og tregafullt á svo angurværan máta að það hreinlega seiðir mann með sér inn í heim þessarra djúpu tilfinninga sem ort er um. Söknuð, forvitni, ást, trega, vonleysi, hryggð, skilningsleysi og afneitun...ég get næstum fundið lyktina af úfnu hafinu, heyrt brimið leika um fjöruna og fundið villt rokið berja á andlitinu þegar ég loka augunum og gleymi mér í þessu lagi.
...vá...ljúfsárt heimþrárskot...
Hér fylgir brot úr texta lagsins.
Ég sá hana dansa með döpur græn augu
dansa líkt og hún væri ekki hér,
hún virtist líða um í sínum lokaða heimi
læstum fyrir þér og mér
Hver hún var vissi ég ekki en alla ég spurði
sem áttu leið þar hjá
þar til mér var sagt að einn svartan vetur hefði
sjórinn tekið manninn henni frá
Þetta er stelpan sem starir á hafið
stjörf með augun mött
hún stendur öll kvöld og starir á hafið
stóreyg, dáldið fött
Þessi starandi augu, haustgræn sem hafið,
ég horfði ofan í djúpið eitt kvöld
þau spegluðu eitthvað sem aðeins hafið skildi
angurvær, tælandi og köld
Uppi á hamrinum stóð hún og starði yfir fjörðinn
stundum kraup hún hvönninni í
þar teygaði hún vindinn og villt augun grétu
meðan vonin hvarf henni á ný
(Höf:Bubbi Morthens)
Bubbi nær að lýsa náttúru og tilfinningum á einhvernvegin svo hugljúfan, angurværan og einlægan máta að maður getur ekki annað en hrifist með...prófið bara...að loka augunum og sjá fyrir ykkur fjörðinn....víðáttu hafsins..sorgina yfir tollinum sem það heimtir...harðneskjuna í því að svona er lífið...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar