Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 20:28
Verðbólgan hún étur börnin sín......
Man einhver annar en ég eftir þessu lagi....Helga Rún?
Núna á það svo sannarlega við. Talandi um að fara í ástandið sko....alveg er það ....... krefjandi skulum við segja, að ætla að lifa á íslenskum peningum í útlöndum núna...helmingurinn af þessu hverfur bara við myntbreytingu! Þá þarf maður að velja hvort að maður vill alltaf fá jafna upphæð í dönskum á mánuði......og fá þá kannski skell um áramót þegar LÍN greiðir út....eða eiga fé á milli handanna eftir gengi..og geta þar af leiðandi ekki verið með neitt sem heitir áreiðanleg fjárhagsáætlun
Þetta er eitt af þeim sviðum lífsins sem vekja AFAR takmarkaðan áhuga hjá mér....Ævar keilismaður má bara sjá um þessa hlið.....að eilífu. Mér finnst að peningar eigi bara að sjá um sig sjálfir...og að það eigi alltaf að vera til nóg af þeim...OG HANA NÚ!
Nóg af því...allir að fá æluna upp í háls af þessu.
Hérna megin við hafið líðum við áfram í haustblíðunni og erum farin að sjá gulnuð lauf hér og þar....mikið hlökkum við þá til að fara í skógartúra í laufskrúðinu öllu saman. Það er alveg stórkostlegt að upplifa litadýrðina í dönskum skógum í október og nóvember.
Endilega myndskreytið...að labba í trjágöngum..með himinháum trjám...gul og rauð og græn og...tja..ekki blá..en alskonar brún og appelsínugul laufin bæði þyrlast með fótunum á manni svo að hvergi sér í jörð og mynda ramma um skógarstíginn svo hvergi sér annað en þykkann vegg litadýrðar.....vá..ég tapaði mér alveg Við vorum vön að fara í myndatökutúra hér í den á haustin í skógana umhverfis Kaupmannahöfn...kannski við bara endurvekjum þá hefð
Ein gömul og góð síðan ´05, hvort þetta var ekki bara jólakortamyndin það árið...einmitt tekin að hausti í kaupmannahöfn...að vísu ansi seint um kvöld. Litlu múslur
Benni er með málaðann fisk á kinninni.
Ég er semsagt að tapa mér í haustrómatíkinni á milli þess sem ég horfi í hverja krónu.....hverfa á milli fingra mér hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2008 | 19:00
Helgin já...
Helgin var massív...reyndi að taka myndir, en það tókst ekki
Helgarferð til Köben var málið...og vá hvað það var gott að koma "heim" bara að labba á götum Kaupmannahafnar...finna köbenlyktina, hverfa í nafnleysið í margmenninu...dsjís þetta var æði, vítamín fyrir sálina og ekkert annað.
Auðvitað var reynt að sletta svolítið úr klaufunum með betri en lélegum árangri, litla dýrið tók hús á föður sínum alla helgina og naut sín í botn...erfðaprinsinn á þeim bæ.
Planið fyrir næstu viku er að versla...fara til þýskalands...reyna að koma okkur betur fyrir í þessar höltu íbúð okkar og lifa lífinu svona almennt ....Ooooooooog auvðitað lesa þúsund kafla í milljón og einni bók...sem endranær.
Engar djúpar pælingar í þetta skiptið, mín bíður allur þvotturinn í heiminum til samanbrots svo það er eins gott að koma sér í málið.
Ást og virðing á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 17:56
Speki.....gömul og ný
Þegar heimskur maður gerir eitthvað sem hann skammast sín fyrir segir hann það hafa verið skyldu sína....
Er það málið? Rakst á þetta spakmæli hérna fyrir nokkrum vikum og hef mikið spáð í þessu.......líka speki Anais Nin sem sagði..."we don´t see things as they are - but as we are"
Ótrúlegt hvernig sumu fólki getur ratast orð í munn. Einhver svona speki...ein lína...sem lifir að eilífu. Ég er þessa dagana með undirtexta á msn hjá mér sem er svona speki einhver...hljóðar svona:
Poor is the man who´s pleasures depend on upon the permission of another.
Mér finnst ótrúlega mikið til í þessu mörgu hverju og hef oft gaman að því að velta svona speki fyrir mér...uppáhaldið mitt þessa dagana er á dönsku...sá þetta á andlitsbók vinar míns í DK. "Den der er herre over sine lidenskaber er slave af sin fornuft" Uppá engelsku myndi þetta hljóma eitthvað í þessa áttina: He who has mastered his passion is inslaved by his reason.... og svo ástkæra ylhýra....Sá er hefur vald á ástríðum sínum, er þræll skynsemi sinnar. Alltaf þarf íslenskan að vera háfleygust hehe
Mér finnst gaman að velta mér uppúr speki liðinna snillinga og ef að maður gæti bara asnast til þess að taka mark á þessu sumu allavega og læra einusinni af reynslu annarra...þá gæti maður sparað sér ófáar raunirnar held ég
Allavega...heimspekilegar pælingar um þessar mundir....
Eitt spakmæli að lokum...Vinir þínir eru fjölskyldan sem þú velur þér....veldu því vel og vandlega.
(spáið í hvað það er rétt...maður situr jú uppi með foreldra og systkini...sem er að vísu í flestum tilfellum af hinu góða ...en maður getur líka valið sér fólkið sem maður vill umkringja sig með dags daglega...hverjir eru það sem hafa það til að bera sem maður kann að meta í fari fólks...og hverjir ekki, víst hefur maður fallið í þá gryfju að TELJA fólk búa yfir ákveðnum mannkostum sem það svo gerir ekki .....en þá...ólíkt því sem hægt er í hinni líffræðilegu familíu...getur maður hreinlega látið "fjölskylduböndin" "feida" út.... )
Ein maður í minni fjölskyldu gengur undir nafninu Kletturinn...enda brýtur ekkert á honum og er hann okkur hinum gott skjól þegar á reynir...mig langar að geta verið mínum fjölskyldum, bæði þeirri líffræðilegu og þeirri útvöldu, slíkt skjól þegar á reynir hjá þeim...og á móti..getað leitað skjóls sjálf þegar lífið bítur mig of fast.
Held hreinlega að ég sé að verða gömul bara þessa dagana...þvílíku pælingarnar um gildi og gæði lífsins að það hálfa væri meira en helmingi nóg....fyrir 3!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 20:30
Íslensk eðalbifreið....tja...eða japönsk ;O)
Bíllinn er komin..lífið getur hafist!
Neinei...lífið var nú alveg ljúft líka á meðan allir fjölskyldumeðlimir áttu hjól hehehe....eða kerru.....en núna komumst við semsagt skammlaust á milli staða aftur (Vill nota þetta tækifæri til þess að þakka Jónu og Eyþóri fyrir endalaus lán á hjólum og kerrum síðustu tvær vikur eða svo...)
Við Eyþór gerðum okkur ferð til Århus í dag til þess að sækja drossíuna og nutum við þess svo mjög að vera bara tvö saman í heilan dag að við komum ekki heim fyrr en undir kvöldmat og urðum þá að byrja á því að smala litlu bræðrunum heim frá nágrönnunum sem höfðu verið svo elskulegir að hirða ormana fyrir okkur úr skólunum sínum.
Bíllin er eins og gefur að skilja algert æði...með nægu plássi fyrir alla skæruliðana og meira til....NÚ verður farið á grensann!
Annars hafa þetta verið viðburðamiklir dagar að venju...stóri írþróttadagurinn var haldin í SFO hjá krökkunum síðasta miðvikudag, það var hörkustuð þar sem foreldrum er boðið að taka þátt í ýmsum leikjum í einn eftirmiðdag á skóladagheimilinu.
Veðrið var ljúft eins og sjá má og spreytti ungviðið sig í ýmsum kúnstum.
Helginni var að mestu eytt í skólendinu umhverfis Sønderborg, á laugardaginn fórum við nokkur saman í hjólatúr sem að endaði á góðu stoppi í Katrinelund, og svo slóum við upp í ekta danskt síðdegisgrill á sunnudaginn...við erum alveg að læra hvernig á að hygge sig på dansk måde...enda ekki seinna vænna eftir 7 ár í landi baunans Smáfólkið varð að stoppa hjólatúrin af og til, til þess að sinna klifurþörfinni sem kallar víst ansi hátt á fólk á þessum aldri. (Kristín Björg og Baldur fengu ekki að klifra)
Annars eru breytingar í loftinu hjá familíunni í borginni fögru...frumburðinum er að reynast erfitt að fóta sig í þessum breytingum öllum saman (my sensitive little boy...með hjartað á erminni að vanda) og þarf hann mikið á mömmu sinni að halda þessa dagana en þar sem ég er víst bara ein kona (sama hvað ég reyni ) verð ég að sætta mig við það að það er mér aldeilis ómögulegt að geta skipt mér í 6 hluta og geta sinnt öllum hliðum eins og vera ber, svo að á meðan Eyþórinn minn verður settur í gjörgæslu og aðhald á öllum vígstöðvum og staðan rétt af...ætlar hin jarðbundni Benedikt að sigla í svolitla heimsókn til Íslands, í sveitina til ömmu, afa og Kára.
Það er ómetanlegt að eiga góða að þegar að þrengir ...sérstaklega ef þeir búa í sveit...þar sem maður má alltaf vera skítugur upp fyrir haus ...og borða skyr og lifrarpylsu.....með afa
Annars er skólinn minn líka byrjaður af fullum krafti...og ég auðvitað valdi mér þessar síðustu vikur í veikindi og skemmtilegheit, svona í ofanálag við eðlilegt álag sem fylgir flutningum á milli landa með 80 börn...svo ég þarf að herða mig í lestrinum...á ekki nema hundrað milljón kafla eftir...í sjö þúsund bókum.......pís......of......keik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 16:04
Ég var klukkuð!!
Dem þessum klukkurum (Ella frænka) hehehe
En here goes:
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- Vinnumaður í sveit
- Á leikskólanum Steinahlíð
- Söluturninum Vídeomarkaðurinn
- Hið eilífa og mest tímafreka starf að vera móðir
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá
- The Lord of the Rings
- The Sound of Music
- Lethal weapon (arma mortifeira )
- Alien myndirnar
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Ættarsetrið á Víghólastíg
- Coimbra, Portúgal
- Christianshavn í Kaupmannahöfn
- Sønderborg...borgin fagra í suðri
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar (Það er svo langt síðan ég hef haft TV að ég þarf að rifja upp)
- Deperate housewifes
- Friends
- Sg1
- How I met your mother
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Tékkland
- Sovétríkin
- Holland
- Ísland
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- Mbl.is
- visir.is
- sdu.dk
- Fésbókin
Fernt matarkyns sem ég held uppá
- Svið
- Skyr og lifrarpylsa
- Danskt rúgbrauð með dillsósu, reyktum/gröfnum laxi, salati og rauðlauk
- Sveittur borgari með mikilli hamborgarasósu
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Ég les bækur iðulega einungis einu sinni....þegar ég les fyrir mig en...
- Bláa kannan
- Græni hatturinn
- Benedikt búálfur
- Kári litli og Lappi
Fjórir bloggarar sem ég klukka
- Dagný í Odense
- Dóran á heiðinni
- Kristín Þóra Frænka
- Ella frænka í Rassi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.9.2008 | 20:05
Að gráta orðin hlut.
Er það málið...á maður að setjast niður og skæla eins og vindurinn yfir orðnum hlut, sögðum orðum eða óafturkræfum ákvörðunum?
Einhverntíma sagði vitur maður mér, að ástæða þess að konur virtust oft hafa meira tilfinningaþrek en karlar á álgastímum sé meðal annars það að þær leyfa sér að bugast og gráta....í smástund..en raka sér svo saman og takast á við málin. Á meðan körlum hefur virst það tamara að loka inni vonbrigði, særindi og sársauka og ætla áfram á naglanum...þangað til hann svo brotnar og þá eru flest björg bönnuð. Þeir nota kannski sumir rökin "allar ákvarðanir eru réttar á þeim tíma sem þær eru teknar"...og loka þá bara á mistök og særindi liðinna tíma í stað þess að endurskoða og afgreiða þau bara
Ég hef tekið eftir því með mig...að ég er mikil tilfinningavera. Ég hlæ dátt , ég elska heitt , ég verð djúpt særð og ég á erfitt með að leyna viðbrögðum mínum eða fara í felur með líðan mína. Þegar ég svo reiðist þá reiðist ég innilega og þá sýður svoleiðis á mér að þau vel völdu orð sem kunna að falla...gætu marið Golíat. ....sem betur fer reiðist ég afar sjaldan ...og þá ekki nema mér finnist mér gróflega misboðið eða ég illa svikin.
En ég á góða vinkonu sem ég var að ræða ýmis mál lífsins við hérna um daginn og þá rann það upp fyrir mér (svona sér maður bara þegar aðrir benda manni á það) að ég er þessi "snýta mér í ermina, og halda svo áfram" týpa. Nenni ekki að velta mér uppúr leiðindum eða draga erfið og leiðinleg mál á langinn....vil frekar vera hreinskilin, afgreiða hlutina og ganga hreint til verks við það....en að jórtra á sömu atriðunum aftur og aftur og staðna þar með í einhverri vesöld. Þetta vita mínir nánustu og nýta sér óspart þegar þá vantar spark í rassinn....EN...
...kannski er ég þá of köld stundum... afgreiði hlutina kannski of fljótt...kannski ýti ég þá of mikið á aðra að afgreiða mál sem ég er með puttana í...og nenni kannski takmarkað að hlusta á sjálfsvorkunnavæl annarra til lengri tíma... Og þá kemur það fólki kannski á óvart...að ég kunni stundum að þurfa að nöldra yfir hlutunum líka...mismunandi lengi ...því ég er vön að ganga bara í málin head on.
Ætli það sé öllum ekki hollt að gráta af og til...hvort sem er af reiði, vanmætti, hamingju eða sorg. Svo lengi sem fólk finnur jafnvægið...hin gullna meðalveg. Það gerir engum gott að leggjast í sjálfsvorkun og volæði, á meðan sá hin sami getur sem best sjálfur staðið upp og tekist á við aðstæður sínar....en það gerir heldur engum gott að byrgja allt inni og ritskoða sjálfan sig hverja vakandi stund við allt og alla í kringum sig og spila sig sáttann
Held ég ætli að reyna "skælum í öruggri höfn, en afgreiðum svo málin" aðferðina í óákveðin tíma, héðan í frá. (þið þarna örugga höfn...þið vitið hver þið eruð...so prepare!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.9.2008 | 16:27
Svona grautur
Blogg um blogg...
Sum blogg eru frumsamin yfirborðsleg glansmynd af óskalífi fólks þar sem það býr til annan raunveruleika en þann sem það lifir í og vill fólk þá telja okkur hinum sem lesum, trú um að líf þess sé einmitt svona....eins og glansandi ævintýri fullt af sykurpúðum, fiðrildum og sólbrúnum tómötum.
Önnur blogg eru hápólitísk og taka á málefnum líðandi stundar af mismikilli hörku og mismikilli innsýn og glettni.
Einn bloggari sem ég þekki, stórskemmtilegur maður, bloggar bara um fjármál! já allt er nú til!
Sum blogg eru bullblogg, þar sem fólk romsar útúr sér eigin hugsunum í óskiplulögðu kaosi...oft alveg frábær lesning að kíkja á svoleiðis blogg.
Ýmis blogg eru dagbókarblogg...þar sem fólk segir í mislöngu, og afar misskemmtilegu, máli frá atburðum líðandi stundar, án þess þó að mála allt sykurpúðaljósbleikt fyrir okkur hin.
Svo eru til grínblogg...þar sem fólk er mestmegnis í því að linka á fyndin atriði af youtube, b2 eða álíka síðum...fréttablogg eru líka algeng.
Ég veit ekki alveg inní hvaða flokk mitt blogg fellur....þetta er stundum hálfgerð dagbók barnanna...þar sem pabbar, afar og ömmur fá að kíkja á ormasúpuna og sjá myndir af líðandi stund....svo nota ég þetta sem körfu fyrir innihaldslaust raus um uppáhaldslög og svoleiðis....og svo stundum...eins og uppá síðkastið...hef ég verið svo agalega upptekin af eigin pælingum um lífið og tilveruna að fátt annað hefur komist að á blogginu góða.....hef alveg verið á röltinu...að pæla...og fundið kitlið í puttunum.......að verða að koma þessu "á blað" (þið ættuð bara að vita hversu margar spekúlasjónarfærslur eru til en hafa ekki verið birtar!)
...held að mitt blogg sé svona grautur...af alskonar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 19:25
"Ég mæti þér í myrkrinu, með munninn í augnastað"
"með fingurgómunum giska ég gætilega á það..."
Núna er ég í þeim sporum í þriðja skiptið í lífinu að byrja haustið á nýjum stað, í nýju landi...umkringd nýju fólki og að takast á við nýjar áskoranir. Þegar maður hendir sér inní hringiðu fólks, sem allt er á leiðinni eitthvert gerist það óhjákvæmilega að fólk "mátar" hvort annað til vinskapar. Hversu langt hleypir maður hverjum og einum, og sér maður kannski eftir því síðar að hafa hleypt röngu fólki of nærri sér? Auðvitað mæta flestir í svona aðstæður, með hreinskiptnina í fararrúmi og jákvæðnina á kantinum en oft getur verið erfitt að greina hvar flagð leynist undir fögru skinni.
Þið gamla Keilislið munið það nú líklega, að strax fyrstu dagana parast fólk saman, svo breytist þetta eftir því sem fólk kynnist og það áttar sig á því að ef til vill á það ekki saman með hinum eða þessum og oftar en ekki enda ólíklegustu týpur flæktar í ævilöng vinasambönd. (lovjúgæs....júnó hú jú ar )
"í brjósti mínu bergmálið býður þér að ganga inn..."
Það getur verið áhætta að hleypa fólki að sér...en ávinningurinn getur líka verið svo mikill að oftast borgar það sig að taka sénsinn og þora að trúa á það góða í náunganum.
Þetta lag hans Bubba, sem ég er að taka línur úr, heitir "Við tvö" og hefur það verið til hjá mér síðan ég man eftir mér....eða svona næstum því. Ég er samt einhvernvegin að heyra það fyrst núna...eða kannski er ég bara að kunna meta tilfinningarnar að baki ljóðsins í fyrsta skiptið, með hækkandi aldri Hvað stjórnar því að fólk finnst, og passar saman, og það sem meira er.....heldur áfram að vera saman? Hvers vegna veljum við okkur það fólk í kringum okkur sem við gerum? ...Eru það bara ferómónin sem draga fólk saman..eða er það samspil fleiri þátta?
Ljóðið "Við tvö" sáði fræinu af þessari spekúlasjón í kollinn á mér og er það mjög greinilega ástarljóð en ég bara gat ekki sleppt því úr þessari færslu þó svo að ég sé líka að tala um vináttu og verð ég líka að játa að mér finnst þetta ljóð með rómantískari ástarljóðum íslendinga...opinská einlægni og "vulnerability" út í gegn. Það má segja margt um Bubba....en fjandinn ef hann kann ekki að orða hlutina drengurinn og mig rekur í rogastans í hvert skipti sem ég heyri það hvað þessi líka illilega yang maður getur sungið angurvært...
"Sjáðu hvernig sólin rís úr sjónum ljúfan mín"
Ég er svo mikill sökker fyrir svona hughrifum...þegar Bubbi syngur þessa línu (og næstum alltaf í lögum hans sem snúast um náttúruna) þá sé ég þetta ljóslifandi fyrir mér...lifi mig inní rómantík sólarupprásarinnar með öllum sínum ótrúlegu litum, sem ná að vera bæði djúpir og skærir í senn... Það eru engar sólarupprásir eins og íslenskar sólarupprásir (sérstaklega ef maður situr á bryggju..með dinglandi fætur...eða einhverstaðar lengst úti í móa)
Í haustkuldanum sem kemur með hlýlegt myrkrið (já...ég veit..skemmtilegar andstæður) skulum við muna hvernig það er að líða svona...svona eins og Bubbi syngur um í þessu lagi...það er varla til betri tilfinning held ég en sú að elska einhvern svona einlægt, bæði vini og ástvini ... þó svo að viðkomandi sé stundum asni
Knúsið fólkið ykkar...og þakkið fyrir að það skuli þola ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2008 | 22:27
Dísúss minn!
Vitið þið hvað rann upp fyrir mér í dag...ég er á 27. aldursári! Og enn fremur...ég verð bara á þessu aldursári í eitt ár!
Áður en þið farið að segja mig eitthvað seina til, að þetta hafi verið að renna upp fyrir mér núna ætla ég aðeins að reyna að útskýra.
Ég hef að sjálfsögðu alltaf vitað að maður eigi afmæli einusinni á ári, og að þá hefjist nýtt aldursár og að árið sem er liðið kemur aldrei aftur....en á einnhvern nýjan hátt...var þetta bara að renna upp fyrir mér!
Í hvað ætla ég að nýta þetta ár?...Hvernig ætla ég að bæta sjálfa mig og umhverfi mitt þetta ár?...Hvernig vil ég að börnin mín minnist þessa árs...eða ég? Ætla ég að eyða árinu í að sökkva mér ofan í námsbækurnar...ætla ég að eyða því í að kynnast sem flestu nýju fólki og læra af öðrum menningarheimum...ætla ég að eyða því með börnunum mínum fyrst og fremst og tryggja þeim nægan tíma með múttu sinni umfram allt? Ætli maður sem fyrr, reyni ekki að púsla börnunum í fyrsta sætið...og reyni að ballansera restinni einhvernvegin svo að maður fái jafnt vitsmunalega næringu sem og fóður fyrir sálina og hjartað - jafnvel kroppin líka.
Ég get litið aftur og rifjað upp hitt og þetta...til dæmis hvað ég var að gera árið sem ég varð 7 ára ...1989...þá ferðuðumst við um Sovétríkin tæplega hálfu ári áður en þau hrundu, það ár gaf tillölulega góða uppskeru...og ég er ennþá að gera mér fyllilega grein fyrir því hvað það var sem við vorum að sjá og upplifa þarna.
Ég man eftir ótal útilegusumrum með foreldrum mínum, vinum, systkinum og stórfjölskyldu...allt frá því ég var barn og frammá fullorðinsár....eins fjöru- og móaferðarvorum, haustum og vetrum. Eftir svoleiðis stundir með ástvinum uppsker maður út allt lífið.
Ég man vorið sem ég fluttist til Portúgal, þá var ég alveg að fylla 16. árið...1998...ég stefndi á háskólanám í portúgölsku...það ár...16. árið mun alltaf standa ljóslifandi fyrir mér í minningunni...bara frábært ár...fullt af frábæru fólki allstaðar að úr heiminum, sumir eiga sér fasta bólsetu í vinaminninu..aðrir eru minningar góðra tíma...margra ára lærdómur um fólk og samfélög þar á einu bretti...ég er enn að uppskera frá því ári.
Árið sem ég flutti til DK fyrst...árið 2000...ég var rétt að skríða í 18 ára, rosalega ástfangin af kærastanum og bjartsýn á framtíðina. Taldi mig færa í flestan sjó eftir árið í Portúgal og vel reynda. víst var ég það ef til vill, miðað við aldur, en mikið, mikið, mikið á maður eftir ólært um lífið og tilveruna þegar maður er 18.....(eiginlega líka þegar maður er 26 ) Það var gott ár...ár breytinga og ákvarðana...ein af þeim meira að segja bökun frumburðar svo ekki er hægt af kvarta undan afrakstri þess árs.
Árin sem synir mínir fæddust...2001, 2002 og 2006. Ótrúlega ólík ár...ótrúlega ólíkar aðstæður sem þessi börn fæddust inní en sem betur fer öll velkomin og elskuð að foreldrum sínum og stórfjölskyldum...verðugt verkefni sem að maður vinnur að og uppsker eftir um ókomin ár.
Árið sem ég fyllti 21. árið...2003...árið sem ég skildi, erfitt og krefjandi ár...bæði á heimavelli og í námi með guttana litla...mjög lærdómsríkt ár og ég er því fegin núna að hafa fengið að upplifa þetta ár..hvernig ætli maður væri án þeirrar reynslu eða þroska sem tekin var út á þessum tíma
Sumarið 2003 ..21 árs......hæst ber 24 tíma ferð í "sovebus" með Margréti eðalfrænku minni, Kára sem getur ekki kallast neitt annað en litli bónusbróðir minn og Benedikt sem þá var 8 mánaða....ótrúlega ævintýraleg ferð í alla staði...hótelið hét meira að segja Hotel Kafka! Lifir í minningunni að eilífu amen.
(Svona var maður ungur og sætur...en samt reynslubolti... já og bye the bye...þá er benni sko þessi feitari hehe)
Veturinn sem ég flutti til Íslands, og til baka til Danmerkur...26. aldursárið...2007-2008, ár heimþrár í allar áttir....fyrst til Íslands, svo til Danmerkur...langaði að búa nær fjölskyldunni minni stóru, með ungana mína. Drekka í mig náttúruna og styrkin í íslenskum stokkum og steinum og prófa að læra uppá íslensku og lifa í íslensku samfélagi sem fullorðin manneskja...Ég kom..sá...og fór til baka hahaha Þetta ár færði mér suma af þeim bestu vinum sem ég mun eignast í gegnum tíðina....fólk sem ég vil aldrei týna ..ég fékk að læra margt þennan veturinn..um fólkið í kringum mig..um sjálfa mig..ástvini mína og um hvað það er glæpsamlega DÝRT að búa á Íslandi! ...Árið færði mér líka reynslu og raunsæi, ótrúlegar áskoranir á öllum sviðum og má maður vona þegar lengra er litið að maður geti litið til baka og sagt við sjálfann sig "já...ég stóð mig vel þetta árið"
Haustið 2008...haust umbreytinga...haust ævintýramennsku...(ég meina, maður þarf annað hvort að vera hugaður, tjúllaður eða beggja blands til þess að leggja í það að flytja einn á milli landa með 3 lítil börn tvisvar sinnum á einu ári!) haust nýrra tilfinninga....haust sterkra vináttubanda....haust brostina vináttubanda....haustið sem það sannaðist í enn eitt skiptið, að mamma og pabbi eru ótrúlegt fólk ....álagshaust.
Í gegnum tíðina lærir maður vonandi að gleyma því slæma og erfiða, halda því góða og gefandi á lofti...og að nýta sér skakkaföllin í lífinu til nýrra sjónarhorna og sjá að þau veita manni jafnvel ný verkfæri til að takast á við lífið.
HVAÐ ætli þessi vetur beri í skauti sér? Er ég í stakk búin til þess að takast á við hann? Hvað ætla ég að bera úr býtum eftir þennan vetur, hvað vil ég uppskera?....ef að ég ákveð að vera aðaláhrifavaldurinn í lífi mínu í stað þess að leyfa öðrum að stjórna í því...hvað ætla ég þá að láta gerast..og hvernig?
Ég vil, hvað sem öðru líður, geta litið til baka einhvern daginn og hugsað....."já...ég stóð mig vel þetta árið"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.9.2008 | 20:06
Mesta feel good lag í heimi :O)
Ég veit að það hlýtur að vera einhverskonar met að birta 3 færslur á einum degi....en ég er búin að vera að vinna við tölvuna í næstum allann dag...og þetta eru pásurnar
Bróðir minn sagði mér að það væri búið að ofspila þetta lag á Íslandi.....en ég er ekki þar svo að mér er alveg sama Þetta er nýja themesong-ið mitt...fyrir ykkur íslenskusinnuðu ellismelli sem ekki skiljið hvað það er...þá þýðir það að þemað "Birna" er með þessu lagi undir....(og fyrir mömmu: ef að sýnd væri sena af mér í bíómynd að bardúsa eða lifa lífinu...þá væri þetta lag spilað á meðan )
Er bara nýbúin að finna það (var sett á bið í dönsku fyrirtæki og þetta var biðtónlistin) og hlusta á það over and over and over....og dansa og allt Bara frábær texti...frábært gítarplokk...frábær taktur....frábær samsetning......get ég sagt meira frábært ?
Enjoy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar