Færsluflokkur: Bloggar
15.8.2008 | 19:24
Þvílíkur göngudagur...!
Aldrei dettur manni í hug að gera svona á íslandi...að fara með 4 stykki krakkagrísi í búðir eins og rúmfatalagerinn....eða risa magasín eins og Bilka...þetta dettur manni samt alltaf að gera í útlöndum...bíllaus!
Alveg frábær hugdetta, ÁÐUR en maður hrindir henni í framkvæmd...ég var bara að lalla mér niðrí í bæ aaaalein og að fíla mig í tætlur í góða veðrinu. Guðirnir og lukkan hafa verið mér hliðholl með húðgerð svo ég fann mig alveg dökkna bara á núll einni þarna í sólarbakstrinum á göngugötunni í hinni fögru Sønderborg.
Ég settist alein og fékk mér hádegismat eftir ráðhús, banka og kollegískrifstofuútréttingar og naut eigin félagsskapar alveg í botn, stöku símtal en annars alveg truflunarlaus að lesa dönsku stelpublöðin mín og vestur jóska dagblaðið og njóta þess að vera til...þá flaug í kollinn á mér sú fluga að gaman væri að sækja börnin snemma þennan daginn og fara og skoða hinn endan á borginni....þar sem ég vissi að áður greindar búðir væru staðsettar...athuga með garðhúsgögnin í stofuna og svona
Þar sem hinir íslendingarnir í borginni voru bara að dingla sér ákváðu þau að slást í för með okkur svo úr varð ein heljarinnar hópferð...ágætt svosem að hafa fólk í að bera góssið sem átti að versla
Þetta var langur gangur......með þrennt smáfólk um tvö hjól og svo feitabollu í kerru var mikið fjör. Leiðangurinn sem hófst uppúr 2 endaði ekki fyrr en rétt fyrir 9 fyrir okkur sem hrundum hér innúr dyrunum, mismunandi mikið klístruð (held að Baldur hafi samt unnið þá keppni) og öll alveg ofboðslega þreytt. Mamman alveg á möntrunni við að græja litla þreytta kút í háttinn þar sem hann var aaalveg búin á því....og þagði ekki yfir því
fullorðna fólkið er þrátt fyrir þetta nógu vitlaust til þess að vera jafnvel að spá í að endurtaka leikinn á morgun og fara út með allt liðið ! Er maður í lagi ? Þetta var svo agalega gaman...hehehe. Að vísu var þetta voða gaman, svona oftast, börnin að mestu stillt og góð og fullorðna fólkið líka....en þegar leggir eru gengnir upp að hnjám að degi loknum er manni bara öllum lokið.
Annars er þetta allt að verða svolítið alvöru hjá okkur, íbúðin endanlega fest og verðum við öll Keilisliðið áfram nágrannar, sem er bara keppnis.....þar er að segja ef að Sverrir fær líka á sama stað og við hin erum búin að fá Annars verður hann bara permanent sófagestur hehehe.
Mín alveg hálfnuð með fyrstu skólabókina, sem er um danska economiu...ekki mest spennandi...en samt...meira en ég hefði þorað að trúa hehehe...svo er komin hiti í mína að athuga með fólkið mitt í rassi.......Ella hin frækna megamom er búin að baka nýjan dreng sem ég hef ekki séð og finnst mér vera komin tími á að setjast niður með öl með þeim Tarmssystrum, Rúnsanum og garðyrkjumanninum góðlega.
En....ég í slökun, fótabað og tásunudd...sæníng át from sönderborg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2008 | 07:23
Should I stay or should I go...
VÁ hvað allir eru eitthvað fullorðnir í dag...menn bara mæta á sína staði með sóma og kveðja mömmu sína með stæl, allt frá 2 ára guttum uppí 7 ára töffara. Dísúss minn hvað maður er gamall eitthvað að eiga svona fullorðin börn!
Sökum vöntunar á orku í gær bíður mín endalaus list af verkefnum í dag, sem óneitanlega er betra að klást við drengjalaus...en mig langar samt inní ból að kúra.....rooosa erfitt lúxus vandamál á þessum bæ hehehe.
Annars gengur lífið vel þennan morguninn sem aðra, menn vöknuðu kátir áður en að guð var ungur og þá var ekki aftur snúið.
Over end át for ná from denmark
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 17:19
Hvíldardagurinn mikli.
Planið var að fara á pósthúsið og senda pappíra til LÍN, fara í bankann og borga tryggiaféð fyrri íbúðina, kaupa mér garðhúsgögn til þess að hafa í stofunni (then I only need a chick and a duck, hehehe) og kaupa mat til heimilisins......EN
Við vöknuðum ég fóðraði, klæddi og kom liðinu á hjólin, skilaði öllum á sína staði...og fór svo bara heim að sofa....og svaf til 3!
Talandi um að vera útkeyrður! Kl. 3 vippaði ég mér í sturtu og út að sækja lýðinn og kaupa helstu nauðsynjar eins og kornflex og svona hjá dýra kaupmanninum á horninu.
Við komum heim og fórum út með kex og kókómjólk í góða veðrið og mamman tók aðeins til í höllinni. svo var okkur boðin pizza í kvöldmatinn svo að kvöldmatarpælingar fá að bíða morguns.
Dugnaðurinn verður tekin sem aldrei fyrr á morgun hehehe, ég var hvort sem er nógu dugleg í gær til að láta endast í tvo daga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2008 | 18:22
SKÓLABÆKUR!!!
Eigum við að eyða tíma í það að ræða tilhlökkunina í kvensunni...bókalistinn og stundaskráinn komu í gær...ég fór uppí skóla í dag að kaupa bækurnar og voru þá einungis tvær þeirra komnar í hús. Þær kostuðu þó handlegg, fótlegg og hálft nýra en gæjinn sem afgreiðir í skólabúðinni er svo sætur að það var allt í lagi
Ég eyddi svo töluverðum tíma í það uppi í Alsion, (risastóra skólahúsið mitt) að fá mína menn skráða í sín nám! Það kom nefninlega í ljós þegar ég ætlaði að fá pappíra fyrir gimpið að hvorki hann, Ómar með hattinn, né athyglisbresturinn voru skráðir í sínar deildir Þessu ollu mistök á skrifstofunni (eða mistök snillingana að finna ekki rétta bréfið) og höfðu þeir kumpánar ekki fengið aðgangsorð sent (eða fundu það ekki) til þess að geta staðfest það að þeir tækju því plássi sem þeim var boðið í skólanum.
Kvendið í málið...með sinni alkunnu snilli, áveðni á kantinum með sykursæta brosið í framlínu og létta daðrið mannandi vörnina, flakkaði ég á milli skrifstofa og talaði við hinn og þennan
Þessar skrifstofu heimsóknir spönnuðu fjórar hæðir og margt fólk í ýmsum stöðum skipulagssviðs, inntökusviðs, námsráðgjafarsviðs og alþjóðasamskiptasviðs.
En eftir að hafa blikkað fólk á réttum stöðum, gefið upplýsingar um mína menn hist og her og spjallað við menn og konur um heima og geima...lallaði einn lítill danskur Mads að tölvunni sinni...OG staðfesti komu víkinganna þriggja.
STRÁKAR...YOU OWE ME!
En litli lúðinn ég er að sjá frammá hygge með mína nýju skólabækur í kveld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.8.2008 | 18:54
Hroki og hleypidómar...eða heilbrigð skynsemi...?
Þegar stórt er spurt...er oftast alveg pirrandi hvað það er fátt um svör
Stundum spyr maður sig "er ég að sýna hroka, eða er ég að sýna heilbrigða skynsemi" ætli það sé ekki gamla góða meðvirknin að láta á sér kræla þegar maður efast svona um eigið ágæti....annars ætti maður auðvitað alltaf að vera viss um hvað maður er frábær hehehe
En Benni fór á sína skólasetningu í dag...hann stóð sig eins og hetja og er núna í 0.B. Að skóladegi loknum fóru þeir bræður í S.F.O. ogvoru þeir sóttir um 4 leytið af heilum her manns...Gimsi og Lína ákváðu nefninlega að slást í för með okkur og kíkja á skólann okkar.
Svona var Benni hress á ganginum í skólanum
Baldur stóð sig eins og hetja fyrsta daginn sinn einn í leikskólanum...hann var nú ekkert alveg á því að sleppa múttunni.....en þegar hún var farin þá bara var minn maður til fyrirmyndar frá a-ö.
Verkefnin sem liggja fyrir á morgun eru eftirfarandi: vakna hahaha....skila lýðnum á rétta staði...fara í skólann minn og kaupa bækur og fá skólavistarstaðfestingu fyrir lín, kaupa feitubollustígvél, hjálm á mömmuna og lás á hjólið hennar, fylla á madpakkamatsbyrgðirnar og reyna að njóta dagsins inni á milli
Bloggar | Breytt 20.8.2008 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 07:52
Dauður tími?
Getur það verið...að ég sé að upplifa dauðann tíma?
Nei ekki alveg, víst er ég búin að fylgja Eyþóri í skólann og Benedikt í S.F.O. og fara með Baldur í leikskólann en þegar ég fór frá leikskólanum var klukkustund að skólasetningu hjá Benna. ég dreif mig heim...barnlaus í fyrsta skiptið í manna minnum hehehe.
Fór beint á netið til þess að finna símanúmer hjá Statsforvaltningen....uppá meðlög að gera og er búin að hringja í þá og senda tölvupóst svo fór ég að finna heimilisföng þeirra staða sem ég þarf að heimsækja í dag, redda pappírum fyrir LÍN og svona. Helst langar mig þó að leggja mig bara og sofa fram að hádegi því nætursvefn okkar mæðginanna var illa truflaður í nótt....eða semsagt bara minn, þessir krakkar sofa í gegnum allann andskotann!
Fyrst var lambakjötið hérna í íbúðinni við hliðina á með hnakkatónlist í botni og fótbolta í garðinum langt fram á nótt, svo þegar ég var rétt nýsofnuð eftir að því gilli lauk, hrundi Sigurgrímur nokkur Jónsson hér innúr dyrunum ásamt fögru föruneyti og vegna þess að þessi höll hans Sverris er auðvitað HUGES (merkið kaldhæðnina) var ekkert mál að koma þeim fyrir líka....um miðja nótt, hehehe.
En nú er um að gera að koma sér uppí sønderskovskolen aftur, og í þetta skiptið tárast yfir fullorðna miðbarninu mínu sem er að byrja í skóla...nógu meir var ég í gær yfir Eyþóri og hefur hann þó verið í skóla í heilt ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 19:37
OOOOooog...slaka.
Þessi setning, runnin undan rifjum Helgu hinar fræknu móðursystur minnar, vitjaði mín áðan þegar ég kíkti inn í herbergi, á strákagerið mitt, liggjandi á dýnum, nýbaðaðir (einn tvíbaðaður vegna kæfuævintýris), steinsofandi með rjóðar kinnar kúrandi sig í sængur, kodda og bangsa, með englaásjónurnar blasandi við mér...
"á svona stundum hellist móðurástin yfir mann"
Tárin alveg hóta að brjótast fram og maður verður allur meir og sér eftir að hafa nokkurn tíman hastað á litlu englabossana sína og getur ekki hugsað sér lífið án þeirra...þarf jafnvel að hemja sig til þess að kyssa bara létt á litlu mjúku vangana í stað þess að taka þessi hlýju grey og knúsa þau almennilega.
Hversu fljótt raunveruleikin getur ekki horfið manni úr móðurminninu...gleymum því að fyrir hálfri stundu stóð mamman kófsveitt, nýbúin að brjótast í fællesþvottahúsið með fullan IKEA poka af þvotti...og Baldur hehe, baða gerið og er smyrjandi 3 nestisbox (dönsk...með tilheyrandi gænmetis og ávaxtaniðurskurði og smørebrodsgerð), með stóru gaurana sitjandi á gólfinu við vegginn (það eru engin húsgögn), gjammandi, raulandi, smellandi tungum, pikkandi og stríðandi hvorum öðrum borðandi rúgbrauð með kæfu sem kvendið smyr á kantinum meðfram madpökkunum og með litla dýrið hangandi í buxnaskálminni, nuddandi mörðu kæfurúgbrauði útum allt með ákveðnisyfirlýsingar vegna hömlunar á kæfuáti beint upp úr dollunni.....andandi inn...og út....raulandi lítið lag í kollinum....og farandi með möntruna "hún er bara korter í átta...hún er bara korter í átta....hún er bara korter í átta..."
Lífið er ljúft
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2008 | 16:26
Fyrsta skóladeginum lokið.
Það ríkti mikil spenna í morgun í Sonderskovskólanum...allt fullt af börnum og foreldrum sem voru að reyna að finna sína réttu staði.
Eyþór er í bekk sem heitir 1.A og er soldið svekktur yfir því að fara AFTUR í fyrsta bekk...hann er jú búin með hann...en danir eru svo spes að þeir byrja á børnehaveklasse...og svo kemur fyrsti bekkur
Frumburðurinn stóð sig eins og hetja...hegðaði sér eins og engill og skemmti sér mjög vel. Benni fær svo eins prógram á morgun og fannst honum afar gott að fá að sjá hvernig þetta fór allt fram í dag "svo ég sé sko tilbúin fyrir á morgun"
Ég fór svo og skildi þá eftir í S.F.O. og tóku þeir bræður af mér það loforð að leyfa þeim að vera lengur en þeir voru á föstudaginn!
Við Baldur héldum þaðan á leikskólann...þar mætti minn maður á réttum tíma í hádegismatinn og sat hann og borðaði eins og lítill herramaður, uppúr gula Friðþjófs-nestisboxinu, minnstur á deildinni...og auðvitað sætastur . Við stoppuðum í klukkutíma og ákváðum að hann verði skilin eftir á morgun og borði, og leggi sig svo með krökkunum...þá er mamman líka loksins komin með síma svo það er hægt að ná í hana ef gæjinn verður alveg tjúll.
Við Baldur fórum í símaleiðangur að leikskólaheimsókninni lokinni...það var ævintýralegur leiðangur, sem tók okkur um 2 tíma, lengst út í sveit og ég verð bara of þreytt af því að hugsa um hann til þess að geta skrifað um það...loka niðurstaðan var allavega sú að nú á ég síma....með dönsku númeri
Þegar við komum aftur inn í bæinn drifum við okkur í ráðhúsið enn einusinni, og fengum að vita að við þurfum auðvitað að hafa samband við Kaupmannahafnarkommúnu til að fá sendan gamla góða meðlagsúrskurðinn okkar...danir og pappírsvinna sko....KOMMON! og þaðan var haldið í Netto til stórinnkaupa.
Það er spes að vera á hjóli...með orm attaná....og fulla körfu af öllu "þunga" dótinu og svo poka sitthvoru megin á stýrinu...OG reyna að halda jafnvægi..hehehe...ekki bætti úr skák þegar fermetrinn sofnaði aftaná hjólinu því þá lagðist litli hjálmshausinn stundum til hægri og stundum til vinstri...og breyttist þungamiðja hjólsins við það í hvert skipti
Við komumst loksins heim....til þess að komast að því að við erum ALLT of snemma í því að vera komin heim. Það eru allt of margir klukkutímar eftir af deginum til þess að geta haldið kyrru fyrir í þessari höll með allt þetta smáfólk fram að háttatíma...svo við erum farin út að leika....um leið og feitabollan vaknar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2008 | 07:21
Spennan í hámarki!
Hér var vaknað klukkan hálf sex þeinkjú verí möts!
"mamma..er ekki skólinn að byrja, erum við ekki að verða of sein..þú átt eftir að klæða Baldur" og þar fram eftir götunum og þar sem við sofum öll í einu herbergi leið ekki á löngu þangað til fjör var komið í allann mannskapinn...frábært...
Svo þegar klukkan varð 6 játaði ég mig sigraða og skreið á lappir ofan af minni yndislegu vindsæng sem er bæ ðe bæ alveg að rústa á mér bakinu og öxlunum, og kveikti á Latabæ í tölvunni (er að upplifa nýfundna ást á Latabæ) og henti mér í sturtu. Þar hafði ég verið í einar 6 mínútur þegar það var dinglað! klukkan 6 um morgun!
Þar fyrir utan stóð húsvörður kollegíisins...Benni fór út með pappírsrusl deginum áður og hafði ekki sett það í réttann endurvinnslugám...og þetta fannst honum AFAR mikilvægt að benda okkur á KLUKKAN 6 að morgni. Ég er fegin hvað hann varð skömmustulegur þegar ég kom til dyra rennblaut með handklæði á stærð við þvottapoka utan um mig með börnin flækt í fótleggjunum á mér...en það er eins gott að venjast þessu...danskara verður það ekki hehehe.
Svo núna er Latibær búin, allir búnir að borða..nema mamman og næst á dagskrá er að finna stuttbuxur, boli og skólatöskur á mannskapinn og moka liðinu á dyr...núna er klukkan korter yfir 7....ætli við verðum ekki komin út rétt fyrir 9 nei ókei, þó það taki tímann sinn að moka þremur herramönnum út og reyna að líta ekki út eins og undin tuska með niðurgang á meðan þá munum við örugglega púlla það á svona 45 mínútum.
Over end át for ná....það kemur alveg ööööörugglega skýrsla um gang skólamála í kveld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2008 | 15:49
Síðasti Sumarfrídagur drengjanna.
...Og þá gekk á með skúrum.
Við byrjuðum daginn á hópkúri...alveg er það ótrúlegt hvað maður getur slasast á því að kúra hjá svona litlu mjúku kríli eins og honum Baldri. Hann er auðvitað alveg grafkyrr...að meðaltali í 2 sek í einu og hreyfir sinn litla feita kropp með tilheyrandi umstangi af miklum eldmóði þess á milli hehe. Við Eyþór og Benni flissuðum bara yfir þessum litla klaufabárði...sem sagði okkur svo alltaf að "úa" (kúra) og ýtti hausunum á okkur niður á koddana á milli þess sem hann hjólaði í okkur hehehe.
Við höfðum okkur svo á fætur og fórum í hjólatúr út í Sønderborg slot, þar eyddum við alveg 3 klukkutímum í að skoða kastalann uppúr og niðrúr og fræðast um hluti eins og hertogadæmin slésvik/Holstein, heimstyrjaldirnar og iðnað liðinna alda. Mest spennandi fannst strákunum þó dýflissan, kjallararnir og Hitler.
Það kom mér mest á óvart hversu áhugasamir drengirnir voru og hversu úthaldsmikill pattinn var.
Þaðan hjóluðum við í hitamollu í gegnum gamla bæinn, og miðbæinn þar sem allt var auðvitað lokað því það er sunnudagur. Við enduðum svo á Jensen´s Bøfhus í snemmbúnum kvöldverði með ís og alle grier í eftirmat.
Hjólatúrinn heim var helst til vætusamur...við lákum inn um dyrnar blaut frá toppi til táar og drifum allt liðið í heita sturtu.
Kvöldinu verður svo eytt í lestur, smá tiltekt, skólaundirbúning fyrir morgundaginn (hin sígildi madpakki), menn eru vel spenntir fyrir morgundeginum...og það er mamman óneitanlega líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar