Færsluflokkur: Bloggar
28.5.2009 | 19:49
Öskudagur til eilífðar...
Það finnst Baldri allavega
Hvað á maður að halda þegar maður er 2 ára og mamma manns bara málar mann í framan! OG segir að maður sé spiderman Svo sér maður sig í speglinum og hefur auðvitað ALDREI séð neitt eins rosalegt og þetta spiderman-andlit og lifir að sjálfsögðu í þeirri sjálfsblekkingu um aldur og ævi að maður sé í raun......Spiderman
Þetta gerist þegar maður sér sjálfur um umbreytingarnar...takið eftir díteilnum í kringum augað
Alltaf gott að vera vel vopnaður....þó maður taki sér pásu í baráttunni við hið illa til þess að elska bróður sinn svolítið Svo segir hann bara "Babbu NE mjudu" ef ég reyni eitthvað að klípa hann í lærinn....það á víst að þýða að Baldur sé ekki mjúkur
Ég henti restinni af þessum sprellmyndum í albúm þeirra bræðra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2009 | 15:34
Bumbuhornið.
Ég á nú enga nýja mynd af bumbunni til þess að láta fylgja með þessum upplýsingum svo þið verðið bara að skrolla neðar á síðuna ef þið viljið sjá bumbu .....en...það eru smá fréttir
Mæðraskoðun nr 2 var semsagt í dag, það er óhætt að segja að þeir séu rólegir í þessu danirnir, vinkonur mínar heima sem eru komnar þetta í kringum 30 vikurnar eru velflestar búnar að fara 4 sinnum í skoðun!
En mér hentar þetta svosem ágætlega, finnst fátt eins leiðinlegt í rauninni og að mæta í þessar skoðanir....þetta er alltaf eins "nei ekkert í þvagi...fínn en heldur lágur þrýstingur...þú ert ekki að þyngjast nóg...barnið er sprækt...og þar fram eftir götunum.
En ég fékk þó smá áþreifanlegar upplýsingar núna, samkvæmt mati vegur litli kroppurinn núna rétt um 1400 grömm...það eru næstum heilar 3 merkur Ég hef þyngst um rúmt kíló...sem eru rúmar 2 merkur og er því sem fyrr, ekki að standa mig sem skyldi í þeim bransa en allt annað virðist fínt og flott. Pilturinn er komin í höfuðstöðu og komin langt ofan í grindina þó svo að hann sé óskorðaður enn svo nær engar líkur eru á því að hann nái að smella sér þaðan uppúr á næstu 10-11 vikum svo ég fæ líklega lítinn keiluhaus í fangið í ágúst
Hann semsagt stendur á haus, þetta litla kjánaprik....og snýst um sinn eigin öxul...ég finn litla botninn hreyfast og snúast og svo finn ég eftir því hvoru megin spörkin koma, í hvora áttina hann snýr.....í dag er hann að níðast á hægri hliðinni á mér...þá liggur botninn og bakið út til vinstri. Það er sérstök upplifun að ná taki á litlum fæti eða litlum botni svona innan í manni
En eitthvað hefur hann bardúsað drengurinn í fyrradag svo að það klemdist í mér taug þannig að ég sárfinn til í vinstri mjöðminni og niður allann bölvaðan fótlegginn. Ég vil nú meina að almennt séð sé ég hörkutól...en andskotinn hvað þetta er vont..það bara liggur við að ég grenji við að standa upp úr bílnum....og ég þori varla að reyna að hjóla
Þið vitið það sem þekkið mig best að ég hef verið að fara yfirum á aðgerðarleysi undanfarinna daga svo ekki er útlitið bjart fyrir ykkur sem þurfið að hlusta á barlóminn ef að bætist hreyfihömlun ofaní.....svo ég er á afneitaranum...denial is a powerful thing....og ætla bara samt!! Sjáum til hversu lengi það endist
Svona í blálokin mega endilega allir taka sér örskotstundu til þess að ákalla sína guði eða vættir, kyrja, biðja eða hugleiða fyrir honum Aroni litla sem varð fyrir bíl á uppstingingardag og senda honum og hans fólki góða strauma. Hann er sonur Hildar vinkonu og stjúpsonur Einars vinar okkar og er hugur okkar mest hjá þeim þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 19:33
Ég mundi allt í einu eftir myndavélinni :O)
Klukkan hálf níu um kvöld mundi mín allt í einu eftir myndavélinni...svo ég elti skrílinn út þar sem þeir voru að "taka til" í garðinum eftir nýafstaðinn vatsslag og smellti nokkrum......kannski ég fari bara að vera betri í þessu myndadæmi þó svo að ég prívatð og persónulega muni líklega seint njóta þess mikið að glenna mig framaní hana þessa elsku
Það er ekki amalegt að blíðan sé svo mikil þegar klukkan er langt gengin í níu að kvöldi að menn séu úti hálfberir og berfættir En það er hálf ömurlegt að ég kann ekki að klippa myndina til....finn það ekki í þessu nýja stýrikerfi og klippfítusinn í bloggkerfinu er ekki að gera sig.....svipurinn á litla dýrinu er nefninlega kostulegur á þessari neðstu en maður sér hann ekki því það er ekki hægt ða klippa hana til og súmma inn ......þið verðið bara að ímynda ykkur þetta haha
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2009 | 21:58
Víkingaverksmiðjan
Svona er maður svakalegur...með sverð sem afi smíðaði...skjöld sem Eyþór bróðir smíðaði ..á bleyjunni Já og auðvitað snoðaður vegna tyggjótilrauna
Maðurinn tók nokkrar pósur í viðbót....
...og án fata...
Ég sé þennan alveg fyrir mér með rautt alskegg, kannski svolítið hár og jafnvel augnabrúnir......og í buxum en sama hvað ég reyndi vildi myndin bara ekki snúast...þið verðið bara að snúa höfðinu En hún, ásamt fleirum, snýr rétt í skæruliðaalbúminu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2009 | 12:59
Að taka því rólega......
Hverjum datt í hug að það væri góð hugmynd? Eða eitthvað gaman?
Ég er búin að gera nánast ekkert nema sitja kyrr í tvo heila daga.....og er komin með höfuðverk af slökun
Ef maður fer út að slá grasið.....með gömlu góðu handknúnu sláttuvélinni...er það þá ekki í lagi ef maður bara slær voða voða hægt Eða endurskipuleggur þvottahúsið.....bara í rólegheitum..eða smíðar safnhaug úr gömlum spýtum ...bara....voða hægt...er það þá ekki í lagi Ég fæ jú að finna fyrir því ef ég fer mér of geyst....en er ekki afstætt hvað telst geyst?
Ég er bara ekki gerð fyrir kyrrsetu og rólegheit.....frábært að sitja úti og njóta góða veðursins....en ekki BARA sitja...betra að vera ða bardúsa eitthvað garðvesen eða eitthvað á meðan. Núna er ég að spekúlera í því að fara að mála veröndina og fuglahúsið.....þetta er farið að láta á sjá eftir veturinn (og ég veit auðvitað ekkert hvenær þetta var málað síðast)
Ég gleymi alltaf þessari blessuðu myndavél....(ég er yfirleitt að gera svo mikið að ég gleymi að láta alla pósa og brosa til að taka mynd HAHA ) En ég skal reyna að bæta mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 09:56
í alvöru..?
Er þetta ekki grín?
Er ekki nóg að þessi flokkur hafi skotið sig í fótinn og að því loknu migið í skóinn sinn í nýafloknum kosningnum og aðdraganda þeirra, þarf hann líka að taka leikskólabarnaattitúdið og NEITA bara að tapa.....
Halló...þið töpuðuð..þurfið ekki svona mikið pláss því þið TÖPUÐUÐ! En nei...þau töpuðu ekki neitt...þurfa víst þetta pláss...EIGA herbergi í þinghúsinu því þeirra flokkur er og mun verða eilífur...en ekki hvað?
Þeir sitja sem fastast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2009 | 19:26
Bumbumyndir.
Vegna fjölda áskoranna birti ég hérna mynd af bumbu þeirri er í daglegu tali er kennd við Litla Jón.
Þarna er bumban akkúrat 28 vikna gömul.
Ég er að sjálfssögðumeð stuttbuxurnar á hælunum þarna......svona er það þegar mittið hverfur..þá hanga buxurnar á engu og leka endalaust niður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.5.2009 | 19:10
Hin alræmda Nes-sveifla
Dagurinn í dag byrjar tíðindalítill...ég fer að sjálfsögðu með alla á sína staði eins og venjulega og kem heim og fæ mér morgunmat, þríf svolítið hér og þar og vesenast í þvotti. Minnist svo orða ljósunnar uppi á deild og legg mig bara aðeins....og vakna ekki fyrr en klukkan er að detta í 14!
Þá hringir í mig Elín nokkur Guðnadóttir, við erum systradætur og býr hún á Jótlandi. Þau skötuhjú voru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa sloppið heiman að frá sér með einungis einn afkomanda af sex og ætluðu þau að koma við hjá mér og kíkja á herlegheitin.
Það er skemmst að segja frá því að Ella frænka breyttist í Ellu ömmu á núll einni og tók hina víðfrægu nes-sveiflu á dæmið. ALLT sem mig hefur langað að gera en ég ekki gert....gerði Ella og við Hjalti í rauninni bara hlýddum nema hvað hann massaði þráðlausa netið og smá skrúfgræj og leiðsluvesen án fyrirmæla (þetta kalladótarí hehe, eitthvað sem hefði tekið mig nokkra daga og góðan skammt af geðheilsunni......tja fyrir utan þetta skrúfgræj...ég hefði aldrei gert það...það var bara fast...lofa ).....en þess má geta til gamans að Ella frænka var að vísu ÖGN gæfari en Amma Ella átti til að vera
Svo núna er búið að færa eina koju, einn skáp, eitt hjónarúm, einn sófa, eina hillu, einn skenk, einn örbylgjuofn, ALLA geymslukassana, ALLA kassana sem enn eru með flutningsdóti í, FULLT af leikföngum já og bleyjurnar OG borðið sem ég ar búin að gleyma hvernig lítur út er autt!
Þetta var eiginlega svolítið fyndið þegar tekið er mið af mæðrum okkar frænkna. Mamma mín er ári yngri en mamma Ellu og hafa þær alltaf verið miklar vinkonur þrátt fyrir að vera afar ólíkar. Helga móða fékk vænan skammt af sveiflunni góðu í vöggugjöf og hefur drifkraft á við fjóra á meðan mamma mín er meiri sorterari og dútlari í eðli sínu
Og þarna vorum við, dætur þessara ágætu systra, og Ella færði og massaði og sá fyrir sér hitt og þetta....og ég sorteraði dótaríið í kring flissss Þó er þetta ekki endilega normið milli okkar frænkna....við eigum báðar dágóðan skammt af móðursystrum okkar í okkur....sem betur fer brýst þetta bara ekki allt út í einu HAHA
En mikil ósköp sem maður væri fátækur væri maður frænkulaus
En ég er semsagt DAUÐ eftir allt græjið í dag.....og ætla í dvala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2009 | 07:33
Næsta skýrsla.
Jújú...lífið heldur áfram...mér er sem betur fer farið að finnast þessi dagur í fyrradag fáránlega fyndin En ég fékk úr blóðprufum í gær og mér fannst hún nú frekar óljós..en hún sagði að eitthvað óeðlilegt prótein væri að finna en að það þyrfti ekkert endilega að benda til meðgöngueitrunar að svo stöddu......ég átti bara að hafa samband ef ég fengi höfuðverki og svima aftur.....þá spurði ég eins og auli "en hvað ef ég er ennþá með höfuðverkin síðan í gær" þá sagði hún bara.. "uhh...ó" og ekkert meir.
En ég fékk þarna gott tékk....blóðþrtstingur, eggjahvíta, púls, samdrættir og hjartsláttur guttans og allt var í lagi nema samdrættirnir svo ég ætla bara að vera róleg í bili og gera eins og hún sagði mér ......taka því rólega HAHAHAHAHAHA því það er svo mikið hægt með 3 hressa drengi í heimili Held að þessi ljósa bara hljóti að vera barnlaus eða að hún eigi bara stelpur....sem sitja kyrrar í barbie....með skraut í hárinu allann daginn (bara alveg eins og litli tyggjóhausinn minn hahaha)
En ég hef komist að því að annað hvort hatar Litli Jón lyftiduftslausar muffins..eða hann elskar þær. Hann allavega tekur algeran trylling þegar ég læt þetta ofan í mig, ég get varla setið kyrr þegar hann byrjar svo mikill er hamagangurinn
Baldur fer til pabba síns um helgina svo að við stóra fólkið fáum að slaka aðeins á talandanum endalausa (hann er nýbúin að fatta þetta verkfæri....og beitir því núna endalaust )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 12:34
Hvað er betra en franskir bændur ?
Ég elska þegar frakkar mótmæla...og þá sérstaklega bændur. Þegar ég les fréttir af frönskum mótmælum langar uppreisnarsegginn í mér alltaf að brjótast út og slást í hópinn. Úða skít úr skítadreyfara, loka landamærum og gera allt vitlaust.....
...enn sem komið er, er þetta bara draumur sem ég gæli örlítið við
Franskir bændur mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar