Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
24.12.2008 | 14:28
JÓLA - SURPRISE!!!
Eins og maðurinn sagði...þá er sjaldan ein báran stök, when it rains it pours og þar fram eftir götunum
Hér á þessu undursamlega frjósama heimili er sem sagt von á fjölgun (ekki fá hjartaáfall, allir nánustu (mín megin, veit ekki hvernig pabbinn hefur staðið sig í upplýsingaflæðinu til síns fólks) eru BÚINIR að fá fréttirnar ) Jájá..ég veit að mörgum ykkar þykir snemmt að segja frá væntanlegri fjölgun þegar ekki er lengra liðið á meðgönguna en rétt tæpir 2 mánuðir...en málið er nú bara svoleiðis að þegar maður er að ganga með sitt fjórða barn...þá sér bara á manni nánast frá getnaði (fékk einhverntíman þá útskýringu að það hefði eitthvað með slaknandi liðbönd að gera...) og ég er orðin þreytt á..."ert þú nú loksins að fara fitna stelpa...orðin þetta gömul" kommentum og fleiri í sama dúr...svo eftir að doksi konstanteraði að núna væru innan við 5% líkur á því að þetta kríli hætti við að mæta ákvað ég bara að láta slag standa og hætta að fela mig fyrir öðrum Svo að ykkur sem fáið hland fyrir hjartað sökum tímasetningar....segi ég bara að eiga ykkur og ykkar hneyksl í friði
Krílið mun vera væntanlegt þann 14. ágúst samkvæmt sónar og er það svolítið skondið þar önnur hinna væntalegu stóru systra á einmitt þann afmælisdag en miðað við að í það skiptið sem múttan var ekki sett af stað í fæðingu með hina ormana þá gekk hún framyfir, má vona að litlu systkinin fái að eiga sitthvorn daginn. Svo breytast nú þessar dagsetningar oft í sónarskoðunum og slíku...
Þó svo foreldrarnir vaði ekki beint í peningum er víst til nóg af börnum En svona til þess að varpa ljósi á þetta fyrir mína GÍFURLEGA stóru stórfjölskyldu sem hefur bara hitt Gimsa einusinni (sumir...aðrir aldrei)...og það í fjölmennu stórafmæli, þá kemur litli Jón (viðurnefni sem hefur fests þrátt fyrir að Dóran segi að þetta sé dama) til með að eiga þrjá eldri bræður og tvær eldri systur
Litla krílið kemur því til með að vera vel ríkt af fólki og má geta þess til gamans að ég er yngst af sjö systkinum og pabbinn er yngstur af sex svo að það má með sanni segja að litla Jón kemur hvorki til með að skorta systkini, frændur eða frænkur Og ekki má gleyma öllum bónusfrænkunum...(bestu vinkonur mömmunnar) Og Einsa heiðursfrænda
Þetta er eins og lesa má dágóður hópur og er það líklega ágætt að þetta er ekta íslenskur systkinahópur, semsagt dreifður á þrjár mömmur og þrjá pabba Nú er bara að vona að allt þetta fullorðna fólk í kringum þessi kríli geti hegðað sér eins og fólk og látið þetta allt saman ganga upp svo ekki verði gengið á þau forréttindi ormanna að eiga systkini Ég á eins og flestir vita guttana og Gimsinn á dömurnar....og verður því spennandi að sjá hvort blandan af okkur verður gutti eða dama Víst er það vitað að þessir kallar eru oft frekari í barnamölluninni...en ég kalla hann samt litla Jón....og hana nú
Af okkur er annars allt flott að frétta. Ég er búin að skrifa svo margar ritgerðir að ég fer að breytast í heimildaskrá Ég gref mig ofan í kjallara á ættarsetrinu hans Begga bróður og kem bara upp til að borða og knúsa kallana mína....ókei..og mömmu Annars erum við í frábæru yfirlæti hérna í Kolgerði og við stöndum á stanslausu blístri hér hjá ömmu og afa í sveitinni.
Endurkoma hersveitarinnar til Danmerkur er áætluð um miðjan janúar, þá fyrst tekur við prófastress hjá múttunni... og þá kemur það sér AFAR vel að ormasúpan mín er svona lika AGALEGA vel upp alin hehehe
Over and out frá fjallageitunum í Kolgerði og megið þið öll njóta hátíðanna...líkt og það sé engin morgundagur (bara fyrir Sibba....og Robba )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.12.2008 | 15:04
Helgin já...
Þetta var litrík helgi...to say the least!
Ferðin suður byrjaði vel, Við Stevie fórum í samfloti með Oddnýju Láru eðalfrænku sem er komin slétta 8 mánuði á leið með frumburðinn. Það vildi svo ekki betur til en svo að einhverjir hnökrar voru á því að við kæmumst beinustu leið suður því að sjúkarhúsið á Akranesi krafðist nærveru okkar frændsystkina eftir að nokkrir bílar höfðu tekist á um göturýmið undir Akrafjalli Sem betur fer eru allir á lífi, fólk mismikið brotið að vísu en Gríshildur, leigjandinn hennar Oddnýjar, er hraust (sver sig í ættina) og heldur sig staðföst á sínum stað
Þegar í bæinn var komið (við sem vorum ferðafær) tók við Keilisgleðskapur sem að sjálfsögðu var frábær Þó gat hann ekki gengið hnökralaust fyrir sig heldur því um klukkan 01:00 fæ ég símtal frá snillingi sem þá var farin heim og taldi hann sig vera í einhverjum vandræðum.....eða réttar sagt var mér bara að koma strax yfir...lengri urðu þær samræður ekki þar sem ég smeygði mér í spandex gallann með þrumunni framaná og henti á mig skykkjunni og flaug af stað...... ........nei ? trúið þið því ekki? Ókei...en svona: ég sagði við Lalla....."Lalli....vantar bíl NÚNA" hann sagði "lyklarnir eru í vasanum mínum" svo ég rændi Lárus, og hentist af stað.
Þar var hetjan í andnauð svo sjúkrabíll var eina vitið. Við hentumst í dauðans ofboði niður á sjúkrahúsið í Reykjanesbæ og þar var mallaður lyfjakokteill í sjúklinginn og honum gefið súrefni að sjálfsögðu...þessi elska er nefninlega með bráðaofnæmi...og öndunarvegurinn var að gera sér lítið fyrir og lokast bara!
Eftir að hafa tekið út aðstöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í svolítin tíma (sjúklingurinn ss hafður undir eftirliti) sluppum við svo heim á leið.
Laugardagurinn var líflegur eins og við var að búast. Sofið var eilítið frameftir vegna anna næturinnar áður og var ég mikið fegin því að þurfa ekki að glíma við timburmenn eins og sumir aðrir
Eftir mikið snatt og heimsóknargræ var deginum slúttað á Andkristnihátíð, sem var auðvitað tær snilld. Á Amsterdam komu fram nokkur frábær bönd, og áttu sér stað ýmsir atburðir sem ættu hreinlega helst heima í annarri vídd! en ég uppgötvaði nýfundna ást á bandi sem kallar sig Bastard og Sólstafir standa að sjálfsögðu ALLTAF fyrir sínu Viðleitnisverðlaunin fær þó hljómsveitin Reykjavík! sem tókst á þeim tíma sem þeir spiluðu 3 lög að slíta eina gítaról, brjóta einn disk í trommusettinu og slíta streng í bassanum Þeir urðu að stíga af sviði vegna þessarra hrakfara en þeir gerðu það með brosi á vör og húmorinn í framsætinu og voru þessvegna algerir sigurvegarar þarna
Þarna var rokkað þangað til klukkan var rúmlega 3 og fór ég þá í að skila sauðdrukknum lýðnum heim....hehehe það var áhugaverð bílferð
Sunnudagurinn fór að mestu í jólasveinaskyldur og heimsóknir, það er að sjálfsögðu ómögulegt með öllu að athafna sig í borg óttans án þess að rekast á múg og margmenni á förnum vegi og var það töluvert skemmtilegt að ná að gefa mörgum vinum og ættingjum jólaknúsin svona á röltinu
Við lögðum af stað úr bænum um klukkan 10 að kvöldi og þá með fullann bíl þar sem Davíð Stefnisson (sem ætlar að skíra son sinn Benedikt...því þá á hann Benedikt Davíðsson.....gaurinn er 11 ára!) kom með okkur norður og ætlar að eyða jólunum með pabba sínum og okkur hérna, og svo var auðvitað svarti maðurinn með....
Þetta var frábært roadtripp; tónlist, húmor, íslenskt svartamyrkur uppá heiðum, snjókoma......og meiri húmor Við renndum í hlað í Kolgerði klukkan 03:00 og hrundum í bælin (að vísu var Dabbi búin að sofa síðan um 11 leytið) ....sem var ÆÐI!
Ég er strax farin að hlakka til næstu helgarferðar á suðvesturoddann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2008 | 15:12
Komin í annann heim :O)
Heim snjógalla og mannbrodda, jeppa og nagladekkja, þar sem nefin verða í alvörunni köld og maður er ekki of töff til að vera með húfu...semsagt norður í land til mömmu og pabba Torfærurnar heim afleggjarann eru nóg í sjálfu sér til þess að vekja upp minningar gamalla tíma...þegar það var ALLTAF snjór á veturna hehe
Við Eyþór fórum í fjallgöngu í morgun...dúðuð frá toppi til táar, renndum okkur niður ísilögð túninn og klofuðum snjóinn sem fyllir skurðina...enduðum svo í hressingu í Hléskógum hjá Begga bróður...mikið er alltaf gott að koma í sveitina. Útsýnið úr gluggunum yfir Eyjafjörðin hjá gamla settinu slá út besta málverki og kolsvartur leyndardómsfullur himininn, stjörnubjartur alsettur dansandi norðurljósum er skörp andstæða við ljóma snævi þaktra fjallanna
En lang best af öllu var að knúsa hann Benedikt minn, litli tannlausi kúturinn minn sem er svo mikið duglegur alltaf hreint....ofsalega er faðmur manns tómur þegar eitt barnanna manns er svona langt undan...við fórum hreinlega bæði að skæla þegar við hittumst og knúsuðumst alveg heillengi og erum enn að, enda er tveggja og hálfs mánaða aðskilnaður hrein pynting. Okkur hlakkar mikið til að fara aftur heim til Danmerkur öll saman
En núna er ég sem sagt sest niður í kjallaraíbúðina í Hléskógum og ætla ég að hreiðra um mig hér eftir bestu getu og grafa mig í ritgerðarskrif og prófalestur. Takmarkið er að vera búin með allavega eina ritgerð áður en ég kem í bæinn á föstudaginn...og hana nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2008 | 11:06
Heiðin góða :O)
Ég er komin á hana....heiðina Ég lenti í gær seint um kvöld...fór í fríhöfnina og svona.....og spennan magnaðist... Svo kom ég fram.....og það fyrsta sem ég sá...var stóri rauðhærði gaurinn...og svo gaurinn sem hangir alltaf með honum...og svo 3 litlir strumpar sem stóðu fyrir framan þá og náðu þeim í mitti (ss. Dóra, Anný og Elín)
Liðið mitt var komið Ég bara þurfti að passa mig að fara ekki að grenja, þau voru svo sæt ...það var hvorki meira né minna en 5 manna móttökunefnd mætt á völlinn
Af vellinum var stefnan tekin heim til Annýar þar sem búið var að græja mat, harðfisk, íslenskt nammi, jólaöl og allar græjur Ég fékk að skoða kaaarastannn hennar Annýar sem er voða voða sætur og við sátum og hlógum af okkur rassgötin til 3 í nótt
Það er bara ekki hægt í heiminum að fá betri móttökur..... Ég brosi ennþá allann hringinn yfir þessu frábæra fólki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2008 | 09:52
Ég er að fara út/heim......hvort er það?
Þegar maður er búin að búa lengi í útlöndum er þetta eilífur ruglingur....þegar ég kem heim....svo er ég á Íslandi og tala um að fara heim til Danmerkur....
Ég er sem sagt að pakka ...lofa...þetta er bara smá pása hehe...og er að leggja upp í langferð. Fyrst rúmlega 4 tíma lestarferð til Köben, og svo 3 tíma flug til Íslands þeð tilheyrandi flugvallaríveru. Á klakanum er fyrsta stopp heiðin góða og því næst fer ég norður fyrir heiðar.
Ég hlakka svo til að hitta fólkið mitt að ég er með stanslausan spenning í maganum! Eigum við að ræða það eitthvað....Anný og Elín..og Sibbi...og Robbi...og Dóran...og Dúnan....og Helga...brósi og allar frænkurnar...og frændurnir...það þarf ekkert að minnast á gamla settið eða stubbana mína tvo sem eru að skemmta þeim
Við vorum að fá þær fréttir að Jes, pabbi Baldurs, er að fara til Kína í heilt ár! Hann fer 1. mars því að Novo Nordica, sem hann er að vinna fyrir, er að byggja þar einhverja verksmiðju sem hann á að .....ráðgjafast eitthvað í sambandi við.....ok ég er ekki með það ALVEG á tæru hvert hans hlutverk mun verða en hann er allavega mjög spenntur Það er eiginlega verst að Baldur skuli ekki vera eldri því ef hann væri orðin allavega 5 ára væri það náttúrulega ævintýraleg upplifun fyrir hann að fá fara og vera hjá pabba sínum í Kína í svolítin tíma.
En sem betur fer líkar Jes vel í vinnunni sinni svo hann mun vera þar áfram og útlit er fyrir mikið fleiri svona langtímaverkefni hjá honum í framtíðinni hingað og þangað um veröldina svo að við erum nokkuð viss um að þegar þar að kemur fái Baldur að njóta góðs af því.
Nú er gott að við höfum æfingu í því að vera foreldrar í sitthvoru landinu, þar sem samskipti þeirra feðga munu að mestu vera í gegnum webcam á meðan á þessari útilegu föðurins stendur.
Jæja...ekki dugar að sitja að snakki, ég í að pakka og drífa mig af stað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 21:37
MASSA ÞETTA!!
Jájá...það er málið...mass á mass ofan, hala inn námslánunum
Eigum við að ræða það að vera 12 tíma í skólanum að skrifa rannsóknarritgerð um body language kennara við kennslu í háskólum... Eins gott að það er skemmtilegt fólk með mér í skóla til þess að gera svona tarnir þolanlegar Ég er að vona að ég nái að klára þetta helvíti...sko meinti þetta yndi! á morgun svo ég geti skilað áður en ég kem heim á klakann..með því móti þarf ég bara að skrifa 3 ritgerðir og læra fyrir prófin í jóla "fríinu" heima
Annars er bara vetur í DK...sem þýðir haust heima HAHAHA Baldur er ennþá feitur og sætur og ég er nottla ennþá drop dead gorgeus HAHAHA Eldri bræðurnir eru að halda ömmu og afa við efnið á Íslandi og er það alveg ótrúlegt hvað heimilið er barnlaust þegar það er bara EINN skæruliði til staðar!! Flott að fá svona áminningar af og til um hvað maður er heppin að eiga allt þetta smáfólk
Plan kvöldsins er að massa sófakúr yfir imbanum...annað hvort verður það hið sígilda Sg1....eða eitthvað tómt og fyndið sem verður fyrir valinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2008 | 07:57
Æðruleysi og metnaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 21:29
Bennamyndaflóð....
Var að setja alveg HELLING af gömlum Bennamyndum í skæruliðaalbúmið....ég á líka fleiri í gömlu tölvunni og set ég þær inn við fyrsta tækifæri.
Svo kemur holskefla með Eyþóri líka síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 17:15
Lífið er hverfult...
Það er nokkuð ljóst
Veður skipast fljótt í lofti, fé og frændur deyja, skýjaborgir fjúka burt, fólk er mannlegt og því verður á. Fólk kveður, fólk fæðist, fólk særir og fólk er sært. Fólk heyjar innantómar baráttur um menn og málefni haldandi að það sé að gera rétt þegar það er ef til vill að valda meiri skaða en bót. Fólk raðar hlutum ofar en tilfinningum, hinu efnislega ofar fólkinu í kringum sig og flýr af hólmi í huganum frekar en að standa með sjálfu sér og ástvinum sínum.
Fólk er fífl...bölvað vesen er það að maður hafi um fátt annað að velja en að vera fólk....og þar með fífl sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2008 | 08:04
Alveg eins og íslendingar...
Thailendingar bara hljóta að hafa lært af Íslendingum .... svona...mótmæla tækni...og svona...er það ekki
Smá hægt að velta því fyrir sér hvernig lýðræði er eiginlega hér, miðað við í Thailandi...þar mótmælir almúginn spillingu stjórnvalda...með aðgerðum sem kosta ríkið hundruðir þúsunda....og á hann er hlustað. Á Íslandi er talað niður til sauðsvarts almúganns sem mótmælir af vanmætti spillingu stjórnvalda á meðan ráðamenn sitja feitir í sætum sínum og hæða Jón og Gunnu sem standa með skiltin sín á Austurvelli.....
Stjórn Taílands dæmd frá völdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar