15.1.2009 | 19:56
Aaahhhhhhh :O)
Home sweet home
Unga konan vaknaði um miðja nótt...klukkan 04:00...eftir klukkutíma svefn Hún fann strax á sér að einhverjir undarlegir straumar lágu í loftinu...það kom í ljós að dagurinn sem lá framundan yrði slæmur hárdagur, sem betur fer var hún yfirleitt nokkuð í lagi í framan svo heildarlúkkið slapp.
Daman vakti karlmennina á heimilinu og neyddi þá á fætur gegn vilja þeirra, hún fékk stóra sterka manninn úr næsta húsi til þess að koma og burðast með níðþungar byrðar út í næturfrostið og fylgdi svo strax á eftir sjálf í fylgd áðurnefndra karlmanna.
Hið hljóðláta kvendi beitti svo öllum brögðum í bókinni í þeim tilgangi að losa sig við hinar níðþungu byrðar og tókst henni það að lokum með miklum spottatogunum Unga konan og karlmennirnir í fylgd hennar fetuðu sig svo áfram í nær mannlausu gímaldinu sem þau höfðu hafnað í og viltust þau að lokum á bása þá er þeim höfðu áður verið úthlutað án nokkurs samráðs við þau. Þar fór hárdagurinn stórum versnandi þar sem meðvitundin slapp frá varnarlausri konunni í heilar tvær klukkustundir og hafði því heildar lúkkið tekið á sig alvarlegt högg þegar þrenningin flúði loks af básum sínum.
Byrðunum sem áður hafði verið létt af stúlkunni var varpað til baka af fullum þunga og varð það konunni til happs að útúr myrkrinu steig ungur vestfirðingur, heljarmenni í vexti sem og aðrir vestfirðingar og bauð hann aðstoð sína brosandi
Nú hófst síðari hluti hinna skipuögðu myrkraverka, bætt skyldi á karlaforðann og honum svo komið fyrir fjarri alfaraleið. Þetta krafðist töluverðrar samvinnu og skipulagshæfni af bæði konunni ungu sem og hinum göfuga vestfirðingi, stóra planið gekk þó eftir að lokum og virðast fæstir hafa beðið alvarlegt tjón á sálu sinni eftir velkingar undanfarins sólarhrings...sem betur fer
....en svona í alvöru, þá erum við LOKSINS komin heim....allar múslurnar sofandi í sínum bólum uppgefnir eftir ferðalag sem hófst fyrir allt of mörgum klukkustundum Múttan situr svo stjörf af þreytu....aaaalveg að fara að hypja mig í MITT rúm ...búin að baða barnaflotann, fóðra, vaska upp og lesa.....og þá var eins gott að liðið þurfti í háttinn því batteríin eru búin í mömmunni.
Þegar við gengum inn áðan tók á móti okkur þessi líka skemmtilegi klóaksfnykur....það stafaði semsagt af því að allt vatnið var uppgufað úr klósettinu og þá myndaðist þessi líka skemmtilegi keimur... Því var sem betur fer auðveldlega kippt í liðinn
Það voru miklir fangnaðarfundir svo ekki meira sé sagt þegar við fórum og sóttum pattann í dag, mikið skelfing þótti mér hann hafa fullorðnast á þessum mánuði sem hann hefur eytt með föðurfólkinu sínu ..... og dsjís hvað hann er alltaf mikið krútturassgat Það er semsagt vægast sagt frábært tilfinning að vera komin heim í litla kotið okkar, öll saman eins og það á að vera
Planið á morgun er að leyfa Baldri að vera svolítð í leikskólanum, fara í mæðraskoðun, reyna að komast að því hvenær þetta bölvaða próf er, hitta aðalfólkið á svæðinu og snúa ÖLLU við í þessari afsökun fyrir íbúð og endurskipuleggja frá A-Ö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2009 | 22:54
Dekur á dekur ofan :O)
Þarf að ræða það eitthvað?
Mig langar að taka Laugardalslaugina með mér til Danmerkur.....og Garðslaug..
Bara vá hvað það er æðislegt að fara aaaaleinn í sund....eldsnemma að morgni eða afar seint að kvöldi...í myrkrinu (verst að það er ekki snjór líka), flatmaga í heitupottunum, fara í gufu, synda svolítið...þykjast vera með einhverjum krakka og stelast í rennibrautina og flatmaga svo meira í heitu vatninu og fersku loftinu. Ég get alveg eytt heilu og hálfu dögunum í svona dekur
Annars er suðvestur hornið alveg að gera sig eins og venjulega, maður reynir að skipta sér jafnt á milli þess mikilvægasta eins og maður á vanda til í Íslandsheimsóknum; símtöl við lögregluna, kaffihús og veitingastaðir með vinum og vandamönnum, chill fram á nætur með góðu fólki, aukasónar til öryggis, göngutúrar um miðbæinn, frænkuspjöll, vinkonuspjöll og vinaspjöll, bíóferðir og síðast en ekki síst dekur við moa
Annað kvöld næ ég svo í guttana sem hafa verið að hafa það gott hjá pabba sínum og Bergnýju yfir helgina og þá fara í hönd dagar af allt annarskonar chilli og notalegheitum....ormachilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 17:12
Borg óttans...!
Mig langar að byrja á að þakka ykkur öllum (líka þeim sem kvittuðu af hræðslu ) fyrir hamingjuóskir og fallegar kveðjur til mín og minna undanfarið
Það er mjög gaman að fá góðar kveðjur frá ykkur sem nennið að lesa þetta líka snilldarblogg
Við erum á leið til borgar óttans, þar munum við hafa stutta viðdvöl þangað til að við fljúgum svo HEIM Ég hlakka svo til að komast heim í mitt dótarí og mitt fólk...og FEITA PATTANN MINN
að ég er að fara yfirum hehe. Ég ætla þó að reyna að njóta daganna fyrir sunnan eftir fremsta megni.
Ég er búin að pakka í þúsund og eina tösku fyrir ferðalagið okkar og varð þetta að sjálfsögðu að vera svolítið flókið. Sumt á að notast í Reykjavík, en annað á að fara beint til DK...svo þetta var svona...tvöfalt pakkerí
Ég hef semsagt nóg að gera sem endranær og sé ég ekkert fyrir endan á því neitt, Litli Jón er að láta meira til sín taka þessa dagana en ekki þýðir að væla yfir því....stanslaus ógleði, uppköst, þreyta, þyngdarmissir, svimi, stanslausar klósettferðir, 0 matarlyst og brjóstsviði eru jú hluti af "the magical glow of pregnancy"
eins og einhver karlmaður hlýtur að hafa kallað þetta
......og svo er líka leiðinlegt að væla
....... og ekki töff
Þessu lýkur þó einhverntíman sem og öllu öðru svo ég ætla bara að einbeita mér að því að upplifa rómantíkina sem virðist alltaf umhlykja meðgöngur og ungabörn
Í besta falli vakna ég eiturhress og laus við ógleði á morgun...og fer að bæta á mig kílóum eins og hetja ..........og í versta falli lagast þetta uppúr miðjum ágúst....sem er nú ekki svo langt undan
Ég veit ekki hvenær ég kemst í tölvu næst....svo þið verðið bara að bíða milli vonar og ótta eftir nýrri skýrslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 11:22
Eruð þið að pína mig viljandi????
Án gríns...erum við ekki búin að ræða þessa forvitni?
4. janúar kíktu 48 manns á þetta líka áhugaverða blogg dagana á undan og eftir hefur þetta verið eitthvað á milli 20 og 40 og einstaka dag.......þegar fólki leiðist gífurlega...hefur þetta slæðst uppundir 50.... og ég....sem er þungt haldin af forvitni...á háu stigi...þjáist með því hversu fáir kvitta fyrir sig
Ég er ekki alveg komin í það að engjast af kvölum vegna þessa ennþá....en það gæti komið að því
En eníveis, þá er ég farin að hugsa mér til hreyfings. Er komin með mikla heimþrá og langar bara að komast í okkar umhverfi og okkar dótarí. Við erum byrjuð að tína okkur saman svona hægt og hægt því við ætlum að eyða síðustu vikunni okkar á suðvestur horni landsins.
Ég verð með farangur alveg fyrir allan peningin þar sem við þurfum bæði að fara heim með jólagjafir ormanna og svo ungbarnafötin á litla Jón og ýmislegt sem því fylgir. Ungbarnahafurtask bræðranna var nefninlega allt skilið eftir á Íslandi því frekari fjölgun var ekki í planinu...en litli Jón er frekjudós og ákvað að koma samt
Ég veit nefninlega ekki hvort ég kem eitthvað aftur fyrir áætlaðan fæðingardag sem er um miðjan ágúst, en þó svo verði er alveg örugglega betra að ljúka því af að burðast með þetta dótarí á milli landa núna en í júlí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.1.2009 | 16:58
Staðreyndaskot
Ég ætla að byrja með smá staðreyndaskot af og til....eða ss þegar ég kemst að hlutum sem voru mér áður huldir en ég ætti að hafa vitað lengi. (og ég nenni ekki að læra og er að hanga á netinu )
Ég komst til dæmis að því í dag að þar sem að hinn helmingurinn af litla Jóni er með hnetuofnæmi þá má ég ekki borða hnetur á meðgöngu eða á meðan á brjóstagjöf stendur þar sem að örlítil prótein geta borist í fylgjuna, eða mjólkina, og aukið stórlega líkurnar á því að litli unginn fái sjálfur hnetuofnæmi eins og pabbi sinn.
Maður skyldi ætla að maður hefði rekið augun í þetta á fyrri meðgöngum, en svo getur vel verið að maður hafi lesið yfir þetta eins og hitt en það bara ekki "dánlódast" því það hefur ekki verið ástæða til að veita þessu athygli fyrr en nú.
Það er ss staðreynd dagsins, ég má ekki borða hnetur í að minnsta kosti eitt og hálft ár héðan í frá!......hvernig ætli sé með bölvað selleríið og grænu baunirnar....ætli það sé líka á bannlista þá? fróðir mega fræða mig Annars spyr ég bara ljósuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2009 | 13:56
Gleðilegt nýtt ár :O)
Jújú....árið komið
Stóra familían mín átti frábær áramót, en þó öll í sitthvoru lagi Baldur litli naut sín í faðmi föðurfjölskyldu sinnar í Kaupmannahöfn og var hann MJÖG glaður með flugeldana á miðnætti
Eyþór og Benni nutu sín í faðmi sinnar föðurfjölskyldu í Reykjavík og fékk þeirra innra sprengjuvargaeðli einnig að njóta sín í góðu yfirlæti. Ég og litli jón nutum kvöldsins framan af með einni af mínum eðalsystrum og hennar fólki og einum af mínum eðalbræðrum og hans fólki, en fluttum okkur svo um set ásamt nokkrum öðrum til þess að skemmta okkur í faðmi hinnar familíunnar fram á morgun...nefninlega Keilisfamilíunnar
Þar var komin frábær samtíningur af fólki og þegar ég fór heim meðal þeirra fyrstu var klukkan farin að ganga 7 um morgun
Svo það má með sanni segja að familían hafi verið dreifð þessi jól og áramót, en svona er það víst þegar börnin eiga fjölskyldur hér og þar sem þau vilja njóta líka ég er samt strax farin að hlakka til næstu jóla þegar við verðum bara öll saman heima hjá okkur
Nýja árið er að byrja með stæl. Maður byrjar á að þakka fyrir stóráfallalaust ár og áramót og sem stenudr er ég að losa mig við ritgerðir dauðans hingað og þangað til Danmerkur og er byrjuð að læra fyrir próf. Litli jón er bara þessi líka indælis leigjandi. Hann vill ekki malt og eitthvað smotterí í viðbót... en flest virðist bara vera nokk í lagi og semur okkur vel enn sem komið er
Nú eru bara 12 dagar þangað til við förum heim og knúsum feita pjakkinn okkar og um að gera að halda sér uppteknum svo maður skæli ekki í koddann sinn af söknuði uppá hvern dag Þetta er lengsta tímabil sem hann hefur eytt í einu hjá pabba sínum og fyrir mína parta er þetta orðið vel langt, en guttinn er vígreifur og nýtur sín baðaður í athygli svo maður ætti víst ekki að kvarta
Knúsið hvert annað og þakkið fyrir þá traustu vini sem þið eigið.....god knows I do
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 14:28
JÓLA - SURPRISE!!!
Eins og maðurinn sagði...þá er sjaldan ein báran stök, when it rains it pours og þar fram eftir götunum
Hér á þessu undursamlega frjósama heimili er sem sagt von á fjölgun (ekki fá hjartaáfall, allir nánustu (mín megin, veit ekki hvernig pabbinn hefur staðið sig í upplýsingaflæðinu til síns fólks) eru BÚINIR að fá fréttirnar
) Jájá..ég veit að mörgum ykkar þykir snemmt að segja frá væntanlegri fjölgun þegar ekki er lengra liðið á meðgönguna en rétt tæpir 2 mánuðir...en málið er nú bara svoleiðis að þegar maður er að ganga með sitt fjórða barn...þá sér bara á manni nánast frá getnaði
(fékk einhverntíman þá útskýringu að það hefði eitthvað með slaknandi liðbönd að gera...) og ég er orðin þreytt á..."ert þú nú loksins að fara fitna stelpa...orðin þetta gömul" kommentum og fleiri í sama dúr...svo eftir að doksi konstanteraði að núna væru innan við 5% líkur á því að þetta kríli hætti við að mæta ákvað ég bara að láta slag standa og hætta að fela mig fyrir öðrum
Svo að ykkur sem fáið hland fyrir hjartað sökum tímasetningar....segi ég bara að eiga ykkur og ykkar hneyksl í friði
Krílið mun vera væntanlegt þann 14. ágúst samkvæmt sónar og er það svolítið skondið þar önnur hinna væntalegu stóru systra á einmitt þann afmælisdag en miðað við að í það skiptið sem múttan var ekki sett af stað í fæðingu með hina ormana þá gekk hún framyfir, má vona að litlu systkinin fái að eiga sitthvorn daginn.
Svo breytast nú þessar dagsetningar oft í sónarskoðunum og slíku...
Þó svo foreldrarnir vaði ekki beint í peningum er víst til nóg af börnum En svona til þess að varpa ljósi á þetta fyrir mína GÍFURLEGA stóru stórfjölskyldu sem hefur bara hitt Gimsa einusinni (sumir...aðrir aldrei)...og það í fjölmennu stórafmæli, þá kemur litli Jón (viðurnefni sem hefur fests þrátt fyrir að Dóran segi að þetta sé dama
) til með að eiga þrjá eldri bræður og tvær eldri systur
Litla krílið kemur því til með að vera vel ríkt af fólki og má geta þess til gamans að ég er yngst af sjö systkinum og pabbinn er yngstur af sex svo að það má með sanni segja að litla Jón kemur hvorki til með að skorta systkini, frændur eða frænkur Og ekki má gleyma öllum bónusfrænkunum...(bestu vinkonur mömmunnar
) Og Einsa heiðursfrænda
Þetta er eins og lesa má dágóður hópur og er það líklega ágætt að þetta er ekta íslenskur systkinahópur, semsagt dreifður á þrjár mömmur og þrjá pabba Nú er bara að vona að allt þetta fullorðna fólk í kringum þessi kríli geti hegðað sér eins og fólk og látið þetta allt saman ganga upp svo ekki verði gengið á þau forréttindi ormanna að eiga systkini
Ég á eins og flestir vita guttana og Gimsinn á dömurnar....og verður því spennandi að sjá hvort blandan af okkur verður gutti eða dama
Víst er það vitað að þessir kallar eru oft frekari í barnamölluninni...en ég kalla hann samt litla Jón....og hana nú
Af okkur er annars allt flott að frétta. Ég er búin að skrifa svo margar ritgerðir að ég fer að breytast í heimildaskrá Ég gref mig ofan í kjallara á ættarsetrinu hans Begga bróður og kem bara upp til að borða og knúsa kallana mína....ókei..og mömmu
Annars erum við í frábæru yfirlæti hérna í Kolgerði og við stöndum á stanslausu blístri hér hjá ömmu og afa í sveitinni.
Endurkoma hersveitarinnar til Danmerkur er áætluð um miðjan janúar, þá fyrst tekur við prófastress hjá múttunni... og þá kemur það sér AFAR vel að ormasúpan mín er svona lika AGALEGA vel upp alin hehehe
Over and out frá fjallageitunum í Kolgerði og megið þið öll njóta hátíðanna...líkt og það sé engin morgundagur (bara fyrir Sibba....og Robba )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.12.2008 | 15:04
Helgin já...
Þetta var litrík helgi...to say the least!
Ferðin suður byrjaði vel, Við Stevie fórum í samfloti með Oddnýju Láru eðalfrænku sem er komin slétta 8 mánuði á leið með frumburðinn. Það vildi svo ekki betur til en svo að einhverjir hnökrar voru á því að við kæmumst beinustu leið suður því að sjúkarhúsið á Akranesi krafðist nærveru okkar frændsystkina eftir að nokkrir bílar höfðu tekist á um göturýmið undir Akrafjalli Sem betur fer eru allir á lífi, fólk mismikið brotið að vísu en Gríshildur, leigjandinn hennar Oddnýjar, er hraust (sver sig í ættina) og heldur sig staðföst á sínum stað
Þegar í bæinn var komið (við sem vorum ferðafær) tók við Keilisgleðskapur sem að sjálfsögðu var frábær Þó gat hann ekki gengið hnökralaust fyrir sig heldur því um klukkan 01:00 fæ ég símtal frá snillingi sem þá var farin heim og taldi hann sig vera í einhverjum vandræðum.....eða réttar sagt var mér bara að koma strax yfir...lengri urðu þær samræður ekki þar sem ég smeygði mér í spandex gallann með þrumunni framaná og henti á mig skykkjunni og flaug af stað......
........nei ? trúið þið því ekki? Ókei...en svona: ég sagði við Lalla....."Lalli....vantar bíl NÚNA" hann sagði "lyklarnir eru í vasanum mínum" svo ég rændi Lárus, og hentist af stað.
Þar var hetjan í andnauð svo sjúkrabíll var eina vitið. Við hentumst í dauðans ofboði niður á sjúkrahúsið í Reykjanesbæ og þar var mallaður lyfjakokteill í sjúklinginn og honum gefið súrefni að sjálfsögðu...þessi elska er nefninlega með bráðaofnæmi...og öndunarvegurinn var að gera sér lítið fyrir og lokast bara!
Eftir að hafa tekið út aðstöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í svolítin tíma (sjúklingurinn ss hafður undir eftirliti) sluppum við svo heim á leið.
Laugardagurinn var líflegur eins og við var að búast. Sofið var eilítið frameftir vegna anna næturinnar áður og var ég mikið fegin því að þurfa ekki að glíma við timburmenn eins og sumir aðrir
Eftir mikið snatt og heimsóknargræ var deginum slúttað á Andkristnihátíð, sem var auðvitað tær snilld. Á Amsterdam komu fram nokkur frábær bönd, og áttu sér stað ýmsir atburðir sem ættu hreinlega helst heima í annarri vídd! en ég uppgötvaði nýfundna ást á bandi sem kallar sig Bastard og Sólstafir standa að sjálfsögðu ALLTAF fyrir sínu Viðleitnisverðlaunin fær þó hljómsveitin Reykjavík! sem tókst á þeim tíma sem þeir spiluðu 3 lög að slíta eina gítaról, brjóta einn disk í trommusettinu og slíta streng í bassanum
Þeir urðu að stíga af sviði vegna þessarra hrakfara en þeir gerðu það með brosi á vör og húmorinn í framsætinu og voru þessvegna algerir sigurvegarar þarna
Þarna var rokkað þangað til klukkan var rúmlega 3 og fór ég þá í að skila sauðdrukknum lýðnum heim....hehehe það var áhugaverð bílferð
Sunnudagurinn fór að mestu í jólasveinaskyldur og heimsóknir, það er að sjálfsögðu ómögulegt með öllu að athafna sig í borg óttans án þess að rekast á múg og margmenni á förnum vegi og var það töluvert skemmtilegt að ná að gefa mörgum vinum og ættingjum jólaknúsin svona á röltinu
Við lögðum af stað úr bænum um klukkan 10 að kvöldi og þá með fullann bíl þar sem Davíð Stefnisson (sem ætlar að skíra son sinn Benedikt...því þá á hann Benedikt Davíðsson.....gaurinn er 11 ára!) kom með okkur norður og ætlar að eyða jólunum með pabba sínum og okkur hérna, og svo var auðvitað svarti maðurinn með....
Þetta var frábært roadtripp; tónlist, húmor, íslenskt svartamyrkur uppá heiðum, snjókoma......og meiri húmor Við renndum í hlað í Kolgerði klukkan 03:00 og hrundum í bælin (að vísu var Dabbi búin að sofa síðan um 11 leytið) ....sem var ÆÐI!
Ég er strax farin að hlakka til næstu helgarferðar á suðvesturoddann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2008 | 15:12
Komin í annann heim :O)
Heim snjógalla og mannbrodda, jeppa og nagladekkja, þar sem nefin verða í alvörunni köld og maður er ekki of töff til að vera með húfu...semsagt norður í land til mömmu og pabba Torfærurnar heim afleggjarann eru nóg í sjálfu sér til þess að vekja upp minningar gamalla tíma...þegar það var ALLTAF snjór á veturna hehe
Við Eyþór fórum í fjallgöngu í morgun...dúðuð frá toppi til táar, renndum okkur niður ísilögð túninn og klofuðum snjóinn sem fyllir skurðina...enduðum svo í hressingu í Hléskógum hjá Begga bróður...mikið er alltaf gott að koma í sveitina. Útsýnið úr gluggunum yfir Eyjafjörðin hjá gamla settinu slá út besta málverki og kolsvartur leyndardómsfullur himininn, stjörnubjartur alsettur dansandi norðurljósum er skörp andstæða við ljóma snævi þaktra fjallanna
En lang best af öllu var að knúsa hann Benedikt minn, litli tannlausi kúturinn minn sem er svo mikið duglegur alltaf hreint....ofsalega er faðmur manns tómur þegar eitt barnanna manns er svona langt undan...við fórum hreinlega bæði að skæla þegar við hittumst og knúsuðumst alveg heillengi og erum enn að, enda er tveggja og hálfs mánaða aðskilnaður hrein pynting. Okkur hlakkar mikið til að fara aftur heim til Danmerkur öll saman
En núna er ég sem sagt sest niður í kjallaraíbúðina í Hléskógum og ætla ég að hreiðra um mig hér eftir bestu getu og grafa mig í ritgerðarskrif og prófalestur. Takmarkið er að vera búin með allavega eina ritgerð áður en ég kem í bæinn á föstudaginn...og hana nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2008 | 11:06
Heiðin góða :O)
Ég er komin á hana....heiðina Ég lenti í gær seint um kvöld...fór í fríhöfnina og svona.....og spennan magnaðist...
Svo kom ég fram.....og það fyrsta sem ég sá...var stóri rauðhærði gaurinn...og svo gaurinn sem hangir alltaf með honum...og svo 3 litlir strumpar sem stóðu fyrir framan þá og náðu þeim í mitti (ss. Dóra, Anný og Elín)
Liðið mitt var komið Ég bara þurfti að passa mig að fara ekki að grenja, þau voru svo sæt
...það var hvorki meira né minna en 5 manna móttökunefnd mætt á völlinn
Af vellinum var stefnan tekin heim til Annýar þar sem búið var að græja mat, harðfisk, íslenskt nammi, jólaöl og allar græjur Ég fékk að skoða kaaarastannn hennar Annýar sem er voða voða sætur og við sátum og hlógum af okkur rassgötin til 3 í nótt
Það er bara ekki hægt í heiminum að fá betri móttökur..... Ég brosi ennþá allann hringinn yfir þessu frábæra fólki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 3780
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar