Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Helgin já.

Helgin klikkaði ekki...nema að einu leiti en ég kem að því síðar Whistling

Helgin byrjaði kl 4 á föstudeginum...þá vorum við komin heim og elduðum okkur dýrindistilraunafæði sem heppnaðist svo vel að ég trúi varla að ÉG hafi eldað það Grin  Sökum flutningsfórna voru ekki til nægir diskar fyrir alla.....eða sæti við borðið hehe..svo að ormarnir borðuðu úr skálum og fullorðna fólkið fékk að borða í stofunni.

Svo var kvöldinu skipulega eytt í vídjógláp og nammiát. Shocking

 

Laugardagurinn var blautur....en heitur og bjartur og köflum. Þennan dag hafði íslendingafélagið hérna í borginni fögru áætlað að halda svo kallaða høstfest, sem þýðir uppskeruhátíð...eða jafnvel töðugjöld.

Það var hist í fögrum skógarlundi hérna rétt hjá og þar var grillað, farið í leiki, spjallað og gantast fram undir kvöldmatartíma.

flodebollukrútt Farið var meðal annars í flödebollukast...minn maður misskildi leikinnWhistling

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það tók að sjálfsögðu tímann sinn að fá smáfólkið með heim...enda er þetta mikill ævintýrastaður, þessi skógarlundur. Litlu dýrin skemmtu sér svo vel að ég týmdi ekki að trufla þau...en fór í staðin að taka myndir af þessum fallegu ormum InLove

Svo hress :O)Prakkarasúpan


                                        

 Baldur náði prins pólóinu....og lét það ekki af hendi.....fyrr en búið var að sleikja innan úr bréfinu hehehegormur

 

                    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við hjóluðum svo heim í gegnum skóginn, sem er alveg frábært en vorum svolítð lengi því að Eyþór er á gamla gamla hjólinu sínu...sem hann fékk þegar hann var 3 ára...það er aaaaðeins of lítið hehehe.

Ég mokaði smá næringu í ungana og sturtaði liðið og las fyrir það...svo var komin tími á barnapíuna. Hún kom eins og um hafði verið samið og ég lét mig hverfa út í frelsið...fyrsta barnlausa kvöldið síðan......á afmælinu mínu held ég hreinlega!

Ég hélt til Ómars þar sem hann ætlaði að bjóða upp á veigar áður en haldið yrði á loftið þar sem dansað yrði inní nóttina. 

Þetta íslendingateiti var frábært...þarna var fullt af fólki á öllum aldri og allir greinilega með góða skapið með sér, boðið var upp á skemmtiatriði og svo var dansað fram á rauða nótt. Ég ákvað samt að fara heim frekar snemma....man ekki alveg vegna hvers sú ákvörðun var tekin Whistling  En sökum innbyrtra bjóra leist mönnum ekki á að ég færi að hjóla ein heim um miðja nótt ..hehehe...wonder why Woundering

Ferðin heim tók held ég svo langan tíma að ég er hissa á því að ekki skuli hafa verið komin morgun þegar hjólað var loksins upp að húsinu, gatan réðist ekki nema einusinni á mig á leiðinni heim...ALGERLEGA að tilefnislausu (eða vegna þess að bölvað teygjuvesenið hans Gimsa flæktist í gjörðina mína Angry) en maður er auðvitað svo mikið hreystikvendi að ein lítil bylta á hjóli slær mann ekki út af laginu Cool...ég...gleymdi auðvitað að læsa hjólinu mínu hérna fyrir utan þegar heim var komið...svo að því var STOLIÐ þessa nótt.....helvítis hjólinu sem við höfðum haft svo mikið fyrir að dröslast með heim....mismunandi mikið drukkin...og með jafnvægisskynið ööörlítið off. 

Jæja...maður verður víst bara að læra af reynslunni...SKILJA HJÓLIÐ EFTIR Á LOFTINU NÆST!  Eyþór stóri fann að vísu körfuna mína niðri við kastala...svo að líkur eru fyrir því að einhver bölvuð bytta hafi tekið hjólið mitt og barasta hjólað heim úr partýi eða eitthvað þannig.....skil ekki fólk sem bara hjólar undir áhrifum áfengis Whistling ábygðarlausa lið!

 

Sunnudagurinn var að vonum rólegur...hehehe...tekið var smá keilismót í fótbolta hérna á túninu fyrir aftan og svo bara pizzast og vídjóast ....Die Hard rúlar.


Hugleiðingar um ritskoðun

Það hlaut að koma að þessari, annað eins hefi ég velt þessu hugtaki fyrir mér uppá síðkastið. Woundering

 

 Sannleikurinn er sagna bestur...sagði einhverntíman einhver..sem var líklega agalega forvitin Tounge...en þá kom aðeins leyndardómsfyllri týpa með hið gullna mótsvar...Oft má satt kyrrt liggja.

 

Er ritskoðun réttlætanleg? Flestir af vestrænu bergi brotnir myndu svara þessu neitandi án umhugsunar, en gleymum því ekki að á hverjum degi, oft á dag, ritskoðum við okkur sjálf (ef við tökum því sem svo að ritskoðun geti átt sér stað á öðrum vetvangi en á hinum ritaða)

Við tölum á annan hátt til eldra fólks en yngra, sýnum ekki öllum allar okkar tilfinningar og veljum okkur yfirleitt vandlega það fólk sem við teljum okkur geta treyst nægilega vel til þess að sleppa allri ritskoðun.

Núna hafa hugleiðingar mínar um ritskoðun undafarið snúist um ritskoðun blogga, og bara blogg í eðli sínu yfir höfuð. Hvað er blogg...til hvers er fólk með blogg?  Ég ákvað að stofna þessa bloggsíðu þegar ég flutti til DK aftur, við áttum okkur alltaf svona síðu fyrir ömmurnar, frændfólkið og vinina heima og núna hefur bæst verulega "rukk" hópinn (hópurinn sem rukkar um fréttir) og þá er ég að tala um hin sterka Keilisvinahóp sem fæddist á heiðinni góðu síðastliðin vetur. InLove (luv á línuna).

Svo að ég komst að því að tilgangur minn með bloggi er að fá ekki leið á eigin lífi þar sem ég þyrfti að endurtaka svo oft það sem á daga okkar drífur í stað þess að æla því bara einu sinni á nett blogg....OG ég losna við "sendu okkur myndir" frá bæði ömmum og vinum (elska ykkur samt sko Heart). Mér finnst líka gaman að blogga um eigin hugleiðingar upp að ákveðnu marki. Ég hef fengið skemmtileg skilaboð um skrif mín hér bæði beint á síðuna hérna og svo prívat og finnst mér þetta skemmtilegur samskiptamáti við það af mínu fólki sem er mér utan seilingar.

 

Mamman og kúturinn úti að leika á heiðinni Ákvað að setja eina mynd af okkur mæðginunum...bara svona því að textin var orðin svo langur....hehe  brjóta þetta aðeins upp Whistling Ég lít ekkert út fyrir að vera neitt sérstaklega vangefin á þessari (ótrúlegt nokk miðað við mín úber fótógenísku gen) og krúttið er nottla bara sæt feitabolla að leika í snjónum InLove

Back to the issue at hand...

Ég tók þann pól í hæðina á þessu bloggi að ritskoða ekki sjálfa mig annarra vegna. Mér finnst gaman að skrifa og kem ég hlutunum oft vel frá mér og ég hef einfaldlega valið þann kostin frá, að íhuga hvernig hitt eða þetta orðalagið gæti fallið í kramið hjá þeim sem kynnu að lesa.  Þeim sem ekki líkar lesturinn eru fjarri því að vera skildugir til innlita. Slíkt háttalag myndi líka ganga nærri mér sem persónu...að vera alltaf að íhuga hvort að gjörðir mínar eða spekúlasjónir séu öðrum þóknanlegar og þá í hvaða mæli ég "má" hitt eða þetta. Á meðan ég er ekki að stunda myrkraverk í óhóflegum mæli Devil eða lifa lífinu á skjön við það sem almennt er talið leyfilegt í samfélaginu nenni ég ekki að læðupúkast neitt, enda er ég hundléleg í undirferli Blush (ef ég vildi reyna að læðupúkast myndi ég einfaldlega ekki blogga)

Reynslan (ég er svo ævagömul að mér er sagt að ég beri reynslu á við heilt elliheimili...og jafnvel meira til Shocking) hefur líka sýnt það í gegnum tíðina, að maður er seint öllum þóknanlegur.

 

Þetta allt saman á að sjálfsögðu við innan skynsamlegra marka. Auðvitað er margt sem maður tekur sér fyrir hendur sem maður vill bara eiga prívat með sjálfum sér og sínum nánustu svo að ég verð að játa það að þrátt fyrir ákvörðun mína um "minimal" ritskoðun þá er að sjálfsögðu sitthvað af mínum prívat myrkraverkum sem ekki rata inn á þetta blessaða blogg, því verð ég að lýsa mig sammála ókunna snillingnum sem á setninguna hér að ofan...oft má satt kyrrt liggja, þrátt fyrir að vera fylgjandi því að sannleikurinn sé brúkaður sem mest...svona er maður flókin og stundum ósammála sjálfum sér Whistling

 Svo myndi maður tildæmis ekki velja sér þennan vetvang til þess að kunngjöra heiminum lítið álit sitt á fólki eða til illra verka en svo er spursmál hvort að þar komi inni skynsemi, vilji til sjálfsritskoðunar, tilvist hegningarlaga um ærumeiðingar eða eitthvað sambland af þessu öllu og fleirru.

 

Spurning dagsins er því þessi: Hvers vegna bloggar þú og  hversu hátt er ritskoðunarstigið á þínu bloggi?

 

Osso gamla settið...gamla settiðMaður hættir ekkert að sakna foreldra sinna þó svo að maður eigi að heita fullorðin...að minnsta kosti að nafninu til Whistling


Ágrip

Smá samansafn af ýmsum atriðum sem ég hef látið falla niður á milli rifa undanfarna daga.

Skólabyrjun.

Mig langar eiginlega bara að nefna skólabyrjun okkar fullorðnafólksins hérna til þess að koma þessari frábæru mynd að, af þeim Sverri og Einsa...allan opnunarfyrirlesturinn lýsti áhuginn svoleiðis úr andlitum þeirra að við hin urðum spennt og áköf einungis vegna áhuga og metnaðar þeirra...hér fyrir neðan má sjá vitnisburð um óþrjótandi námsvilja og eljusemi þá sem þessir ungu og efnilegu menn hafa til að bera  ... lovjúgæs Devil

 

áhugasamir

Nýja húsið.

Jú við fengum afhenta þessa líka forláta íbúð 1. september. Hún er lítil og nett (lesis: alger bora) en það versta er hvað það er mikil saggalykt í einu herbergjanna, ég þarf að fara og ræða það við skrifstofudamerne hérna. Til allrar lukku er það herbergið sem yrði svefnherbergið mitt, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna Whistling hef ég ekki verið að sofa þar.

Fyrsta kvöldið í íbúðinni vorum við óttalega alslaus því að dótið okkar kom ekki fyrr en daginn eftir, en í góðra vina hópi var íbúðin samt full Grin

Setið að snæðingi"Fullorðna" fólkið .....allir voða stilltir Halo

 

 

 

Skæruliðar 

 

 

 

 

 

                                                                Litla liðið við borðstofuborðið

 

 

 

Og svo ein af aðalmanninum...sem var aldrei fyrir á meðan á flutningum stóð..og skemmti ekki nokkrum einasta manni með síendurteknum yfirlýsingum um sjálfstæði sitt...Whistling   Hann var snöggur að finna besta staðin í íbúðinni hehehe...feita krútt.

 

 


Lífið bara secretast fyrir mann...

á meðan maður er ekki einusinni að horfa Wizard

Barnapía...check

Frágangur íbúðar...check

Peningamál...chek

Hnýta lausa enda í lífinu...check

 

Mín er jafnvel bara að spá í að skella sér út á lífið í fríðum hópi íslendinga í kveld.... eftir grill og góðan fíling.  

Ég var svo heppin að stóra systir bekkjarsystur minnar, sem er 21 árs....finnst æðislega gaman að passa börn.  Það er afar góð tilfinning að hafa fullorðna barnapíu þegar maður á 80 börn hehehe, þrátt fyrir að 15-16 ára sé vissulega hálffullorðið þá er þetta samt betra Cool

Svo nú er bara að moka smáfólkinu í pollagallana og út í grillfjörið....og skila þessu liði svo heim þegar myrkrið skellur á og hella sér út í nóttina....elska myrkrið hérna....það er svo undarlega mikið dimmt Bandit

 


Mojo is back....with a vengeance!

Já maður lætur ekki slá sig út af laginu lengi í einu skal ég segja ykkur, ómetanlegt að eiga góða vini sem hirða mann upp þegar maður liggur einhverstaðar í útkeyrðri hrúgu...þið vitið hver þið eruð...lovjúgæs Heart

Börnum var skverað út í morgun, eftir tilheyrandi smörrebrodsgerð og skemmtilegheit og svo fór ég heim og bretti um ermar...tónlist í botni og svo bara upp með skrúfjárnið og sexkantinn og læti!

Það var ýmsilegt brasað, teknar pásur með léttum spjöllum inn á milli og svona, en þegar ég fór að sækja börnin um 4 leytið var búið að skrúfa allt saman sem skrúfa þarf (líka andskotans kojuhelvítið) Cool   Og búið að setja alla kassa með leikföngum inn í barnaherbergi, og búið að ganga frá öllu eldhústengdu.

Þá er þetta nú allt að koma...þarf bara að byggja nokkra skápa til að koma fötum familíunnar fyrir einhversstaðar..FootinMouth

Við fengum okkur okkar langþráða lasagne í kvöldmatinn og mín massaði nestisbölvunina á kantinum á meðan ég var að elda, og fórum svo út í fótbolta eftir mat...það var rosa fjör og ég sé eftir að hafa ekki tekið myndavélina með...var ekki alltaf viss hvort þetta væri fótbolti...eða hnoðbolti Whistling

Eyþór var með feita dverginn í sínu liði, og réðist hann á okkur af og til með tilheyrandi stríðsópum..í fyrsta skiptið sem það gerðist kallaði Benni á mig "mamma..passaðu þig...það er brjálaður dvergur að ráðast á þig!!"  hahahaGrin  Ég lamaðist úr hlátri...og dvergurinn náði mér hehehe

Inn í sturtu með fótboltaliðið var næsta stopp og var bók um Skúla skelfi valin sem bókmenntir kvöldsins...það er alveg ROSALEGA gott að gera eitthvað bara svona venjulegt...(Eyþór sagði þetta þegar við sátum í sófanum undir sæng að lesa)  hehehe  greinilegt að útilegan góða tók á fleiri en múttuna InLove

Núna eru litlu kallarnir sofnaðir í SÍNUM bólum, hreinir og stroknir og ánægðir með SITT dótarí...Baldur er meira að segja að sleppa glasinu góða í fyrsta skiptið í laaaangan tíma....sjáum hvernig það fer Whistling

Óver end át from mojo city Sonderborg Police

p.s. hver sá sem gefur sig fram sem sjálfboðaliða (ókei ekki alveg HVER sem er...en flestir) í að nudda mig og stjana við mig má senda mér tölvupóst eða ræða við mig á msn ef að viðkomandi er þeirrar lukku aðnjótandi að vera með mig á msn hjá sér Halo

 


Dauð....og dauð!

Það er málið....jú víst er dótið okkar looooooksins komið heim til okkar og mánaðarlangri útilegu fer brátt að ljúka (þegar mamman prjónar tíma til þess að skrúfa allt þetta drasl saman og reyna að koma okkur fyrir!)

En....það rann upp fyrir mér þegar ég sat hérna áðan og ætlaði að fara að púsla saman eldhúsborðinu með auma og blöðrum setta fingur eftir burð síðastliðinna tveggja daga....loksins búin að setja börnin í háttinn eftir ruglaðan dag........

 

.........að ég veit ekki um verkfærin...og við erum ekki með hillur eða skápa undir allt.....og ekkert sófaborð...og ég á eftir að galdra fram nesti fyrir 4 manneskjur ...og mig vantar nýja skó....og mig vantar ný föt....og mig vantar skólabækurnar mínar...og mig vantar nýtt snyrtidót...og mig vantar stóra bróður minn...og mig vantar þvottavél...og mig vantar uppþvottavél...og mig vantar bílinn minn... og mig vantar tíma til að lesa rúmleag 20 bækur ...og mig vantar tíma til að vera í skólanum...og mig vantar tíma til þess að geta hitt syni mína one on one án þess að vera að gera eitthvað á meðan...og mig vantar barnapíu...og mig vantar klippingu....og mig vantar PENING....og mig vantar.....tja...það má segja að það hafi aðeins þyrmt yfir kellu hehehe.

 

Þá er það bara fyrsta hjálp....kaldur bjór....og kalt kók...og koddi undir rass...tölva í kjöltu...gott fólk á msn..og góður vinur í símanum...og töfra fram seigluna uppá nýtt Police...hvernig sem maður fer nú að því Whistling

 

Þegar mér tekst að finna hana, seigluna, og bursta af töffaraerminni, skal ég koma með betri skýrslu af flutningum.


1. September

Hin langþráði dagur er loksins runninn upp!

 

Afhending íbúðar mun eiga sér stað í dag...það setur þó smá blett á daginn að bölvaður gámurinn kemur víst ekki fyrr en á morgun svo að það verður smá útilega í kvöld í nýja húsinu en við erum að spá í að elda bara alvöru mat í fyrsta skipti í langan tíma og kveðja útilegulífið með stæl Cool

Ég er semsagt aaaalveg að fara að moka okkur héðan út.....alveg rétt bráðum...um leið og ég stend upp Whistling

En fyrstu dagar skóla okkar fullorðna fólksins eru nú liðnir og tekur nú alvaran við, strákarnir eru fastir í workshoppi alla vikuna en þar sem ég er í fríi á mánudögum (og föstudögum) var ég sett í flutningsmál.  (sjáið hversu vel það er að gefast so far Blush)

Ég er að upplifa alveg nýja hluti í þessum skóla...þannig er mál með vexti að ég er bara með eldri nýnemum þarna....fyrir utan auvðitað ellilífeyrisþegana sem komu með mér frá Íslandi Cool (einn þeirra fékk áfall um daginn þegar dama sem hann var að tala við á barnum reyndist vera 15 ára!!!  Honum stóð EKKI á sama hehehe) 

Í mínum hópi í skólanum erum við tvær 26 ára, og svo er restin bara á bilinu 18-21 árs.  Þetta er afar spes upplifun fyrir mig, og þá sérstaklega þar sem ég hef yfirleitt verið sú yngsta í þeim hópum sem ég hef verið í, bæði vinahópum og í fjölskyldunni minni.

Fyrsta daginn vorum við spurð svona að hinu og þessu um okkur sjálf, og vorum beðin að skýra aðeins frá því hvað á daga okkar hefði drifið (flest þessara krakka hafa lifað svo fáa daga að það tók ekki langan tíma Whistling  en svo kom að mér, og ég segi eins og er, að ég hafi lært hér og þar, verið rúmt ár í Portúgal, 7 ár í köben og svo eitt á Íslandi...þá voru rekin upp stór augu og prófessorin spurði..."How old are you?"  og þegar ég segist búa yfir þeim "whopping age of" 26 hrundu þó nokkur andlit í gólfið ... mér var mikið skemmt Cool (ego.is) Bíðum bara og sjáum hvernig viðbrögðin verða þegar þau komast að því að ég eigi 3 börn híhíhí.

 

En þegar mér er farið að líða eins og antik húsgagni með reynslu á við heilt elliheimili og meira til, þá lalla ég bara yfir til strákanna og líður eins og ég sé 14 ára hahaha LoL (hey, þeir eru ýmist fúlskeggjaðir eða sköllóttir)

 

Uppgötvun síðastliðnar viku er án efa sú að þýskar konur eru í alvöru oft svona "amerísku bíómynda" þýskar....í mínum bekk eru allavega tvær 19 ára sem gætu allt eins talið fólki trú um að þær væru mæður mínar!

En það er víst fjörið, þessi blessaði margbreytileiki og vitneskjan um það hvað maður veit lítið um næstum allt!  vonandi nær maður eitthvað að læra á næstu misserum, bæði um sjálfan sig og aðra (og kannski vonandi líka námsefnið Whistling)

 

 

Ég þakka mínum sæla þessa dagna fyrir mín íslensku gen og það myndarlega fólk sem foreldrar mínir eru...


« Fyrri síða

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband