Lærugírinn....

Minn er brotinn! Lærugírinn sem sagt...verð að fara og láta laga hannWoundering

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna í Suðurborg, við breyttum yfir í vetrartíma í dag svo að núna erum við bara einni klukkustund á undan ykkur klakafólkinu og við græddum heilan klukkutíma í nótt...ókeypis!  Ég er líka að sjálfsögðu búin að týna símanum mínum svo að bið verður á frekari myndbirtingum hér en ég get þá bara blaðrað eitthvað í staðin Grin

Börnin eru hress að vanda. Baldur er loksins farin að koma með eitt og eitt skiljanlegt orð (það hlaut að koma að því!) og er því að breytast í hin mesta kjaftask...í OFANÁLAG við krúttíbollu og frekjudós hehe InLove

Ég tapaði í hársöfnunarkeppninni sem var í gangi á heimilinu...fór í klippingu í gær og er LOKSINS eins og ég á að mér að vera...verst að geta ekki birt mynd Tounge  

Annars er afar háfleygt plan í dag....þvottur og tiltekt..og jafnvel einn rigningargöngutúr með eftirfylgjandi sófakúri.

 


Andlitsdoðrantsskilaboð.

Eða póstur á Facebook Whistling

Þessi hefur verið í gangi síðan einhverntíman í vor held ég og ég hef fengið hann sendann nokkuð oft frá hinum og þessum fésbókarvinum uppá síðkastið.  Finnst þetta einhvernvegin alltaf jafn sætt, að minna fólk á að velja vel þá sem það hleypir næst sér, þrátt fyrir að vera sett fram á afar hallærislega amerískan klisjulegan hátt LoL

"When a GIRL is quiet ... millions of things are running in her mind. When a GIRL is not arguing ... she is thinking deeply. When a GIRL looks at u with eyes full of questions ... she is wondering how long you will be around. When a GIRL answers " I'm fine " after a few seconds ... she is not at all fine.

When a GIRL stares at you ... she is wondering why you are lying. When a GIRL lays on your chest ... she is wishing for you to be hers forever. When a GIRL wants to see you everyday... she wants to be pampered. When a GIRL says " I love you " ... she means it. When a GIRL says " I miss you " ... no one in this world can miss you more than that.

Life only comes around once make sure u spend it with the right person .... Find a guy ... who calls you beautiful instead of hot. who calls you back when you hang up on him. who will stay awake just to watch you sleep. Wait for the guy who ... kisses your forehead. Who wants to show you off to the world when you are in your sweats. Who holds your hand in front of his friends. Who is constantly reminding you of how much he cares about you and how lucky he is to have you. Who turns to his friends and says, " That's her!! "

 

Ég veit ekkert hvaðan þessi texti er, eða hver byrjaði að senda hverjum hann.  En þetta er voða sætt einhvernvegin...og getur alveg örugglega margt af þessu átt við um stráka eins og stelpur...svo að strákar mínir...bíðið eftir hinni einu sönnu ...(ekki þú Eyþór...þú ert búin að finna þína Cool)...sem kyssir ykkur á ennið og er montin af ykkur í myglugallanum LoL 

 

Og já...svona færslur fáið þið bara þegar það er gúrkutíð í kollinum á mér...eitthvað væmið bull af Facebook! 

 

 


Tækl...

 

Tækl...þetta er hálfgert orðskrípi...tæklun...að tækla.  Maður getur tæklað í fótbolta...það fengu ýmsir að reyna á Keilisleikunum góðu Cool Og svo er spurning hvort að maður tækli lífið...eða hvort maður láti lífið tækla sig FootinMouth    Spáum aðeins í það...

 

Proactive....eða reactive...hvort vill maður vera?  Er betra að bregðast við aðstæðum sem að aðrir búa manni...eða á maður að búa til sínar eigin aðstæður? Ég hef alltaf hallast að því að betra sé að taka ábyrgð á eigin aðstæðum sjálfur...og gera það besta úr þeim sem mögulegt er, að eigin frumkvæði og eftir eigin höfði...en uppá síðkastið hefur mér heldur brugðist til þess bogalistinn Shocking  Þá er eins gott að snýta sér í ermina, hysja uppum sig ræflana, ganga í málin og endurraða svolítið í lífinu.  Massa  smá jólahreingerningu á þetta helvíti  Grin

Ekki öfunda ég þann sem velur sér það hlutskipti að velkjast um sem fórnarlamb í eigin lífi...eilífur aðaleikari í erfiðleikum sjálfskapaðrar tilveru... Að upplifa samferðafólk sitt sem "hina" og vera eilíft á móti og eilíft að standa vörð um sjálfan sig hlýtur að vera persónuþroskaheftandi og það hlýtur að kyrrsetja fólk í viðjum eigin óhamingju, öryggisleysis og einmannaleika...Undecided  Verst er að fólk áttar sig sjaldnast á því að það er að velja sér þetta hlutskipti sjálft....því það er of upptekið af því að "lenda" síendurtekið í hringiðu lífsins sem saklaus fórnarlömb örlaganna - pant ekki!

Djúpar pælingar....Woundering

 

Helst viðhorf fólks til erfiðleika ekki þétt í hendur við viðhorf þeirra til lífsins? Ef að lífið er eins og hindrunarhlaup....verðum við þá ekki að læra njóta spottans á milli hindrananna til þess að hafa orku í stökkið þegar að hindrun kemur?  Og ef að við drífum ekki yfir...og dettum...þá verðum við líklega að geta haft slíka trú á góða spottanum sem liggur handan hinnar föllnu hindrunnar að við finnum orku til þess að klöngrast á fætur og skreiðast yfir....til þess að geta notið þess er bíður hinum megin við  Smile

Hvað um þá sem leggja ekki í hindranirnar...hlaupa bara fram og til baka á sama spottanum milli tveggja hindranna..því þeir þora ekki að reyna.  Kannski vekur hindrunin ótta...kannski er það góði spottinn hinum megin við sem hræðir meira því að oft virðist fólk eiga auðveldara með að velkjast í vel þekktu volæði...en að brjótast út úr því yfir í óþekkta hamingju....HVAÐ EF..það er svo bara ekki hamingja hinumegin?  HVAÐ EF...volæðið er það sama beggja vegna?  

Ef maður forðast hindranir vegna "HVAÐ EF"..... er líklega tími komin að líta í eigin barm og spyrja sjálfan sig hvort að eigin viðhorf þyldu ekki smá hreingerningu því það getur ekki verið hollt fyrir sálina að skokka alltaf sama spottann, japla alltaf á sama bitanum og neita sjálfum sér um þann þroska að yfirstíga hindranir standandi með sjálfum sér í stað halloka.... Shocking

 

Bara....bring ot on and let´s mass it Police


Búið mál.

Búið mál....hvað er búið mál...hvenær er mál...búið........ og hvaða málum á a ljúka? Veit það einhver...veit maður það sjálfur?   Ég hef verð þess viss að málum sé lokið....en svo lýkur þeim bara ekki svo glatt. Fólk á tilfinningar eftir sem eru óútkláðar...fólk býr ef til vill yfir reynslu eða tilfinningum sem það vill deila...verður að deila...svo að tilfinngasambönd geti þroskast áfram...í stað þess að standa kyrr og stöðnuð í..."þú sagðir..." "þú gerðir..."

 

Vill maður standa kyrr.....vera í sömu sporum eftir 20-30 ár.....eða eigum við bara að breyta þessu......?........Sitt sýnist hverjum..... 

 

Ef að ég er glöð og sátt með mitt....má ég þá hundsa það að mínir nánustu þjáist...eða á ég að fórna minni eigin hamingju og áhyggjuleysi fyrir aðra .... hversu djúpt elskar maður náungann....eða elskar maður hann yfir höfuð meira en hann elskar mann sjálfan...,,,?


Massa þetta á jákvæðninni...

Elskum þennan gaur aðeins saman....Grin    Sama hvaða rugl maður er að díla við...þá nær þetta lag alltaf að láta mann byrja að dilla botninum smá og ...... dansa útum alla íbúð LoL  í rugluðum fíling...helst á náttbuxunum Cool


Haustskógarferð

 

Eftir afar annasaman dag (lesist: sofið út, lært smá..snattað niðrí bæ og setið á kaffihúsi) ákváðum við mútturnar að drífa liðið í skógarferð. Nýta þennan rigningarlausa dag í eitthvað skemmtilegt Wizard

Þetta plan féll í góðan farveg hjá restinni af liðinu og lögðum við því að stað, fullorðna fólkið á fæti, krakkaormarnir á hjólum og gríshildur litla í kerru, inn í skóg.   Jóna var vopnuð myndavélinni góðu og var ferðin því vel dokjúmenteruð (þó svo a Gimsi græja þyrfti auðvitað að rífa af henni myndavélina á 5. mínútu ferðarinnar) 

Við löbbuðum og klifruðum og fengum froskaáföll (þegar jarðvegurinn undir manni byrjar að iða). Fundum leynd skógarhús, skylmdumst, festumst í drullu og borðuðum kex...og ýmsar ljósmyndatilraunir voru gerðar. 

Ég birti hér nokkar myndanna sem teknar voru, en það eru fleiri í albúmunum hér til hliðar og svo eru þær allar á myndasíðu Jónu og Eyþórs sem ég linka á hér til vinstri.

skórEyþór festi skóinn sinn í drullu....hehe  hvað annað Cool                                                                             

 

 

 

 

 

 

Honum var sem betur fer bjargað hehehe, og svo varð Lína auðvitað að festa sig líka LoL snillingafélagið.

Mamman                                                                                 Eitthvað agalega fyndið í skóginum Tounge                                                                               

flækjufólk

 

 

 

 

Klifrað var upp um allann skóg.......

 

 

 

 

klifurmúttan                                                                                                                       ....líka mömmurnar!

 

Þetta var allt í góðu gamni og ég hvet ykkur endilega til að kíkja á myndirnar sem strákarnir voru að leika sér að taka sem eru á myndasíðu Jónu og Eyþórs.

Planið út vikuna er að læra...so far....hef ég ekki verið aaaaaalveg nógu dugleg.....vantar ennþá sumar námsbókanna Shocking  Og eyða tíma með Eyþóri....við að gera ekkert...bara vera til..og gera venjulega hluti bara tvö saman.  Fólk sem á bara eitt barn veit ekki hvað það á gott að geta baðað barnið sitt í athygli eins og það vill.

 

 

 


Þið þarna Keilisfólk!

 

Já ég veit...tvær færslur á dag er kannski aðeins í "overkanten" Tounge en mig langar að benda ykkur harðduglega (að massa Keili...er harður dugnaður) fólki á það að opnuð hefur verið andlitsdoðrants síða fyrir fyrsta hópinn sem útskrifaðist frá Keili. Þar eru komnir heilmargir á skrá en þó vantar enn uppá.

Ég setti hlekk á þessa síðu hérna til vinstri og langar mig að hvetja ykkur öll, sem ekki eruð þegar búin að, að bæta ykkur í þennan föngulega hóp Grin

Mig langaði að setja hópmynd af liðinu hérna með þessari færslu, en eina myndin sem ég á...sem er ekki eitthvað sem mér hefur verið sent frá öðrum og er þá af mér....er þetta LoL

 

Draumaparið  Sorrý Elín....Sorry Gimsi....en þið báruð auðvitað af í yndisþokka og fríðleika þetta kvöld W00t (svo ekki sé minnst á fashon sensið sko Whistling)


Ég fór í rassgat...

 

Eða sko í heimsókn til frænkna minna og fólks þeirra...þau búa á hestabúarði nálægt bæ sem heitir Tarm híhíhí Tounge

Þetta var alveg frábær helgi, borðaður var góður matur, tekið í spil að gömlum sið, hlustað á góða tónlist, hlegið að íslensku sjónvarpsefni, tekið massívt frænkutrúnó, leikið við 5 drengi undir 7 ára í einu! (þá er þetta orðið meira svona "crowd control" heldur en uppeldi) Farið í göngutúr í sveitinni, klappað hestunum, gamlar heimaslóðir heimsóttar á ný.....og sofið út!!!  (takk Hjalti Heart)  Það er ekki nema rétt um tveggja tíma keyrsla þarna uppeftir í hið danska biblíubelti, svo að þetta verður vissulega endurtekið (passið ykkur bara Grin)

 

Frændur

 Eyþór og Mattías nýjasti Elluson að ræða heimsmálin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann Matti skratti Hjaltason er alger moli...brosir og hlær ef maður lítur á hann og er eins og lítið bonzai barn...þar sem hann er svo lítill og nettur.  Það er greinilegt að jafnvel eftir 6 stykki þá bregst henni frænku minni hvergi bogalistinn í drengjaframleiðslunni Grin  

Óneitanlega var samt gott að koma heim í gamla hópinn sinn eins og segir í kvæðinu, og munum við Eyþór njóta okkar tvö saman í kotinu út vikuna. Ég þarf að lesa suð-austurhluta regnskóganna á meðan hann fær að leika og skoppa í SFO með hinum krökkunum.  Og svo ætlum við að hygge okkur tvö saman í eftirmiðdaginn og laaaangt frammá kvöld (segir hann hehe)

 

Lokalína blogghugans í dag er uppfull af Dýrunum í Hálsaskógi.  Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...ekkert dýr má éta annað dýr.....(nema að beðið sé um það Devil) Ég ætla út að leika mér við hina krakkana...með Hálsaskógarboðskapin á kantinum Cool


Slæmur málstaður þarfnast margra orða

 

Mig langar að byrja á því að segja að ég veit ekki hvaðan þetta orðatiltæki er komið, og get því ekki getið heimilda en svolítið virðist hafa borið á því að bloggarar blog.is hafi birt skrif annarra á síðum sínum og þannig eignað sér hugarsmíð annarra bloggara Shocking. Ég vildi helst komast hjá því að gerast sek um ritstuld, bæði þar sem það varðar við lög og líka vegna þess að ég er alveg nógu klár til þess að láta mér detta mín eigin orð í hug Police

 

En er það málið, er málstaður þeirra sem sífellt hamra á því sama of veikur til þess að tala eigin máli og þarfnast þessvegna margra tilbúinna orða? Eru þeir sem hamra hvað mest á hlutunum ef til vill að leika "devil´s advocate"?Devil  Hvað um úrslitakosti í mannlegum samskiptum? Tilheyra þeir sama kafla og óhóflegar rökfærslur?  Og hvað heitir þá kaflinn sá ... stjórnsemi? ...Þvinganir?... ótti ... afbrýðisemi ... eða kannski sambland af þessu öllu saman eða eitthvað allt annað?

  Áhugaverð pæling sem fær mann til þess að líta aðeins yfir samskipti sín í fortíðinni við allskonar fólk...og íhuga hvað hefur legið að baki þeim orðum er fólk hefur látið falla, voru það eiginhagsmunir....eða einlæg hjálpsemi og hlutleysi?

 

Vikan hefur verið viðburðarrík hjá okkur öllum saman. Hér voru lögð ný gólf, svo að íbúðin er í.....áhugaverðu ástandi svo ekki sé meira sagt.... Við fengum stóru sterku strákana (bara fyrir ykkur LoL) til að koma og bera níðþungu kojurnar fram og til baka úr herbergjum svo hægt væri að leggja gólf og svo gistu allir saman í stofunni hehehe   afar áhugavert svona með fólk á öllum aldri í einu herbergi Whistling

Mikið hefur verið að gerast í skólanum bæði hjá Eyþóri og Benna, er það allt af hinu góða og er ég mikið fegin því að loksins séu hlutirnir farnir að gerast.  Eins hefur þetta verið afar viðburðarík vika hjá mér bæði heima og að heiman og væri það líklega efni í bók ef ég ætti að segja frá því öllusaman...í stuttu máli (svona fyrir ykkur þessi mest forvitnu) er alles meget gúd og ætla ég mér að njóta á meðan varir. Cool

Núna skal liðinu pakkað saman því komin er tími á að líta á þær þarmssystur, Rúnsann, garðyrkjumanninn góðlega og barnaheimilið sem þau búa á LoL

 


Þýskaland...hehehe

Helginni hefur samviskusamlega verið varið í að þjappa familíunni allri í stofuna.... vídjógláp fram á nætur og ............ JÚJÚ....farið var til Þýskalands.

 

Tvær alíslenskar mæður...báðar að vestan meira að segja (önnur bara að hluta að vísu) með tvö börn, röggsemina og matadorpeninga (evrur) í farteskinu lögðu af stað á station bílnum góða í innkaupaleiðangur til Þýskalands.   Við komum til Flensborgar eitthvað um 11 leytið og sáum að þar fyrir framan stóra stóra mollið sem við ætluðum í var geysistór flóamarkaður sem okkur þótti auðvitað bara gaman...það er ekki á hvejrum degi sem maður dettur ofaná þýskan flóamarkað.

Þarna var múgur og margmenni, og lagt var í hvert stæði og fannst okkur það ekki skrítið miðað við stærðina á mollinu.

Við ákváðum að fara inn í mollið og pissa og fá okkur að borða áður en ráðist yrði í kornflexkaup mánaðarins en þegar inn kom tók ég eftir því að allar búðir virtust lokaðar....ég spurði afgreiðsludömuna af hverju allt væri lokað...þá brosti hún sínu blíðasta þýska brosi...og sagði.." it's sunday in Germany"   hehe og ég.....frekar þreytt og  með hausinn útum allt..gleypti bara við því. þrátt fyrir að ég hefði yfirgefið Danmörku 20 mínútum áður....á föstudegi LoL 

En...Jóna var búin að heyra þetta..svo ég var búin að tapa Tounge  .Svona er að ætla að vera svona agalega opin og fordómalaus í útlöndum Shocking..eftir að við vorum búnar að hlægja okkur máttlausar einusinni yfir því hvílíka ofurskerpu ég sýndi af mér á þessu augnabliki, varð þetta auðvitað ongoing djókur ALLAN daginn....Dagurinn sem það var sunnudagur í Þýskalandi.....og allir bílarnir, múgurinn og bannsett margmennið voru þarna vegna hins afar þýska flóamarkaðar Blush

Kollurinn á mér réttist ekki meira en svo að þegar ég fór í apótekið í sonderborg um kvöldið....var ég alveg steinhissa á því að allt væri opið á sunnudegi, hehehe.

 

En þetta var sem betur fer ekki alger fýluferð, landamærabúðirnar voru allar  opnar, þrátt fyrir að almennar þýskar búðir væri lokaðar svo að ekki vantar ullurnar eða eigarnar í bæinn....en bannsett kornflexið og þýska mjólkin verða að koma í næstu ferð....þegar EKKI er sunnudagur í þýskalandi Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband